blaðið

Ulloq

blaðið - 31.03.2006, Qupperneq 14

blaðið - 31.03.2006, Qupperneq 14
14 I ÁLIT FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 blaftið Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. FURÐULEG SAMSTAÐA Líkt og leitt hefur verið fram í Blaðinu og víðar á undanliðnum dögum eru leiðtogar flokka og fylkinga í Reykjavík, að Frjálslynda flokknum undanskildum, sammála um að ekki komi til álita að flytja innanlandsflug frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkur. Þótt algjör- lega ný staða blasi við með brotthvarfi varnarliðs Bandaríkjamanna telja fulltrúar Reykvíkinga ástæðulaust að horfa þangað. Höfuðborgarsvæðið hefur þanist gríðarlega út á síðustu árum og ýmsir möguleikar eru fyrir hendi hvað varðar bættar samgöngur til Keflavíkur. Furðu vekur að leiðtogar flokkanna í Reykjavík skuli telja algjörlega nauðsynlegt að tveir stórir flugvellir verði starfræktir á því sem kalla má höfuðborgarsvæðið þótt Keflavík teljist vissulega í útjaðri þess. í fjárhags- legu tilliti er þessi nálgun galin. Umferð farþega um Reykjavíkurflugvöll er lítil og fer minnkandi. Litlir hópar, t.a.m. stjórnmálamenn, eiga hins vegar hagsmuna að gæta í þessu efni. Það hentar þeim vel að hafa flugvöll í miðborginni. Við blasir að með samgöngubótum má stytta akstursleiðina til Kefla- víkur úr miðborginni niður í 20 til 30 mínútur. Slíkar samgöngubætur myndu einnig reynast fallnar til að styrkja þá þróun að Suðurnes myndi jaðar sameiginlegs atvinnusvæðis á suðvesturhorninu. Því ber á hinn bóginn að fagna að víðtæk pólitísk samstaða ríkir um að Reykjavíkurflugvöllur skuli víkja. Nú ríður því á að kjósendur krefji flokk- ana um skýr svör varðandi staðsetningu hins nýja Reykjavíkurflugvallar. Mál þetta á að gera að kosningamáli fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maímánuði. Um leið þarf að knýja fram nýjan tímaramma varðandi Reykjavíkurflugvöll þannig að unnt verði að loka honum mun fyrr en nú- gildandi áætlun kveður á um. Landrýmið sem nú fer undir Reykjavíkur- flugvöll þarf að taka sem fyrst til annarra nota. En í því efni er varfærni einnig þörf. Nú þegar hafa verið unnin hrein skemmdarverk á Vatnsmýrarsvæðinu og næsta nágrenni þess. Skelfilega vanhugsuð hraðbraut hefur verið lögð og áformað er að freista þess að eyði- leggja Öskjuhlíðina með því að reisa í fæti hennar samgöngumiðstöð ann- ars vegar og háskóla hins vegar. Það eru hrikaleg áform sem erfitt verður að stöðva úr þessu. Ábyrgð núverandi valdhafa í Reykjavík og samgöngu- ráðherra er mikil í þessu efni og daufleg viðbrögð kjörinna fulltrúa fólks- ins í borginni við þessum ósköpum vekja í senn furðu og mikil vonbrigði. Þar eð vilji er ekki fyrir því að innanlandsflug verði flutt til Keflavíkur hljóta kjósendur að krefjast skýrra svara um hinn nýja Reykj avíkurflugvöll. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aða Isími: 510 3700. Símbréf á f réttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsi ngadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. Auglýsendur, upplýsingar veita mmmmmmm ■■ ■ „ ... IWÉlÍÍÉÍIÍÉA la ði ið= Hverjir sviku aldraða og öryrkja? Við í F-listanum í Reykjavík fögnum því að Sjálfstæðismenn skyldu taka undir áherslur okkar um málefni eldri borgara, skömmu eftir að við kynntum þær ásamt öðrum góðum baráttumálum okkar fyrir kosning- arnar í vor. En finnst ekki fleirum en mér fylgja því falskur tónn þegar Sjálfstæðisflokkurinn lofar öllu fögru á sveitarstjórnarvettvangi (t.d. bæði í Reykjavík og Kópavogi) en sá sami flokkur hefur svikið hastarlega öll loforð við aldraða í ríkisstjórn í hálfan annan áratug? Það sem ekki má gleymast Ég veit ekki betur en að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi algjörlega gleymt að leggja áherslu á kjör eldri borgara og öryrkja alla sína valdatíð. Hafa kjós- endur gleymt því að öryrkjar þurftu að höfða mál gegn ríkisstjórninni vegna brota á kjörum sínum? Og hafa kjósendur gleymt því að Hæsti- réttur dæmdi ríkisstjórnina fyrir valdníðslu á öryrkjum vegna laga sem stönguðust á við stjórnarskrá lýðveldisins? Hvernig brást ríkis- stjórnin við þeim dómi? Hún setti bara ný lög! Það er þó alveg öruggt að eldri borgarar og öryrkjar hafa engu gleymt varðandi óréttlæti tekju- tengingu bóta enda hafa þeir verið minntir hressilega á það nú þegar „ofgreiddar bætur“ eru innheimtar af mikilli óbilgirni. Nýfrjálshyggjan En hvernig skyldi þessi stefna ríkis- stjórnar hafa verið mörkuð? Svarið felst í nýfrjálshyggjunni sem náð hefur undirtökum í Sjálfstæðis- flokknum á liðnum árum. Sam- kvæmt henni á að draga úr samfé- lagsþjónustu sem kostur er og helst láta hvern og einn borga fyrir sig. Þeir sem aðhyllast nýfrjálshyggjuna virðast líka telja að fjármunir þjóð- félagsins séu best komnir í höndum sem fæstra. Nýfrjálshyggjan þrífst hvergi betur en í samfélagi þar sem græðgin er óstöðvandi og auð- magnið ræður för og því miður stefnir samfélag okkar hraðbyri í þá átt. Þessu fylgir vaxandi stéttaskipt- ing sem áður var næstum óþekkt fyr- irbæri hér á landi. Viðhorf Margrét Sverrisdóttir Bætum stöðu þeirra verst settu Tæplega 9000 manns eru félagar í Félagi eldri borgara í Reykjavík. Þetta er sannarlega stórt og öflugt hagsmunafélag og þar eru baráttu- málin einkum á sviði ríkisins því löggjafinn er ráðandi aðili um kjör. En félagið hefur ályktað að málefni aldraðra, þ.e. yfirstjórn þeirra, eigi að færast frá ríki yfir til sveitarfé- laga. F-listinn í Reykjavík tekur heils- hugar undir það sjónarmið. Það er æskilegt að færa yfirstjórn málefna aldraðra nær neytendum en nú er, láta þau verða hluta af nærþjónustu. Eldri borgarar eru alls ekki ein- sleitur hópur og kjör þeirra mjög mis- jöfn. Við viljum slökkva þá elda sem heitast brenna og beina kröftunum að því að bæta stöðu þeirra eldri borgara sem búa við verstu kjörin. Við í F-listanum leggjum áherslu á að efla heimaþjónustu til að eldra fólk geti verið sem lengst heima og það hefur ekki aukinn kostnað í för með sér þegar upp er staðið, heldur þvert á móti, því stofnanavæðingin er miklu dýrari. Strætó þarfur þjónn Almenningssamgöngur borgar- innar eru mikilvægar fyrir eldra fólk og öryrkja og þær breytingar sem gerðar hafa verið nýlega hafa alls ekki verið til bóta fyrir þessa hópa sem eiga það sameiginlegt að þeir eru oft mjög háðir þessum sam- göngum og þurfa að reiða sig á þær öðrum fremur. F-listinn hefur lagt til að börn, unglingar og aldraðir fái frítt í strætó til að efla þjónustuna. Við ætlum líka að gera átak í ferli- og aðgengimálum fatlaðra, bæði hvað varðar umhverfið almennt og einnig varðandi aðgengi að upplýs- ingum, s.s. gegnum Netið. Kjósendur, gleymum ekki gömlum syndum stjórnarflokkanna, sem lofa nú fyrir kosningar því sem þeir hafa margsvikið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Frjálslyndaflokksins. Klippt & skorið „Skóiinn er nlvarlega fjársveltur og áformin um aö komahonumíhóp þeirra bestu í heimi, sem snýst að miklu leyti um peninga, eru oröin tóm afhálfu menntamálaráöherra. Þvi miður. Þaðstrandará stjórnvöldum. Skólinn hefuralla burði til að ná þessu markmiði. ín ekki fyrr en við losnum við íhaldið úr menntamálaráðuneytinu. Það ersvo einfalt." BjORGVIN G. SlGUROSSON (WWW.6J0RGVIN.IS) 29.lli.2006. Ekki er útilokað að Björgvin hafi rétt fyrir sér, um að aukinn fjáraustur í Há- skóla íslands geti orðið til þess að gera skólann betri, þó alþjóðlegar skýrslur bendi raunar til þess að þar komi margt fleira til en peningar. Og kannski það væri honum líka til heilla að einhverjir aðrir héldu um taumana en Sjálfstæðisflokkurinn, þó efast megi um að málið sé svo einfalt fyrst það þarf peninga líka, eins og áðurvarnefnt. „Mérhlóhuguríbrjóstiþegarforsætisráðherr- annraukuppánefsérimorgunog skammaði stjárnarandstöðuna fyrir að hlaupa á eftirþvi sem birtisti fjölmiðlum. Erþað ekkisami maðurog hefurhaft i kringum sig herspunameist- ara til að spila á fjölmiðla með alkunnum afleiðingum fyrir fylgi hans og Framsóknar? Var það ekki Halldór sem háttaði sig upp í rúm hjá Strákunum á Stöð 2, afþvi spunameistararnir sögðu honum að það værigottfyrirímyndina? Varþað ekki forsætisráðherrann sem fórí unglingaþáttoghéltað hljómsveitin Nylon væru sokkar úr fortiðinni? Varþað ekki lika hann sem að ráði spunarokkanna kallaði til blaöamanna- fundar á tröppum Stjórnarráðsins til að tilkynna þjóðinniþá merku frétt aðhann hefði látið mæla Öræfajökui fyrirmilljónirkróna og komistað því að hann væriná meterlægrieða svo en áður? klipptogskorid@vbl.is - Liklega hafa þeir aldrei heyrt af gróðurhúsaáhrif- unum i Stjórnarráöinu. Kannski Halldórætti bara að halda sig við það að koma fram I náttfötum og einskorða stjórnarathafnir sinar viðað tilkynna um breytingar á hæð og lægð fjalla. Hann rústarþá ekki efnahagsmálunum einsog núna miðað við yfirlýsingarSeðlabankansimorgunumafleið- ingar stjórnarstefnunnar á veröbólgu og skuldir almennings. En efþetta er ekki að hlaupa á eftir fjölmiðlum - þá veit ég ekki hvaðþaðer.Ogerþó maðurmeðreynslu!" Össur Skarphéðinsson (ossur.hexia.net) 30.lll.2006 Ossur ofurbloggari tekur forsætisráð- herra á kné sér, en þó aðallega til þess að undir- strika að það hafi Seðlabanka- stjóri líka verið að gera.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.