blaðið - 31.03.2006, Qupperneq 16
FÖSTUDAGUFt 31. MARS 2006 blaöiö
Uoær af besíu
faxoethjám fandains
Arkó Veiðihöllin
FYRIR ÞIG
Allt í veiðina fyrir fermingarbörnin,
mömmuna og pabbann hjá okkur.
Kíktu í kaffi og sjáðu hvað
við getum gert fyrir þig.
VEIÐIVÖRUR
Arkó Veiðihöllin
Krókhálsi 5g
587 5800
WWW.ARKO.IS
Draumur laxveiðimannsins.
Kjarrá og Þverá eru með gjöfulustu
laxveiðiám landsins, þar veiðast að
meðaltali um 4 laxar á stöng á dag.
Árnar eru mjög fjölbreyttar, lygnir
hyljir, breiður og straumharðir strengir
og landslagið er engu líkt.
Allur aðbúnaður er til fyrirmyndar i
glæsilegustu veiðihúsum landsins, matar-
gerðin er annáluð, herbergin eru
tveggja manna með baði. Gufubað og
heitir pottar ylja veiðimönnum í lok
dags.
SPORÐUR chf.
Lágmúla7
108 Reykjavík
Sími: 587 0860 Fax: 568 0645.
spordur@spordur.is
Þetta er gjöí en ekki gjald"
Flestir veiðimenn kannast við að
þegar haldið er í ferðalag eða farið á
sunnudagsrúntinn, þá er veiðistöng-
inni stungið í skottið eða hent á
toppinn. Það er nefnilega ekkert leið-
inlegra en að koma að fallegum veiði-
stað í hinu fullkomna veðri bara til
að komast að því að veiðistöngin
Nýkomin sending af 2006 árgerðum
Vönduðu Thomas &Thomas
flugustangirnar
Nýju J3 flugulínunrnar
frá Royal Wulff
a verðið
Vesturröst
Sérverslun veiðimannsins
laugavegl 178-105 Reykjavlk
Slmar 551 67708,553 33B0-Fax581 3751
vesturrost@mmedia.is - www.vesturrost.is
ULFF PRODUCTS
kortið og möguleika þess fyrr en síð-
asta haust og þá var það einfaldlega
orðið of seint fyrir þá það sumarið."
Veiði þegar hafin
Veiðikortið gildir í eitt ár og er ekki
keypt á sérstakt nafn. Þegar kortinu
er framvísað í fyrsta skipti er kenni-
tala þess sem það notar skrifuð
á kortið og það þannig gert virkt.
Kortið er því hentug gjöf handa
hvaða veiðimanni sem er.
„Við ákváðum að gefa kortið út
fyrir jól þetta árið enda reyndist það
góð ákvörðun því kortið varð vinsæl
jólagjöf."
Nokkuð mismunandi reglur eru
um veiðitíma í hverju vatni fyrir
sig, sem og hvernig menn þurfa
að haga sér. Með kortinu fylgir því
bæklingur, eða eiginlega bók, þar
sem allar nauðsynlegar upplýsingar
koma fram. Veiði hefur þegar hafist
í nokkrum þeim vötnum sem veiði-
mönnum eru aðgengileg í gegnum
kortið, því reglur í nokkrum þeirra
er að veiði má hefjast um leið og
ísa leysir. Ennfremur hefst veiði í
Hraunsfirði, Vífilstaðavatni og Þór-
isstaðavatni á morgun, 1. apríl.
Fjölbreyttur hópur sem
kaupir kortið
Ingimundur segir að litlar fréttir
hafi borist af því hvernig veiðin hafi
farið af stað þetta árið.
„Það eru mjög fáir byrjaðir enda
hefur veðrið ekki verið okkur veiði-
mönnum hliðhollt. Það er búið að
vera mjög kalt síðustu daga. Hins
vegar eru nokkur vötn að opna núna
1. apríl og þá ætti þetta að hefjast af
meiri krafti,“ segir Ingimundur.
Handhafar veiðikortsins hafa
Ieyfi til að veiða eins mikið og þeir
vilja í flestum vötnunum sem veiði-
kortið veitir aðgang að. Eins og áður
segir eru nú 23 vötn sem þetta á við
um. Gjaldinu fyrir kortið er stillt
verulega í hóf.
„Kortið kostar fimm þúsund
krónur, sem ég segi að sé gjöf en
ekki gjald,“ segir Ingimundur.
Hann bætir við að það hafi komið
á óvart hversu fjölbreyttur hópur
veiðimanna hafi keypt kortið. Mikið
sé keypt í gegnum veiðifélög víðs
vegar um landið þannig að alveg
sé ljóst að vanir veiðimenn eru að
kaupa það. Ennfremur segir hann
að kortið sé vinsælt hjá hjónum eða
pörum sem fara þá að veiða saman
og hann viti til þess að 16 ára ung-
lingar, sem og áttræð gamalmenni
hafi fest kaup á kortinu góða. Fyrir
þá sem áhuga hafa á að kynna sér
kortið betur er hægt að nálgast allar
upplýsingar á slóðinni www.veidi-
kortid.is.
varð eftir heima. Því er hún oftar
er ekki einfaldlega höfð með - bara
svona til vonar og vara.
Sömu veiðimenn kannast við að
koma að vatni einhvers staðar á leið
þeirra um landið í einmitt hinu full-
komna veðri og finna hvernig veiði-
þörfin hellist yfir þá. Vandinn er
bara að vatnaveiði hér á landi hefur
lengst af verið ákaflega óaðgengileg
af þeirri einföldu ástæðu að iðulega
er mjög erfitt að komast að því hver
það er sem veitir veiðileyfi í við-
komandi vatni. Ennfremur að þó
að fengið sé leyfi á einum bæ sem á
land að ákveðnu vatni, er ekki þar
með sagt að bóndinn á þeim næsta
sé tilbúinn að leyfa veiðimanninum
að stunda sitt áhugamál á sínu
landi.
I mörgum vötnum er boðið upp á að börn fá að veiða frítt með fullorðnum veiðimönnum.
Þrjú vötn hafa bæst við
Þessi vandi hefur væntanlega orðið
til þess að Ingimundur Bergsson
settist niður og velti því fyrir sér
hvað væri til ráða. Nú, nokkrum
misserum síðar er hugmynd hans til
að leysa þennan vanda, Veiðikortið,
flestum veiðimönnum vel kunnugt.
„Þetta hófst formlega í fyrrasumar
og það gekk vonum framar. Þá
buðum við upp á veiði í samtals 20
vötnum hringinn í kring um landið.
{ sumar höfum við hins vegar bætt
við þremur öflugum vötnum, sem
eru Þingvallavatn, Hraunsfjörður
og Ljósavatn fyrir norðan. Vötnin
eru því samtals 23 I dag,“ segir
Ingimundur.
Hann segir að viðtökur við kort-
inu í fyrra hafi verið vonum framar
og alls hafi 2.300 kort selst í fyrra.
„Það tekur alltaf tíma að kynna
svona nýjung fyrir veiðimönnum
og margir voru ekki að uppgötva
m wjja 6 nef
Hafið samband í síma 820 2200
eða heimsækið vefsíðu okkar á
og kynniðykkur þessa fallegu á.
STAN6AVEIÐIMENN ATHUGIÐ
Nýtt námskeið í fluguköstun hefst sunnudaginn 2. apríl í TBR húsinu
Gnoðavogi 1 klukkan 20:00.
Kennt verður 2., 9., 23. og 30. apríl.
Við leggjum til stangir. Skráning á staðnum gegn greiðslu (ekki kort).
Mætið tímanlega. Munið eftir inniskóm.
Verð krónur 8.000 en krónur 7.000 til félagsmanna gegn framvísun
gilds félagsskírteinis.
Upplýsingar veita Gísli í síma 894-2865 og Svavar í síma 896-7085
KKR, SVFR ogSVH
."-31*1-111-0-;