blaðið - 31.03.2006, Síða 21

blaðið - 31.03.2006, Síða 21
blaöió FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 21 99............................................................ Mamma var skáldaskvísa og pabbi er líka svona listasál svo ég hefalltaf verið íþessum heimi. Mér finnstþað ágættþví mikið afþvísem Hulda er að tala um gæti virkað eins og latína á fólk sem skilurþað ekki en ég á yfirleitt mjög auðvelt með að skilja þessar pælingar hennar." ingin fram á einu bretti.“ Listamenn þurfa ekki að passa í kerfin Finnst þér ekkert erfitt að vera þriggja barna móðir með eitt á leið- inni og málari ísenn? „Nei, börnin mín gáfu mér eigin- lega kjarkinn til að gera þetta. Ég var komin fimm mánuði á leið þegar ég sótti um inngöngu í Listaháskólann. Ég hugsaði með mér hvernig börnin mín myndu vilja gera hlutina og fór eftir því. Maður þarf að hlusta á hjartað. Þrátt fyrir að þetta sé erfið leið þá er þetta bara þroskaganga.“ Margir hefðu eflaust stefnt á að lcera eitthvað „praktíst“ í þínum sporum? „Já, ég ætlaði líka að gera það... læra grafíska hönnun. Það voru allir að hvetja mig til að vera skynsöm og gera það, en það var bara eitthvað sem leiddi mig áfram til að verða málari. Það eina sem ég hef yfir að kvarta er kannski áreiti frá umhverf- inu. Tískustraumar og óskráðar reglur um hvað passar núna og hvað ekki. Þannig er sérstaklega í grafískri hönnun, en í málverkinu má maður gera það sem maður vill og þarf ekki að vera undir eftirliti. Margir málarar þora samt ekki því stundum getur verið erfitt að vera al- veg frjáls. Mér finnst vanta svolítið meiri meðvitund um það að lista- menn mega vera eins og þeir vilja og þurfa ekki að passa inn í þessi kerfi,“ segir Hulda. Vanur listafólki og vand- ræðum þeirra Valgarður þekkir vel til listamanna enda er hann sonur Nínu Bjarkar Árnadóttur og Braga Kristjónssonar í Fornbókabúð Braga. Hann segir það því ekki flækjast mikið fyrir sér að búa með listamanni. „Ég er náttúrlega bara alinn upp til þess. Mamma var skáldaskvísa og pabbi er líka svona listasál svo ég hef alltaf verið í þessum heimi. Mér finnst það ágætt því mikið af því sem Hulda er að tala um gæti virkað eins og latína á fólk sem skilur það ekki en ég á yfirleitt mjög auðvelt með að skilja þessar pælingar hennar. Hvort sem þær ganga út á komplexa, lista- menn eða allt þetta listarugl. Ég á mjög auðvelt með að setja mig inn í þessa hluti. Þetta getur samt verið mjög flókið -sérstaklega samskipti listamanna. Þau eru öðruvísi en til dæmis á milli tveggja múrara. Þeir eru bara að múra einhvers staðar úti í bæ og eru ekki mikið að pæla í hvor öðrum nema það sé kannski á þann hátt að annar taki verk af hinum. Listamenn eru hins vegar alltaf að höggva í hvorn annan, öf- undast og metast. Reyndar held ég að það sé ekkert alslæmt, málið er bara að listamenn hafa engan ákveð- inn punkt til að miða sig við. Læknir þarf bara að lækna og múrarinn að múra en ef þú ert listamaður þá ertu bara á gresjunni og hinir listamennir standa í kring og eru alveg jafn rugl- aðir og þú. Það er hins vegar best þegar þeir verða vinir og kunna að deila reynslu og upplifunum saman. Mér finnst mjög gaman að umgang- ast listafólk. Það heldur reyndar stundum að það sé rosa mikið öðru- vísi en múrarar, en þeir eru það ekk- ert. Þeir eru bara manneskjur; alveg jafn miklir bjánar og allt það.“ Tala við börnin Fjórða barn Huldu var komið undir þegar þau fóru til Arnars Hauks- sonar, kvensjúkdómalæknis, með það fyrir augum að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir frekari barn- eignir. „Arnar þurfti ekki annað en að horfa á Huldu. Svo sagði hann að við værum því miður of sein. Hún væri orðin ólétt. Hann glotti á meðan," segir Valli og hlær. Að- spurð segist Hulda líka stundum finna fyrir svolitlum kvíða þegar hún hugsar út í hvernig eigi að sjá fyrir fjórum börnum með málverka- sölu og múrun. „En þá fer ég oft að hugsa um Biblíuna. Jósep og Maríu röltandi inn í fjós með barnið. Ég fer alltaf að hugsa um einfaldleikann við svona aðstæður enda finnst mér hann rómantískur. Ég held að fólk fari einmitt svo oft að hugsa um ein- faldleikann þegar árin færast yfir. Þá hugsa þau til þeirra tíma þegar það var ekki allt til og fólk þurfti að hafa aðeins fyrir hlutunum. Það gefur öðruvísi upplifun að þurfa að hafa fyrir lífinu heldur en að fá allt upp í hendurnar. Konur í dag vilja bara 300 fermetra hús og ég veit ekki hvað, en auðvitað er það auka álag á mæður að þurfa að hugsa um þetta allt saman. Hver á að þrífa og halda þessu við? Fer ekki öll orkan í það? Það verður ekki mikið eftir til að sinna öðru.“ Valli leggur áherslu á mikilvægi þess að rækta samskipti innan fjölskyldunnar. „Það er svo mikilvægt að fólk nái að tala saman. Maður er kannski í heila viku í sínum veruleika og svo áttar maður sig á því að maður er ekki búinn að tala við eitt barnið í sjö daga. Bara búinn að skipa honum fyrir og segja honum hvað hann á að gera eða ekki, en ekkert svona rólegt spjall um daginn og veginn. Foreldrar þurfa líka að tala við börnin sín. Spyrja út í hugsanir þeirra og spjalla svo um það. Fjöl- skyldan þarf að tala saman til að til- finningar þroskist," segir Valli. „Maður lærir líka svo mikið á því að tala við börnin sín. Ég var t.d. að skamma yngri strákinn minn um daginn. Var að reyna að svæfa Braga litla en þessi stutti var alltaf að trufla mig svo þegar ég hastaði á hann þá sperrti hann sig og sagði: „Mamma þú ræður engu. Guð ræður öllu.“ Þetta fékk mig til að hætta þessum æsingi og róa mig niður. Allt í einu mundi ég að þetta hefur allt sinn gang og það er óþarfi að æsa sig yfir smámunum," segir Hulda að lokum. margret@bladid. net Aðalsími 510-3700 Ritstjórn 510-379» Aunlýsingadeild 510-3744 Smáauglýsingar 510-3737 FRJÁLST ÓHÁÐ blaóid Við hjá Sportmönnum getum boðið uppá frábærar veiðiferðir til Skotlands, Póllands og Kanada. Jafn- framt veiðunum þá getum við sett saman hinar mis- munandi ferðir í bland við skotveiðamar. Sem dæmi í Skotlandi má nefna að fá að upplifa skoska menningu með .ví að sofa í alvöru kastala og upplifa miðaldar stemmingu. Aldrei að vita að einh- verjir fomir andar geri vart við sig. Ef menn vilja þá er líka upplagt að taka golfsettið með sér. Við bjóðum einnig uppá lúxusgolfferðir. Takmarkaður fjöldi er í hverri ferð enda er mikið lagt uppúr þjónus- tunni við viðskiptavini okkar. I ferðinni er gist miðsvæðis við frábæra 18 holu velli. Spilað er á 5-6 mismunandi völlum þannig að fjöl- breytikeikinn er vissulega til staðar. í hverri ferð er alltaf spilað á einum af hinum stóm völlum eins og Muirhead og Kingbams. Gemm tilboð fyrir hópa. I Póllandi bjóðum við uppá villisvínaveiðiferðir en að sjálfsögðu er önnur bráð til boða eins og Rádýr. Þarna eins og í Skotlandi getum við bætt við skoðu- narferðum eða heimsókn til fyrirtækis sem sérhæfir sig í svokölluðum Herferðum en þar er hægt að keyra skriðdreka og margt annað

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.