blaðið - 31.03.2006, Side 22
22 I HEIMSPEKI
FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 blaöið
FRJÁLST
ÓHÁÐ
blaðið=
□
Eftir þínu höfði:
RB-rúmin og gaflar eru sérsmíðuð eftir þínum
óskum. Þú ræður lengd, breidd, hæð, fótum og
lit á gafli og botni.
RB-rúm er í heimssamtökunum ISPA, sem eru gæðsamtök fyrirtækja
sem sérhæfa sig í framleiðslu og hönnun springdýna.
Opið alla virka daga frá kl. 8-18 og á laugardögum frá kl. 10-14.
RB-rúm Dalshrauni 8 220 Hafnarfirði Sími 555 0397 rbrum@rbrum.is www.rbrum.is
RUM
Stofnað 1943
Lœrifaðir upplýsingarinnar
Benedict de Spinoza, gyðingurinn sem varð einn helsti heimspekingur sautjándu aldar
hoskuldur@bladid. net
Benedict de Spinoza er einn
af þekktustu og áhrifamestu
heimspekingum 17. aldar. Kenn-
ingar hans höfðu gríðarleg
áhrif á þróun heimspekinnar
og enn í dag eru þær í hávegum
hafðar. Hugmyndir hans voru
róttækar og í fullkominni and-
stöðu við þá bókstafstrú sem
réð ríkjum í Evrópu á 17. öld.
Sonur gyðinga
Benedict de Spinoza fæddist árið
1632 í Amsterdam, sonur portú-
galskra gyðinga. Foreldrar hans
höfðu flúið heimaland sitt vegna
ofsókna spænska rannsóknarrétt-
arins en völd hans voru gríðarleg á
Íberíuskaganum á þessum tíma. í
Hollandi var trúfrelsi aftur á móti
meira en viðgengst í Evrópu á 17. öld
og þar skutu foreldrar hans fljótlega
rótum.
Spinoza hlaut hefðbundna
menntun sem gyðingur og nam m.a.
lögmál Talmúðs, lögbókar gyðinga,
og kynnti sér skrif spámannanna.
Þetta átti seinna meir eftir að hafa
áhrif á skrif hans og kenningar.
Spinoza sóttist þó ekki eftir fram-
Benedict de Spinoza
Descartes. Spinoza fór í kjölfarið að
verða afhuga sinni eigin trú og byrj-
aði að sækja tíma hjá hinum fyrrum
jesúíta munki Franciscus Van den
Enden sem þá rak latínuskóla í Amst-
erdam. Vaxandi áhugaleysi Spinoza
fyrir sinni eigin trú og róttækar
skoðanir hans á gyðingdómi varð á
endanum til þess að hann var á 24.
aldursári gerður útlægur úr samfé-
lagi gyðinga í Amsterdam.
Fyrstu hugleiðingar
Lítið er vitað um ferðir Spinoza eftir
að hann varð gerður útlægur úr
gyðingasamfélaginu í Amsterdam.
Margt bendir þó til þess að hann
hafi numið við háskólann í Leiden
og komist þar í nánari kynni við
kenningar Descartes. í kringum
1660 sest hann loks að í bænum
Rijnsburg ekki langt frá Leiden og
gefur þar út sínar fyrstu heimspeki-
legu hugleiðingar. Dvöl hans þar
spannaði þó ekki langt tímabil því
árið 1663 flytur hann til bæjarins
Voorburg skammt frá Haag. Þar bjó
hann til ársins 1670 þegar hann loks
fluttist til Haag þar sem hann dvaldi
síðustu sjö ár ævi sinnar.
Helstu kenningar
Frægustu heimspekikenningu
Spinoza má finna í verkinu Siðfræði
sem kom út að honum látnum. í bók-
inni leggur Spinoza fram þá frum-
spekilegu sýn að náttúran og Guð
séu eitt og sama aflið. Heimurinn
samkvæmt sýn Spinoza lýtur ekki
handleiðslu eða forsjón eins alsjá-
andi Guðs heldur er maðurinn að-
eins hluti af gangkerfi náttúrunnar.
Til þess að skilja sjálfan sig og finna
hamingjuna verður maðurinn
þannig að skilja ferli náttúrunnar
og hlutverk sitt innan hennar.
Spinoza skar sig að mörgu leyti
frá samtímamönnum sínum. í bók
sinni um stjórnmál hélt hann meðal
annars fram þeirri skoðun sinni að
hann teldi lýðræði vera besta mögu-
lega stjórnarkerfið. Þetta sagði hann
á þeim tíma þegar einveldiskon-
ungar stjórnuðu löndum Evrópu
með harðri hendi. Spinoza hafnaði
þannig viðteknum hugmyndum
samtíma síns og er að mörgum tal-
inn vera einn af lærifeðrum upplýs-
ingarinnar sem átti eftir að ná há-
marki tæplega 100 árum eftir andlát
hans.
haldsnámi heldur fór snemma að
hjálpa til við fjölskyldufyrirtækið
en faðir hans rak ábótasama verslun
á þessum tíma.
ú wn £ gvejn5n
Úrval fylgihluta:
Rúmteppi, púðar, pífur,
sængurverasett, dynuhlífar,
náttborð og fleira.
Gerður útlægur
Það var einmitt í gegnum verslun-
ina sem Spinoza komst í tengsl við
strauma og stefnur samtímans.
Fljótlega komst hann í kynni við
frjálslynda Kalvínista sem opn-
uðu huga hans fyrir heimspeki og
vísindum. Fyrir tilstuðlan þeirra
komst Spinoza m.a. í kynni við
kenningar franska heimspekingsins
ókeypis til
heimila og fyrirtækja
atla virka daga
blaóió