blaðið - 31.03.2006, Page 35

blaðið - 31.03.2006, Page 35
blaðiö FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 '"tóitÉrtö G 1 35 Síðasta band standandi í kvöld ráðast úrslit Músiktil- rauna 2006 þar sem 12 hljóm- sveitir etja kappi. Þær koma víðs vegar að af landinu en stærstur hluti af höfuðborgarsvæðinu. Hljómsveitirnar sem keppa í kvöld eru Who Knew, Furstaskyttan, Prop- anól, We Made God, Antik, Tranz- lokal, Ultra Mega Technobandið Stefán, The Foreign Monkeys, Le Poulet de Romance, Modern Day Majesty, Sweet Sins og The Ministry Of Foreign Affairs. Kristján Kristjánsson, sem situr í dómnefnd Músiktilrauna, sagði í samtali við Blaðið að það sem einkenndi keppnina í ár væri gífur- leg fjölbreytni og jafnframt væru hljómsveitir jafnari að gæðum en oft áður. „Þetta verður mjög spenn- andi og skemmtilegt kvöld,“ sagði Kristján. Þórhallur Jónsson, verkefn- isstjóri, tók undir þau orð Kristjáns og sagði keppnina hafa verið óvenju fjölbreytta. Stökkpallur frægðarinnar Að venju opna sigurvegarar síðasta árs kvöldið. Að þessu sinni er það hljómsveitin Jakobínarína. Kristján sagði að vegur Músiktilrauna hafi vaxið mikið og sigurvegurum keppn- innar byðist í kjölfarið einstakt tæki- færi til að koma sér á framfæri hjá plötufyrirtækjum, til að spila og til kynningar á hljómsveitinni. Andrea Jónsdóttir mun þeyta skífum á lokakvöldinu og veitt verða verðlaun fyrir hljóðfæraleik. Miðasala hefst kl. 18.00 og eru 400 miðar í boði. I ár bauðst fólki í fyrsta sinn að kaupa passa á undan- kvöldin sem einnig veitir forgangs- rétt á miða á lokakvöldið og gekk salan ágætlega. Fyrir þá sem ekki komast í Loftkastalann verður hægt að hlusta á beina útsendingu á Rás 2, auk þess sem Síminn er með beina útsendingu á www.siminn.is Jakobínarína nýkomin úr tónleikaferðalagi í Bandaríkjunum. Blalió/Fríkki Kal gera það gott Fyrsta plata serbnesku hljóm- sveitarinnar Kal, sem spilar á Vorblótinu - Rite of Spring í lok apríl, hefur fengið frá- bærar viðtökur. Platan, sem ber nafn sveitarinnar, fór á dögunum beint í annað sæti á heimstónlistarlista Evrópu. Vorblótið verður haldið á Nasa dagana 27. til 30. apríl. Fjöl- margar fólk- og jazzsveitir koma þar fram, til dæmis Mezzoforte, Petter Winnberg, Salsa Celtica og Flís ásamt Bogomil Font. Vefur hátíðarinnar var nýlega opnaður á slóðinni www.riteofspring.is. Þar má finna helstu upplýsingar um hátíðina ásamt myndum, tónlist og myndböndum sveitanna sem koma fram. Miðasala gengur vel Miðasala á Blúshátíð í Reykja- vík fer vel af stað. Hátíðin fer fram dagana 11.-14. apríl og hvetja aðstandendur blús- áhugamenn til að tryggja sér miða í tima þar sem færri komust að en vildu í fyrra. Blúsdívurnar frá Chicago, Deitra Farr, Zora Young, Graná Louis og Mississippiblúsar- inn Fruteland Jackson verða aðalgestir hátíðarinnar sem fer fram á Nordica Hótel 11.-13. apríl og í Fríkirkjunni þann 14. Miðasala er á fullum gangi á www.midi.is. Leaves snýr aftur Hljómsveitin Leaves heldur tónleika á Gauki á Stöng mánu- daginn 3. apríl næstkomandi. „A haustmánuðum urðu breyt- ingar á hljómsveitinni þegar gítarleikarinn Arnar Ólafsson yfirgaf sveitina. Við það urðu áherslubreytingar á tónlist Leaves og hefur hljómsveitin eytt undanförnum mánuðum í hljóðveri við að taka upp nýtt efni,“ segir meðal annars í tilkynningu frá sveitinni. Leaves mun spila nýtt efni á tónleikunum í bland við eldra. Hljómsveitin Lokbrá og trúbadorinn Bob Justman hita upp og kostar 500 krónur inn. Njóttu dagsins Taktu flugið Aðeins fimm skref á Netinu og þú ferð á loft Það getur ekki verið auðveldara. Þú bókar flugið á flugfelag.is þar sem þú finnur ódýrustu fargjöldin og að auki frábær tilboð. Njóttu dagins, taktu flugið og smelltu þér á flugfelag.is FLUGFELAG ISLANDS Taktu flugið

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.