blaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 37

blaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 37
blaðið FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 DAGSKRÁI 37 Hinn gaurinn í Blur Graham Coxon, fyrrum gítarleikari Blur, kennir fyrrverandi félögum sínum í hljómsveitinni um að hafa ekki tekið á áfengisvanda sínum. Coxon hætti í Blur árið 2002. Þegar Coxon hætti var Blur við upptökur á plötunni Think Tank sem kom út árið 2003. Damon Albarn gaf það reyndar til kynna þegar Coxon yf- irgaf Blur að dyrnar stæðu opnar ef hann gæti hugsað sér að snúa aftur. Árið 2004 kom upp orðrómur þess efnis að Coxon myndi mögulega snúa aftur en hann neitaði því stað- fastlega. Það var líf eftir Blur og Coxon hóf sólóferil og gaf nú út á dögunum sína sjöttu sólóplötu sem nefnist Love Trav- els At Illegal Speeds. Tónlistargagnrýn- andi The Guardian gefur henni fjór- ar stjörnur af fimm mögulegum. í umsögninni kemur meðal annars fram að þó platan gefi ekki fyrirheit um byltingu við fyrstu áheyrn þá vinni hún-á, grafi sig inn í vitundina og neiti að fara. Flestir vita hver George Michael er en þegar dúettinn Wham ber á góma er talað um George Mi- chael og hinn gaur- inn. Graham Coxon var mestmegn- is þekktur sem einn af fylgifiskum Damon Albarn en virðist með sinni sjöttu sólóplötu loksins hafa skorið á naflastrenginn. Hjarðeðlið „Ef tveir menn eru samþykkir í einu og öllu, þá er víst að einn þeirra er hugsandi.“ Lyndon B.Johnson,fyrrverandiforseti Bandaríkjanna (1908-1935) y Þennan dag... ...árið 1945 fæddist breski tónlistarmaðurinn Eric Clapton. Gítargoðsögn- in fékk fljótlega viðurnefnið „Slowhand“ og er almennt talinn einn áhrifamesti tónlistarmaður seinni hluta 20. aldar. Clapton hefur komið víða við á sínum ferli og var meðlimur í hljómsveitunum Yardbirds og Cream svo eitthvað sé nefnt. Clapton hefur lagt stund á ýmis stílbrigði í gegnum tíðina en blúsrætur hans hafa aldrei visnað. Stöð 2 bíó, 20.05 About Schmidt (Um Schmidt) Úrvalsmynd sem var tilnefnd til tveggja Óskarsverð- launa. Warren R. Schmidt stendur á tímamótum. Hann er sestur i helg- an stein og þarf að hugleiða hvernig hann vill eyða ævikvöldinu. Á sama tíma fellur eiginkona hans frá og Schmidt er því einn á báti. Hann á að vísu dóttur en samkomulag þe- irra er stirt. Schmidt semur líka illa við tengdasoninn og ekki bætir það ástandið. Aðalhlutverk: Jack Nichol- son, Kathy Bates, Hope Davis, Derm- ot Mulroney. Leikstjóri: Alexander Payne. 2002. Leyfð öllum aldurshóp- um. iEoeiitie&í jaughlcr i Sjónvarpið, 22.10 Óvinir hlátursins (Enemies of Laughter) Bandarísk gamanmynd frá 2000 um gamanþátta- höfund sem gengur illa i ástarmálunum þangað til að besti vinur hans ákveður að gera heim- ildamynd um tilburði hans á því sviði. QHBBl Stöð 2, 22.50 The Fan (Aðdáand- inn) Gil Renard (Robert De Niro) lifir fyrir uppáhaldsliðið sitt í hafna- boltanum. Það er honum því mikið gleðiefni þegar stórstjarnan Bobby Rayburn gengur til liðs við það. BERMEO SVEFNSÓFI Komdu í verslun okkar að Suðurlandsbraut því sjón er sögu ríkari. Fjölbreytt úrval áklæða með óhreinindavörn sem hægt er að taka af og þvo. kr. 144.500 stgr. 140cm LIIMAIM H Ú S G Ö G N SUÐURLANDSBRAUT 22 • SÍMI 553 7100 • www.linan.is X r

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.