blaðið


blaðið - 13.10.2005, Qupperneq 6

blaðið - 13.10.2005, Qupperneq 6
22 I VEIÐI FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2005 blaöiö Útbúnaður rjúpnaskytta -Skiptir öllu máli Rjúpnaveiðitímabilið er nú að ganga í garð eftir þriggja ára veiðibann og gera má ráð fyrir að þetta hafi verið löng þrjú ár fyrir ræktarsamar rjúpnaskyttur. Þær geta þó tekið gleði sína á ný á laug- ardaginn þegar banninu verður aflétt. Útbúnaður skiptir gríðarlegu máli og ekki gengur að rjúka út án þess að huga að fjölmörgum atriðum þar sem að á Islandi er allra veðra von. Oddur Kristinsson, skólastjóri Björgunarskóla Slysavarnarskóla Is- lands, veit allt um það hvernig á að vera útbúinn þegar haldið er af stað í óbyggðir. „Það sem skiptir fyrst og fremst máli er fatnaður. Það er lykilat- riði að vera vel klæddur. Ef menn stökkva út í gallabuxum og bóm- ullarfötum þá þola þeir ekki lengi kulda og vosbúð. Best er að vera í ullarfötum eða einhverju slíku sem innsta klæði, þá flísefni sem heldur hita og yfirhöfnum úr öndunarefni, vind-og regnheldum. Svo auðvitað að hafa góða húfu, vera í góðum og hlýjum sokkum og með vettlinga. Það er góð regla að hafa alltaf föt til skiptanna," segir Oddur. Ekki gengur þó að standa vel klæddur með byssu á öxlinni því að fjölmörgu öðru þarf að huga að áður SPORTVÖRUGERÐIN SKIPHOLT 5 562 8383 Oddur Kristinsson en farið er af stað. „Að sjálfsögðu þarf að vera með áttavita og GPS staðsetningatæki og að kunna á það er grundvallar- atriði. Það þarf að hafa gott kort af svæðinu ferðast er um. Ekki má svo gleyma að hafa mat og sjúkrakassa," segir Oddur. Hann segir líka nauðsynlegt að gera ráðstafanir áður en lagt er af stað. Gera ferðaáætlun og fylgjast vel með veðurspá. „Margt hefur breyst síðan fyrir nokkrum árum síðan. Menn eru orðnir mikið meðvitaðari um veðr- ið og kunnátta á kort og áttavita hef- ur aukist mikið.“ Oddur segist ekki hafa miklar áhyggjur af því að rjúpnaskyttur séu búnar að gleyma tilþrifunum. „Það eru ef til vill einhverjir nýir að taka sín fyrstu skref sem við von- um að séu meðvitaðir um hættur og hafa kynnt sér þær vel. Ég vona að þeir sem vanir eru hafi ekki tapað kunnáttunni!" ■ Bettinsoli 1 tvíhleypa er frábœr kostur fyrir I rjúpnaveiöimanninn J. Vilhjálmsson ehf. Dunhaga 18,107 Reykjavík Sími: 561-1950 j.vilhjalmsson@byssa.is www.byssa.is Byssusmíðl - Byssuvlðgerðlr - Ðyssusala Nýjar byssur - Notaðar byssur - Pylgihlutir Vöðlur - Vöðluviðgerðir - Vöðtuleiga * Stangarleiga Umboö fyrir: Bla9er, Sauer og Maueer rlffta, Schmldt 0 Bender, Pecar-Bertln og Mlnox ejönauka. Higgetoh ótar og Recknagel ejónaukafeetlngar. Útköllum björgunarsveita fer fœkkandi Hjálparsveít skáta ávallt viðbúin Hjálparsveit skáta hefur góðan búnað á sínum snærum og vel þjálfaða einstaklinga. Nú þegar rjúpnaveiðitímabilið er að hefjast er ekki úr vegi að spyrja Hjálparsveit skáta að því hvort miklar áhyggjur séu af því hvort veiðimennirnar lendi á villigötum og þurfi á hjálp að halda þegar þeir eru á fjöllum í veiðihug. Menn betur útbúnir ,Það er ánægjulegt að segja frá því að útköllum vegna slíks hefur farið fækkandi á seinni árum. Menn eru betur útbúnir, með betri tæki og eru betur meðvitaðir um það sem er að gerast. Við erum auðvitað alltaf tilbúnir en okkar útkallsvæði er eig- inlega allt friðað. Það er ekki nema að um stærri leit sé að ræða, menn týndir í lengri tíma til dæmis, sem við förum af stað ef það þarf meiri mannafla. Ég held að reynsla okkar sé sú að það megi alltaf búast við því að einhverjir þurfi á hjálp að halda,“ segir Einar Þorláksson sem er í Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Tæki geta bilað ,,Það er því miður alltaf að koma upp aftur og aftur að einn og einn er vanbúinn. Þeir lenda kannski í slæmu veðri, missa áttir og eru hugs- anlega ekki með búnað og ef hann er til staðar kunna þeir jafnvel ekki almennilega á hann. Það er grund- vallaratriði að kunna á búnaðinn og vera líka með áttavita. GPS-staðsetn- ingartæki er auðvitað bara tæki og tæki geta alltaf bilað,“ segir Einar og bætir við að ef menn eru með kort, vel útbúnir og eru sæmilega áttaðir þá ættu þeir ekki að lenda í teljandi vandræðum. Slysin gerast Einar segir líka koma upp atvik sem enginn getur séð fyrir og þá bregð- ast björgunarsveitir skjótt við. „Menn geta dottið og meitt sig og verða þá að fá hjálp. Þeir verða að taka mið af veðrinu. Menn sem fara í svona ferðir verða að vera vanir náttúrunni, vanir útivist og kunna að lesa í náttúruna og veðrið," segir Einar og ítrekar að fólk fari ekki út í neinni tvísýnu. Stærsta deildin er í Reykjavík Einar segir Hjálparsveitina hér á stórhöfuðborgarsvæðinu aðallega sjá um að finna fólk sem hefur týnst hér í byggð, þar á meðal fullorðið fólk, fjöruleitir og óveðursútköll eru einnig í þeirra verkahring. „Á Suðurlandinu og á fjalllendi fyr- ir norðan er meira um fjallabjörgun- araðgerðir og hálendisverkefni en hérna í okkar umdæmi. Leitarsvæð- in eru nær þeim en okkur. Við erum með stærstu deildina og mestan mannskap þannig að kallað er á okk- ur ef um heildarútkall er að ræða,“ segir Einar. GPS námskeið Ekki er nóg að eiga bara GPS stað- setningartæki heldur þarf að kunna á það eins og komið hefur fram. „Við höfum verið með námskeið fyrir okkar félaga. Síðan veit ég að Skotveiðifélagið og Landsbjörg hafa haft námskeið fyrir þá sem vilja læra almennilega á GPS staðsetning- artækin,“ segir Einar en bætir við að tækin séu i raun ekki flókin, grunn- aðgerðir séu nokkuð einfaldar að læra og svo er alltaf hægt að fara í handbókina sem fylgir með og læra af henni. Það sé líka brýnt að fólk treysti ekki einvörðungu á tækið. Veiðum hóflega! Á laugardaginn munu skyttur hvað- anæva af landinu flykkjast upp á fjöll og firnindi til að skjóta hina eftirsóttu rjúpu og því ekki seinna vænna fyrir þær að fara að kynna sér aðstæður og yfirfara búnaðinn. „Fólk verður að skoða veðurspána og kynna sér landið sem það ætlar að ganga um. Betra er að taka of mik- inn búnað en of lítinn. Svo er bara að gæta hófs í veiðunum og hafa gaman af.“ ■ katrin.bessadottir@vbl.is Notum Hlað-skot OG BORÐUM RJÚPUR Á JÓLUNUM www HlaS ehf. Bíldshöfðci 1 2 - S

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.