blaðið - 13.10.2005, Qupperneq 8
24 I VEIÐI
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2005 blaöið
Sala skotafyrir rjúpnaveiði hafin
Veiðimönnum
fjölgar eftir bannið
Næstkomandi laugardag hefst
rjúpnaveiðitímabil eftir tveggja
ára veiðibann og munu veiði-
menn án efa flykkjast á heiðar,
eltandi hvítu dýrðina. Til að geta
stundað þetta áhugaverða sport
þarf ýmsan búnað sem og skot og
vesti. Hjálmar Ævarsson, versl-
unarstjóri verslunarinnar Hlaðs,
segir að menn séu þegar farnir að
versla skot fyrir rjúpnaveiðitíma-
bilið.
Hjálmar segir að þegar veiðitíma-
bilið byrji um helgi þá fari margir
á rjúpu. „Ég reikna með að það fari
mjög margir á rjúpu' á laugardaginn.
Það var svo sem alltaf þannig þegar
það hittir svona á helgi. En þetta veð-
urfar gerir veiðiskapinn miklu erfið-
ari. Það er náttúrlega kominn snjór
yfir flest svæði þar sem rjúpan er og
það er því erfiðara að sjá hana. Þetta
jafnar leikinn mikið og ég held að
veiðimenn séu mjög sáttir við þetta.
Að minnsta kosti hafa menn verið að
... \
koma og ná sér í lítilræði af rjúpna-
skotum og búnaði tengdum því.“
Nýir skotveiðimenn
Aðspurður að því hvort þeir hafi
átt birgðir af skotum síðan fyrir
bannið segir Hjálmar svo ekki vera.
„Þegar bannið var sett á þá áttum
við hráefni í skot en lítilræði af til-
búnum skotum því við hlöðum þau
ekkert fyrr en í lok gæsavertíðar. Á
þessum tveimur árum sem rjúpna-
bannið hefur verið þá hefur náttúr-
lega komið endurnýjun í skotveiði-
mennina og þeir eru flestir á rjúpu.
Það er því mikið meiri sala á rjúpna-
vestum og þess háttar búnaði.“
Garmin GPSmap 60CS
Leiðsögutæki fyrir veiði- og útivistarfólk
Ótrúlega öflugt staðsetningartæki með áttavita og hæðartölvu.
Fjölhæft tæki í bílinn, veiðina eða á fjallið, vinsælasta GPS tækið í dag.
Nýtt GPS kort fyrir Garmin tæki, með götum,
heimilisföngum og hæðarlínum
GPS kort er vektor kort af íslandi fyrir Garmin GPS
tæki með leiðsöguhæfum vegagögnum um allt
land. Einnig götukort af höfuðborgarsvæðinu með
heimitisföngum, 20 metra hæðarlínum úr ISV-50,
40.000 örnefni og áhugaverðirstaðir, vatnafar,
þjóðvegir, fjaltaslóðar og skálaskrá. í fyrsta sinn
á íslandi fæst nú vegakort með leiðsöguhæfum gögnum fyrir PC tölvur,
Windows Mobile handtölvur og Garmin GPS tæki. Láttu ekki afvegaleiða
þig - vetdu Garmin.
GARMIN
KEMUR ÞÉR
ÁSPORIÐ
Garmin
Foretrex 101
Einfalt en öruggt
og fyrirferðarlítið
á hendi.
Garmin
GPSmap 60
Níðsterkt í veiðina,
hagstæður kostur.
Garmin
GPS 60
Ódýrt en fjölhæft,
góð kaup.
Sölubann verðurvirt
Þegar Hjálmar er spurður að því
hvort mikil umræða um rjúpnaveiði-
bann hafi jafnvel fjölgað veiðimönn-
um segir hann að svo geti jafnvel ver-
ið. „ Ég er nokkuð viss um að fjöldi
veiðimanna verði meiri en fjöldi
af veiddum rjúpum á eftir að vera
minni. Ég efast ekki um að veiði-
menn eigi eftir að gæta sér hófs. Það
er sölubann á rjúpum og það skiptir
ekki máli þó einn veiðimaður veiði
slatta af fugli því þá fyllir hann sína
frystikistu fljótt. Hann þarf því að
finna einhvern glæpamann til að
kaupa þetta af sér. Ef veitingamenn
virða þetta líka þá geta menn ekkert
losnað við þetta, alveg sama hve illa
innrættir þeir eru.“
svanhvit@vbl.is
Listi yfir
útbúnað
Hér er listi yfir útbúnað sem
gott er að vera með þegar
gengið er til rjúpna.
• Vatnsheldur hlífðarfatnað-
ur sem andar
• Ullarnærföt eða annar góð-
ur undirfatriaður
• Þykkir göngusokkar og
annað auka par
• Hlý húfa og þunn hetta.
Gott ef húfan er í skærum
lit
• Vettlingar
• Vatnsheldir leðurgöngu-
skór
• Skotvesti eða bakpoki und-
ir útbúnað og fugla
• GPS-staðsetningartæki
• Sími
• Áttaviti
• Ljós með blikki
• Nesti og eitthvað að
drekka, drykkjarmál
• Sjónauki
www.garmm.is
s GflRMIN
Komdu í glæsilega verstun okkar við Fiskislóð 16 úti á Granda og kynntu þér gott úrval
GPS staðsetningartækja frá Garmin. Við eigum allar stærðir og gerðir af tækjum sem
henta fyrir hvers konar veiði, útivist og jafnvel skokkið, innanbæjar sem utan.
o
R.SIGMUNDSSON
Umboðsmenn
^4
Akureyri Haftækni • Egilsstaðlr: Bllanaust • Grundarfjörður: Mareind - isafjörður: Benslnstöðin Keflavik: Tæknivik • Reyðarfjörður: Veiðiflugan ■ Selfoss: Hársnyrtistofa Leifs - Vestmannaeyjar: Geisli ^l Reykjavlk: Arctic Trucks, Everest, Hlað, Intersport, RSH, Útillf, Vesturröst • Frihöfnin ^ FISKISLÓÐ 16 I 101 REYKJAVlK | SÍMI 520 0000 I www.rs.is
Hníf
Teygjubindi og plástra
Byssan þarf að vera hrein
og í lagi
• Vönduð skot sem þola
kulda
Einnig er nauðsynlegt að láta
vita hvert maður fer, hve-
nær maður kemur til baka
en gott er að vera kominn
inn í bíl fyrir myrkur.