blaðið - 18.10.2005, Side 2

blaðið - 18.10.2005, Side 2
18 I HÚSBYGGINGAR ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 biaðiö ARINVÖRUR BYGGINGAVINKUUt raíMí - - - Allar gerðlr festlnga fyrlr palla og grlndverk i lager ásctöb ÁrmúH 17, 103 Reyhjjenrtk síml, 533 1334 fax, 5GB 0499 www.isol.is I Dalvegur 24 Kópavogi 544 4884 Ódýrara að vinna með penna en brotvél Að byggja þak yfir eigið höfuð er sennilega með stærri verkefn- um sem einstaklingar eða pör geta tekið sér fyrir hendur. Að mörgu er að huga á öllum stigum þess ferlis sem á sér stað þegar nýbyggingar eru reistar; minnsta skyssa getur kostað mánaða tafir og slíkar hafa eðlilega slæm áhrif á líkamlegt og andlegt (að ekki sé minnst á fjárhagslegt) ástand væntanlegra húseigenda. Það er betra að vita af vítunum sem ber að varast áður en þau banka upp á með vígtennurnar glampandi. Daníel Erlingsson er 36 ára gam- all smiður sem vinnur um þessar mundir að því að koma upp húsi undir og yfir sig og fjölskyldu sína. Blaðið hringdi í hann og spurði hvað þeir sem hyggjast byggja ættu helst að hafa í huga. „Ja, það er margt að vara sig á,“ tek- ur Daníel undir. „Eitt aðalatriði, og nokkuð sem fólk gefur oft ekki nógu mikið vægi, er einfaldlega að vinna nógu vel í teikningunum áður en farið er af stað. Það er ódýrara að vinna með penna heldur en brotvél, skemmtilegra líka. Ég grunnhann- aði allt sjálfur og var kominn með mjög þróaða teikningu af okkar hugmyndum áður en ég fór með það til arkitekts. Ég var búinn að þarfagreina hvað við þyrftum í hús- inu, hversu mörg svefnherbergi, hve mörg salerni og hve stór stofan ætti að vera. Hvar í húsinu viltu hafa þessa hluti? Á stofan að vera sunnan eða vestanmegin, svo dæmi sé tek- ið. Það er ekki hægt að skipuleggja lagnaleiðirnar áður en komið er á hreint hvar baðherbergi og þvotta- hús eiga að vera staðsett. Þetta eru því hlutir sem þarf að gefa sérstakan gaum og gera sér almennilega grein fyrir áður en maður talar við arki- tekt, þannig má spara bæði tíma og vinnu.“ Forgarður helvítis Húsið sem Daníel stendur í að reisa er 244 metrar að grunnfleti og stað- sett í nýja hverfinu í Hafnarfirði. Glerveggir-hurðir Brautir - Hert glér demetra Skólavörðustíg 21 a Sími 551 1520 LOKADAGAR ÚTSÖLUNNAR wm Glæsilegur kristall og aðrar gjafavörur Allt að 40% afsl. a r Cjiœsiiegur fy'istafíog Fiancfunnið ísfensft gier (Frábœrt verð, mifið úrvaf „Það er rúmlega fokhelt en stefnir í að verða bráðlega tilbúið undir inn- réttingar, þannig að það sér fyrir endann á þessu. Meðan framkvæmd- irnar ganga yfir búum við í góðu yf- irlæti hjá tengdaforeldrum mínum, höfum ekki lagt það á okkur að sofa í tjaldi eða fellihýsi á grunninum, eins og dæmi eru um.“ Daníel segir að ekki hafi verið mik- ið um óvæntar uppákomur eða vand- ræði við smíðirnar, það sem af er í það minnsta. „Þetta hefur legið ansi beint við. Grunnurinn var reyndar aðeins til vandræða, það er klöpp allt í kringum húsið en undir því sjálfu er moldarsvað sem náði ansi langt niður. Það var eiginlega eins og forgarður helvítis. En við settum fyllingu í, þannig að það gekk upp fyrir rest. Varðandi það sem ber að hafa í huga þegar hús á borð við þetta eru reist myndi ég telja alla fyrir- hyggju sérstaklega mikilvæga, eins og áður sagði. Það er t.d. mjög gott að ákveða hvað maður vill í eldhúsi, baði og gólfefnum áður en farið er af stað, þannig að þú sért með ein- hverja línu sem þú getur gengið út frá og standir ekki í að ákveða allt á síðustu stundu. Vertu líka búinn að finna flesta iðnaðarmenn og gera samning við þá áður en þú ferð af stað, það getur sparað mikið ómak. í raun er þumalputtareglan sú að maður ætti að viðhafa gott skipu- lag frá degi eitt í öllum málum, sér- staklega húsbyggingum. Það er það veganesti sem ég hafði með mér úr smíðageiranum í þetta verkefni, en sennilega reynslu minnar vegna hefur fátt komið mér í opna skjöldu við framkvæmdirnar. Maður hefur heyrt af fólki sem lendir í alls kyns veseni, miklum töfum og fjárútlát- um, en við höfum verið blessunar- lega laus við sllkt og það er sjálfsagt að einhverju leyti fyrirhyggjunni að þakka,“ segir Ðaníel. haukur@vbl.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.