blaðið - 06.04.2006, Síða 8

blaðið - 06.04.2006, Síða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 blaAÍ6 Skiptar skoðanir um kjarnorku- samstarf á Bandaríkjaþingi Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hvatti utanríkisnefndir beggja deilda Bandaríkjaþings í gær til að sam- þykkja nýgerðan samning á milli Bandaríkjanna og Indlands um samstarf á sviði kjarnorkumála. Rice sat á fundi með nefndunum tveimur til þess að færa rök fyrir því hversvegna þingið ætti að samþykkja hið umdeilda samkomulag. Efasemdir hafa verið meðal þing- manna úr röðum bæði demókrata og repúblikana um samninginn. Efa- semdarmenn telja að með honum sé verið að verðlauna Indverja fyrir að koma sér upp kjarnavopnum í skjóli þess að þeir gerðust aldrei aðilar að samningunum gegn útbreiðslu kjarnavopna. Þar með sé verið að senda ríkjum sem hafa hug á að koma sér upp kjarnavopnum röng skilaboð og grafa undan alþjóðaeft- irliti með útbreiðslu kjarnavopna. Slíkt sé ekki síst hættulegt í ljósi þess að bandarísk stjórnvöld óttast mjög ógnina sem stafar af kjarn- orkuáætlun írana og Norður-Kóreu- manna. Stjórnvöld í Hvíta húsinu standa fast á sínu og segja samning- inn góðan fyrir Bandarikjamenn, Indverja og alþjóðasamfélagið. Hagsmunir Bandaríkjanna og Indverja sagðir fara saman Samkvæmt samningnum, sem var undirritaður í opinberri heimsókn George Bush forseta Bandaríkjanna til Indlands í síðasta mánuði, munu Indverjar m.a. fá aðgang að þekk- ingu Bandaríkjamanna á nýtingu kjarnorku til orkuframleiðslu gegn því að þeir opni 14 af 22 kjarnorku- stöðvum sínum fyrir alþjóðlegum eftirlitsmönnum. Rice sagði þing- mönnum í gær að samkomulagið gerði það að verkum að alþjóðlegri einangrun Indverja í kjarnorku- málum lyki og þar af leiðandi styrkti það hömlur á útbreiðslu kjarnaorku- vopna. Auk þess benti hún á það að aukin geta Indverja til þess að framleiða rafmagn með kjarnorku þýddi að hið ört vaxandi hagkerfi landsins þyrfti ekki að reiða sig jafn- mikið á olíuinnflutning frá ríkjum sem standa gegn hagsmunum Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi. Indverjar hafa flutt mikið af olíu inn frá Iran gegnum tíðina og telja því margir innan bandaríska stjórn- kerfisins að nauðsynlegt sé að slíta á þau tengsl áður en að Indverjar fá fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Annars gætu Iranir eign- ast áhrifamikinn bandamann. Rice benti einnig þingmönnum á að Ind- verjar væru mikilvægir bandamenn í heimshluta sem einkenndist í Keulers Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, íhugar mótrökin á fundi meö þing- nefnd i Washington D.C í gær auknum mæli af uppgangi Kínverja og því væri nauðsynlegt að mynda nánari tengsl við stjórnvöld í Nýju- Delhí. Það myndi tryggja áhrif og ítök Bandaríkjamanna á svæðinu. Ekki á vísan að róa í sam- skiptum við tndverja Þau rök sem Rice reifaði fyrir þing- nefndinni í gær voru í meginatriðum þau sömu og voru sett fram þegar hugmyndin að samkomulaginu leit dagsins ljós. Gagnrýnin gegn þeim hefur farið vaxandi frá þeim tíma. Bent hefur verið á að fátt bendi til þess að Indverjar hafi áhuga á að gegna hlutverki vogunarafls gegn rísandi mætti Kínverja í Asíu og að stjórnvöld í Nýju-Delíh hafi á dögunum veitt leyfi fyrir flotaheim- sókn tveggja íranskra herskipa. Sú heimsókn vakti athygli Bandaríkja- manna og þótti ekki benda til þess að nánari tengsl við Bandaríkin þýddu endilega minni tengsl Ind- verja við stjórnvöld í Teheran. Gagn- rýnendur samningsins hafa einnig áhyggjur af að aukin þekking Ind- verja á kjarnorkumálum gæti orðið til þess að vopnakapphlaup hæfist í heimshlutanum. Deilur í skugga veikrar stöðu forsetans Deilurnar um samninginn koma á erfiðum tíma fyrir stjórn George Bush. Talið er að þingmenn séu ekki síst gagnrýnir á samkomulagið vegna þess hve utanríkisstefna hans er orðin óvinsæl meðal bandarískra kjósenda og þar sem að þingkosn- ingar eru n.k nóvember eru fleiri flokksmenn forsetans tilbúnir til þess að ganga af flokkslínunni en ella. Bandaríska þingið verður að samþykkja samninginn til þess að hann taki gildi. Verði gerðar breyt- ingar á honum af hálfu Bandaríkj- anna telja stjórnmálskýrendur lík- legt að Indverjar hafni honum. Uppboð á kínverskri sál stöðvuð Maður á þrítugsaldrei í Sjanghæ í Kína reyndi á dögunum að selja sál sína á kínverska uppboðs- vefnum Taobao en var loks stöðv- aður af þeim sem reka vefinn. Eigendur vefsins eru ekki á móti því að menn selja sálir sínar en hinsvegar leikur vafi á því hvernig tryggja á afhendingu vörunnar að uppboði loknu. Sál mannsins var boðin til sölu rétt fyrir Qing Ming hátíðina í landinu en þá heiðra Kínverjar hina látnu og fara með gjafir að gröfum þeirra. awj rN Góð með kjúklingi, svínakjöti, reyktum iaxi, graflaxi, sem salatsósa og í kalt pastasalat hverskonar. ... þeqúr sélim skím! E.r-\NNSSOA/ jfW h>^T^ðest<ít5C5 r W/ VOGABÆR Frábær köld með kjúklingi og lambakjöti og út á pizzuna. Góð á saltkexið með rifsberjahlaupi og sem idýfa. Nýtírrv VVV! Otmið kurðuta/að stórjw/jLexjUÆs kelml j StonkmMdilej œimtýrMíj/HÁ ím kimt 1 eíft ÓsícMsvmibuMi. ú KomÍHví WVÍ im'dmu' oq ó Uiqiw, íjyntíi íUwy imÓ ídmdcw talh i SAM MYNDIR

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.