blaðið - 06.04.2006, Side 10
Fermingarbarn ’6 7
10 I ERLENDAR FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 blaðiö
„Pabbi og mamma gáfu mér skáta-
tjald í fermingargjöf sem var seinna
stoliö frá mér í Húsafelli. En íslensku
oröabókina sem ég fékk frá Gillu
frænku á ég ennþá og hef notaö
Fermingargjafir sem
vit er í
(Eb
t d d a
edda.is
Bæði smekklegri og
valdameiri en forverinn
/ nýrri œvisögu um Lauru Bush eiginkonu Bandaríkjaforseta
kemur meðal annarsfram að hún er valdameiri en cetlað var.
Forsetahjónin Laura og George Bush standa þétt saman
Þrátt fyrir að vinsældir eigin-
manns hennar hafi aldrei mælst
minni hjá kjósendum er Laura
Bush ein vinsælasta forsetafrú
í sögu Bandaríkjanna. Nýrrar
ævisögu, sem er rituð i samráði
við forsetahjónin, er beðið
með nokkurri eftirvæntingu í
Bandaríkjunum. í henni kemur
meðal annars fram að áhrif
Lauru á stjórn forsetans eru
umtalsverð og að hún er afar
gagnrýnin á val Hillary Clinton
á innréttingum.
Þrátt fyrir að forsetafrúin hafi
ekki látið mikið á sér bera frá því
að maður hennar, George Bush,
tók við embætti hafa stjórnvöld
í Hvíta húsinu í auknum mæli
notfært sér vinsældir hennar til
þess að bæta ímynd forsetans, en
kannanir sýna að um 85% Banda-
ríkjamanna bera hlýjan hug til
Lauru Bush. Stjórnmálaskýrendur
tala um skipulagða herferð í þeim
efnum og hefur borið mikið á
Lauru í bandarískum fjölmiðlum
og nýjasta útspilið í þeim efnum
er útgáfa ævisögu hennar. Bókin er
talin líkleg til mikilla vinsælda og
í henni kemur meðal annars fram
að áhrif Lauru á gang mála innan
ríkisstjórnar eiginmanns hennar
eru meiri en almennt var talið.
Fékk Bush til að beita sér í mál-
efnum kvenna í Afganistan
I bókinni, sem er skrifuð af Ron-
ald Kessler metsöluhöfundi fjölda
bóka um bandarísk þjóðmál, er
dregin upp mynd af vammlausri
konu sem ráðamenn innan stjórn-
arinnar sækja gjarnan til þegar
góðra ráða er þörf. Fram kemur
að hún hefur komið með tillögur
um áherslur stjórnarinnar í stefnu-
málum og jafnvel haft áhrif á fjár-
veitingar innan stjórnkerfisins.
Haft er eftir Condoleezzu Rice,
núverandi utanríkisráðherra og
fyrrverandi öryggisráðgjafa forset-
Laura Bush höfðar sterkt til almennings í
Bandaríkjunum.
ans, að Laura hafi átt hugmynd-
ina að því að bandarísk stjórnvöld
lögðu áherslu á að afhjúpa fyrir
umheiminum bága stöðu kvenna
undir stjórn Talíbana í Afgan-
istan. Einnig kemur fram að for-
setafrúin hafi mikil áhrif á hverja
forsetinn skipar í embætti. Einn
ónafngreindur heimildarmaður
tekur svo sterkt til orða að hún hafi
beitt „neitunarvaldi" gegn sumum
tilnefningum.
Þrátt fyrir þetta segir Laura i bók-
inni að hún gæti þess að skipta sér
ekki of mikið af starfi eiginmanns
síns og að gagnrýni hennar á störf
hans sé ávallt jákvæð og uppbyggi-
leg. Hún gerir það að ráði tengda-
móður sinnar, Barböru Bush
fyrrum forsetafrúar, en gagnrýni
hennar á son sinn hefur stundum
sett forsetann í háska. Þekkt er að
Barbara gagnrýndi eitt sinn ræðu-
höld hans svo harkalega að honum
varð svo bylt við að hann missti
stjórn á bíl sínum og keyrði á.
Þrátt fyrir að Kessler geri mikið
úr áhrifum Lauru á ríkisstjórn
forsetans fjallar stærsti hluti
bókarinnar um einkalíf hennar.
Fram kemur í bókinni að Laura
hafi valdið banaslysi 1 umferðinni
þegar hún var 17 ára og þau hjónin
hafi eignast tvíburana, Jennu og
Barböru, eftir að hafa tekið inn
kröftug frjósemislyf.
Talar um sóðaskap Hillary
Sá kafli í bókinni sem vakið hefur
hvað mesta athygli fjallar um hve
hneyksluð forsetafrúin var á því
hvernig forveri hennar, Hillary
Clinton, innréttaði vistarverur
Hvíta hússins og hversu niður-
nídd húsgögnin og teppin voru
þegar þau Laura og George fluttu
inn. Laura, sem er annáluð smekk-
manneskja, segir að hún hafi þurft
að taka á honum stóra sínum til
þess að koma hlutunum til betri
vegar.
Ekki er hefð fyrir því að forseta-
frúr í Bandaríkjunum tjái sig mikið
um forvera sina en sú staðreynd að
í bókinni eru fleiri skot á Hillary
Clinton þykir benda til að repúblik-
anar eru farnir að taka fyrirhugað
forsetaframboð hennar árið 2008
alvarlega.
Grunaður um hryðjuverk
vegna tónlistarsmekks
Bresk lögregluyfirvöld stöðvuðu
flugvél sem var að hefja sig til
flugs í Durham á Englandi á leið til
London í gær. Talið var að hryðju-
verkamaður væri á leið um borð i vél-
ina. Ástæðan fyrir óttanum var sú
að hinn 24 ára gamli Harraj Mann
hafði sungið lag upphátt með ensku
rokkhljómsveitinni Clash í leigubíl
á leið til vallarins. Ökumaður leigu-
bílsins leist ekki betur en svo á texta
lagsins London Calling sem Mann
söng í bílnum að hann lét lögreglu-
yfirvöld vita um grun sinn að þarna
væri líklega hryðjuverkamaður á
ferð. Lagið fjallar um kjarnorkuárás
á London.
Mann var færður til yfirheyrslu
eftir handtöku en var sleppt að henni
lokinni. Hann missti af fluginu.
Haft er eftir í honum í enskum fjöl-
miðlum í gær að hann hafi sungið
með lögum Led Zeppelin og Clash
sem hann lék á ferðaspilaranum
sínum í leigubílnum en taldi þá iðju
ekki gefa ástæðu til þess að ætla að
hann hyggðist fremja hryðjuverk.
Lögregluyfirvöld í Durham sögðu
í fjölmiðlum í gær að leigubílstjór-
anum hefði verið full alvara með
ábendinguna og hvöttu borgara til
að halda áfram að láta vita yrðu þeir
vitni að einhverju grunsamlegu.
Tónlist hryðjuverkamanna?