blaðið - 06.04.2006, Side 14

blaðið - 06.04.2006, Side 14
blaðið_______________________________________________ Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. ÓLGA í „BAKGARÐINUM” Talið er að á 20. öldinni hafi Bandaríkjamenn ýmist grafið undan eða steypt um 40 ríkisstjórnum í löndum Rómönsku-Ameríku. Valdamenn sem Bandaríkjastjórn ýmist studdi eða umbar gerðust margir hverjir sekir um hroðaleg glæpaverk. Bandaríkjamenn hafa haft einstakt lag á því að veðja jafnan á rangan hest í álfunni. Nú fer mikil vinstribylgja um lönd Rómönsku-Ameríku. Bandaríkja- menn hafa raunar löngum notið takmarkaðra vinsælda meðal alþýðu manna þar. Fullyrða má á hinn bóginn að ítök þeirra í álfunni hafi sjaldan verið minni en nú. Það hlýtur að teljast mikill áfellisdómur yfir stefnu George W. Bush forseta sem setti samskiptin við ríki Rómönsku-Amer- íku og þá sérstaklega Mexíkó efst á forgangslistann er hann hófst til valda vestra. Vinstribylgjan sem nú ríður yfir Rómönsku-Ameríku er á hinn bóginn ekki einsleit. Hófsamir vinstrimenn eru nú komnir til valda í þeim ríkjum sem lengst teljast komin á efnahagssviðinu; Argentínu, Chile og Brasilíu. Meira ber á hinn bóginn á þeim réttnefndu róttæklingum sem fara fyrir baráttunni gegn „ný-frjálshyggju“, fríverslun og hinum hnattvædda kap- ítalisma. Þar ræðir um menn á borð við þá Hugo Chavez, forseta Venesú- ela, og starfsbróður hans í Bólivíu, Evo Morales. Þriðji maðurinn, Ollanta Humala, kann að bætast í hópinn eftir forsetakosningar sem standa fyrir dyrum í Perú. Og enn frekari umskipti eru hugsanleg. Daniel Ortega, fyrrum leiðtogi sandinista í Nicaragua og erkióvinur Bandaríkjamanna í tíð þeirra Ronalds Reagans og George Bush eldri, er talinn eiga möguleika á sigri í forsetakosningum sem þar fara fram í nóvember. Hver hefði trúað því að Ortega, sem stjórnvöld vestra töldu stórhættulegan öfgamann, ætti möguleika á slíkri endurkomu? Málflutningur þeirra manna sem hér hafa verið nefndir til sögu einkenn- ist af sérkennilegri blöndu róttækra vinstri gilda og þjóðernisstefnu. Aber- andi er andstaða við fjölþjóðleg fyrirtæki, fríverslun og hnattvæðingu sem ekki hafi fært fátækum íbúum álfunnar aukin lífsgæði heldur þvert á móti reynst fallin til þess eins að færa hinum ríku enn meiri auð. Vísanir til ný- lendustefnu eru einnig áberandi; hnattvæðingin og „ný-frjálshyggjan“ eru gjarnan sagðar hinar nýju birtingarmyndir hennar. Stórmerkileg pólitísk umskipti hafa orðið í Rómönsku-Ameríku. I tæp 200 ár hefur álfan verið bandarískt áhrifasvæði, sjálfur „bakgarðurinn", sem verja bar með kjafti og klóm í nafni hagsmuna Bandaríkjanna. Bush forseti sýnist hafa sofnað á verðinum. Andstæðingar hans sópa til sín fylgi og eru líklegir til að sækja enn í sig veðrið. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 5103700. Símbréf áfréttadeild: 510.3701. Símbréfá auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. Frábærar FERMINGARGJAFIR Laugavegi 87 • sfmar 551 8740 & 511 2004 14 I ÁLIT FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 blaAÍA T Y JA >?VUR. þR-EMÍLLiNN. Bier LÍK4 A? SK.VjTA SKVRSLU UM MRFAGR.BiM>/| vmKEmSTJÖWUN SÉRTÆKRA o& AREÍÞWA LAUSNfí k Svm PPfiMSÆKÍNNA RvGGmM/ÍLft. NYSKÖPUNAWKYR5UJ- 13LAND5 Kæra Kolla! Kæra Kolla! Ég gladdist mjög yfir því þegar mér var sagt að erkikratinn Kol- brún Bergþórsdóttir hefði tekið þátt í prófkjöri okkar framsókn- armanna á dögunum og ég veit fyrir víst að þú varst ekki eini kratinn sem mættir. En meðal annarra orða, hvernig gekk gömlu krötunum annars í próf- kjöri Samfylkingarinnar? Ég las líka pistilinn um stöðu Framsóknarflokksins. Við vitum bæði, að bjartsýni fer þér betur en svartsýnin, og ég hlýt að taka það alvarlega þegar sjálf Kolbrún Bergþórsdóttir segir að ég - sem vonarstjarnan þín í Framsókn- arflokknum - sé horfinn inn í svartholið. En ég heiti þér því að kosningabaráttan er nú að fara á fulla ferð hér í borginni og að ég muni þar fara fyrir prýðilegum B- lista Framsóknarflokksins fullur bjartsýni og einlægni. Ég mun þá stökkva aftur fram í sviðsljósið. Hvareru Kratarnir? Þú víkur að erindi Framsóknar- flokksins í nútímanum. Hann á að mínu mati nákvæmlega sama erindi við íslenska þjóð og fyrir 90 árum þegar Jónas frá Hriflu stofnaði flokkinn og raunar líka Alþýðuflokkinn sáluga. Hann taldi brýnt að virkja sjónarmið íslensks alþýðufólks til sjávar og sveita og talaði fyrir frjálslyndis- stefnunni og hafnaði hvers kyns öfgum til hægri og vinstri. Eg skal viðurkenna að ég sakna svolítið gamla Alþýðuflokksins og þeirra sjónarmiða sem hann stóð fyrir. Ég var á sínum tíma hrifinn af því hvernig Jón Bald- vin tæklaði alvöru spurningar í íslenskri pólitík. Að vísu var ís- lensk þjóð eitthvað minna hrifin. Laun heimsins eru vanþakklæti. Síðan hefur margt breyst, en ég velti því fyrir mér hvort þið kratarnir eigið ekki miklu meira sameiginlegt með okkur á miðj- Björn Ingi Hrafnsson unni? Genguð þið bara ekki í vit- lausan flokk þegar sameiningar- ferlið mikla fór af stað? Kannski hefðuð þið þá ekki lent í því að verða þurrkaðir út. Þar hefðu sam- einast sömu gildi sem stofnuð voru samtök um á sínum tíma og orðið til sannkallað stórveldi í ís- lenskum stjórnmálum. Þessu er enn ekki of seint að breyta. Leiðinlegar kannanir Ég er sammála þér um að kann- anir eru okkur ekki í hag þessa dagana. En hvað er nýtt í því? Manstu ekki eftir bröndurunum um kratana í gamla daga? Um að- alfund Alþýðuflokksfélagins sem fram færi í símaklefanum við Austurvöll? Fyrir borgarstjórnarkosning- arnar 1986 var fylgi Framsóknar- flokkins lengi vel á bilinu 2-3% í könnunum, en úrslit kosning- anna urðu allt önnur. Framsókn- arflokkurinn bauð síðast fram undir eigin merkjum til borg- arstjórnar árið 1990. Formaður flokksins var þá Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. 1 könnunum þá um vorið mæld- ist B-listinn oft og tíðum með 3-6% fylgi, en fékk mun meira í kosningunum. Þetta er hollt að hafa í huga, nú þegar kosningabaráttan fyrir borg- arstjórn er að fara á fullt. Kann- anir eru eitt, en þær eru ekki úrslit kosninga. Ég er sannfærður um að tveggja turna tal muni ekki hrífa fólk. Þú hefur sjálf barmað þér yfir leiðindunum í Samfylkingunni. Það er ekkert náttúrulögmál að stjórn- mál séu leiðinleg. Ég held að kjós- endur hafi lítinn áhuga á samræðu- stjórnmálum og meti þá fremur sem þora að segja sína skoðun, tala skýrt og framkvæma hlutina. Þess vegna er ég sannfærður um að við munum einnig koma á óvart nú í vor, von- andi með góðum stuðningi ykkar kratanna. Hann væri vel þeginn. Höfundur er í 1. sœti Framsóknar- flokksins til borgarstjórnarkosninga íReykjavík. Klippt & skoríð „Hinarstaðföstuþjóðirhafatapaðinnrásarstríði sínu i hið forna veldi Persa.“ PlLL BaLDVIN BaLDVINSSON, ILEIÐARA OV, 4.IV.2006. Vissulega er það þakkarvert að íslenskir fjölmiðlar skuli gefa sig að alþjóða- málum í stað þess að vera endalaus innansveitarkrónika. Og þó við séum fá og smá eigum við ekki að hlka við að láta stórveldi heims- ins heyra það. Páll Baldvin Baldvinsson, rit- stjóri DV, erfyrir löngu búinn að marka sér bás sem einn skarpasti rýnir (slands og nú er hann farinn að rýna út fyrir landsteinana. (leiðara DV á . þriðjudag fór Páll Baldvin mikinn og gerir innrás Bandaríkjamanna I frak að umtalsefni. En hvernig koma Persarnirþessu við? Nema náttúrlega að ritstjórinn sé að lyfta o. undir málstað aðskilnaðarsinna f suðurhluta fraks og þannig hvetja til borgarastyrjaldar í þessu hrjáða landi. Það er ábyrgðarhlutur. Jóhann Hauksson heldur úti dálki, ekki ósvipuðum þessum, í Fréttablaðinu. Af skrifirnum þar undan- farnarvikurmá merkja að hann er ekki metnaðarlaus maður, | en stundum eru höggin bara vindhögg. (gær ver hann dálk- inum í vangaveltur um hvaða lögfræðing Jón Gerald Sullenberger muni velja sér til varnar í Baugsmálinu, en virðist hafa misst af því, sem fram kom í fréttum f fyrradag, að lögmaðurinn Brynjar Níelsson hefði tekið að sér vörn hans. En tilefni þessara dálkaskrifa voru kannski fremur að halda áfram ófræging- arherferð Baugsmiðlanna gegn Styrmi Gunn- klipptogskorid@vbl.is arssyni, Morgunblaðsritstjóra, og þá skiptir kannski ekki öllu hvað er satt og hvað er rétt. Eitt sinn ég frestaði frétt, um framsxkna fjölmiðlastétt. Þvi Gróa á Leiti sendimérskeyti og sagð'að hún vær'ekki rétt. . rti blaðamaðurinn | Friðrik Þór Guð- mundsson á vef Blaðamannafélagsins (wwwr press.is) ífyrradag og er kveð- skapurinn kannskl til marks um ládeyðu í faglegri um- ræðu blaðamannastéttarinnar á tímum þegar tilefnin ættu að vera næg. Mönun Friðriks hefur hins vegartil lítils verið, því svörin eru fá.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.