blaðið

Ulloq

blaðið - 06.04.2006, Qupperneq 38

blaðið - 06.04.2006, Qupperneq 38
38IFÓLK FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 blaAÍ6 AÐ HAFA VIT FYRIR FÓLKI [ lok nfunda áratugarins ákvað Smá- borgarinn að panta sér áfengi í gegnum veitingastað til að halda upp á páskahá- tíðina. Smáborgarinn var þá nýfluttur á mölina og sá ekkert athugavert við at- hæfið. Þetta var á föstudaginn langa og á þeim tíma sem veitingastaðir skelltu í lás miðvikudag fyrir páska og opnuðu ekki aftur fyrr en eftir páska. I staðinn máttu landsmenn láta sér nægja að hlusta á sálumessu Mozarts þessa heilögu daga. Þegar áfengið kom í hús var enginn með handbærann pening og ákvað Smáborg- arinn að borga brúsann með vísakortinu. Seinna var Smáborgarinn kallaður til yfir- heyrslu þar sem hann var beðinn um að gera grein fyrir innkaupunum. Smáborg- arinn veitti þær upplýsingar fúslega og vissi ekki ennþá að hann hefði gerst sek- ur um brotlegt athæfi. Hálfu ári sfðar var Smáborgarinn kallaður til að bera vitni. Þannig komst Smáborgarinn f þá ein- kennilegu stöðu að vitna gegn veitinga- stað sem hafði f raun gert honum greiða og að bera vitni um eitthvað sem hann vissi ekki að væri saknæmt. Réttarhöldin sjálf voru hin undarlegustu og Smáborgar- anum er ennþá minnisstætt að til hliðar í salnum voru þrír flissandi hálfvitar sem hann grunaði að væru laganemar. Forræðishyggjan býr víða Nú er öldin önnur og Smáborgarinn drekkur löglega keypt áfengi alla pásk- ana ef honum sýnist svo en þarf í staðinn að horfa á leiðinlegar auglýsinqar um skaðsemi áfengis í sjónvarpinu. I þynnk- unni hlustar hann sfðan á sálumessuna. Smáborgarinn vonar að ekki verði langt í að leyfi fáist til að selja áfengi í matvöru- verslunum. Það fer í taugarnar á Smáborgaranum þegar reynt er að hafa vit fyrir honum og forræðishyggjan býr vfða. Eins og margur (slendingurinn fékk Smáborgarinn flensu fyrirskemmstu. Frá barnsaldri hefurSmá- borgarinn fengið hóstasaft sem hefur virkað fljótt og vel. Fyrir tveimur árum komst Smáborgarinn að því að búið var að setja hóstasaftina á bannlistal Já, það er ennþá verið að hafa vit fyrir honum og nú situr Smáborgarinn áttunda daginn í röð og lemst um af hósta allar nætur. En mikið er nú gott til þess að vita að einhverjir aðrir viti hvað er honum fyrir bestu og passa að hann setji ekki ofan f sig einhvern óþverra sem gæti leitt til bata. HVAÐ FINNSTÞÉR? Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur Hvernig líst þér á aö færa verkalýðsdag- inn að helgi? „Það hefur verið lengi í umræðunni hvort færa eigi frídaga að helgum. Um þetta eru skiptar skoðanir og getur komið til greina í einhverjum tilfellum. En ákveðnir dagar eru heilagir, samanber verkalýðsdaginn í. maí og ég sé hann aldrei verða færðan til. Fyrir mér er þetta heilagur dag- ur og hann á að vera í. maí eins og aðfangadagur er 24. desember. Síðan eru aðrir dagar sem vel má hugsa sér að verði færðir að helgi eins og til dæmis sumardagurinn fyrsti, en 1. maí má ekki hreyfa.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar þess efnis að kannað verði hvort ástæða sé til að taka upp sumartíma á fslandi og flytja sumardaginn fyrsta og verkalýðsdaginn að helgum. Áheyrnarprufurfyrir sjónvarpsþáttinn Rockstar: Supernova fóru fram á Gauki á Stöng snemma ígcer. FulltrúarfráframleiðslufyrirtækinuMarkBurnettProductions voru mœtt- ir á svæðið ogfylgdust með rokkurumfrá öllum landshornum reynafyrir sér. Ekki liggur fyrir hvort einhver afþeim sem spreyttu sig komast áfram ogfá tækifæri til að syngja með hljómsveitinni Supernova. Þessir rokkarar voru allavega með klæðnað- |nn á milli óþekktra rokkara mátti sjá þekktari andlit. Jenni úr Brain Police og Kristó úr inn á hreinu. En höfðu þeir röddina? Lights on the Highway mættu á svæðið. Capone-bræður, Andri og Búi, voru með beina útsendingu frá Gauknum. Arnar frá Sauðárkróki flutti frumsamið lag. 6 1B © Jim Unger/dist. by United Medie, 2001 Lestu þetta bara sjálfur. Það stendur„Egg, brauð, mjólk og súkkulaðibitakökur". HEYRST HEFUR... HB i m Viðtal Kolbrúnar Bergþórs- dóttur við sinn gamla vin, Jón Baldvin Hannibalsson, sem birtist í Blaðinu liðinn laugardag, varð tilefni til hátíð- legri umræðu en nokkur hafði búist við. I viðtalinu ræddi hinn aldni stjórnmálaforingi m.a. um trúleysi sitt en sú orð- ræða varð síra Erni Bárði Jónssyni, til- efni stólræðu í Nes kirkju degi síðar, en lesa má snilld- ina á netinu (www. gudfraedi.is/ann- all/ornbardur/). Jón Baldvin mun hafa þakkað Erni Bárði fyrir sig í bréfi og sagst - af hé- góma og breyskleika - vera up| með sér af þvi, að „meint gui fræði Jóns Baldvins“ þyki þess virði, að við henni sé varað af predikunarstóli... Nokkuð hefur verið fjallað um þá skoðun Stefáns Ól- afssonar, prófessors, að skatt- byrði hafi aukist undanfarin ár. Vinstra megin við ganginn í Al- þingishúsinu segja menn þetta merk vísindi, en hægra megin við hann telja menn hana hugdettu, sem hann hafi fengið á sellufundi hjá Sam- fylkingunni. I Vef- Þjóðviljanum (www. andriki.is) í gær er óvænt tekið undir skoðun Stefáns, þó það sé raun- ar gert með öðrum hætti en hann hefði kosið. Er þar efast um að hann hafi metið skatt- byrðina jafnháa og hún sé í rauninni, því hann taki neyslu- skatta ekki með í reikninginn. En þá er skattdreifingin líka talsvert öðru vísi í laginu... Jón Ásgeir Jóhannesson for- stjóri Baugs sagði á dögun- um að orð Björns Bjarnasonar um að dómstólar skyldu hafa síðasta orðið í málinu hefðu fengið merkingu í reynd, enda ljóst „að hinn sérstaki saksókn- ari hefur fengið skýr skilaboð til framkvæmda." Björn svar- ar þessu fullum hálsi á vef sínum (www.bjorn.is); „Séu ummæli for- stjóra Baugs um aðra þætti hins svonefnda Baugs- máls og nýja ákæru vegna þess byggð á sambærilegri virðingu fyrir staðreyndum og lýsir sér í útleggingu hans á orðum mín- um [...] er rik ástæða til að lesa orð forstjórans með þeirri varúð að skoða frumheimildir til að glöggva sig á gildi þeirra.“ Segir Björn að settur ríkissak- sóknari, SigurðurTómas Magn- ússon, fyrrverandi héraðsdóm- ari og formaður dómstólaráðs, sé fullkomlega sjálfstæður í starfi sínu og taki ákvarðanir sínar á grundvelli lögheimilda án sinna afskipta... ■ ■ Ogmundur Jónasson, þing- maður Vinstrihreyfing- arinnar græns framboðs, er jafnframt formaður BSRB eins stærsta launþegafélags landsins og segja sumir að störfin sam- rýmdist illa, þó ekki væri nema vegna anna í báðum störfum. Nýverið bættist þó enn í silki- húfusafn ögmundar, en hann var kjörinn formaður Nordisk Tjenstemandsrád (NTR), sem 400.000 manna samtök nor- rænna skriffinna, einkum hjá sveitarfélögum. Segja gárung- arnir niðri á þingi að það sé siálfsagt ástæðan fyrir því að Ögmundur tali sig hásan heilu næturnar, eins og gerðist í fyrri- nótt. Næturnar séu einfaldlega eini lausi tíminn í sólarhringn- um...

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.