blaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2006 blaðiö Hættulegur klofningur eða sigur fyrir lýðræðið? Sérfrœðinga greinir á um hvort telja beri afsögn Thaksin Shinawatra, forscet- isráðherra Taílands, fallna til að styrkja lýðrœðið í landinu. Thaksin Shinawatra er líkt og margir stjórnmálamenn i Asfu afar áhugasamur um golf. Ólíkt forsætisráðherra Suður-Kóreu sem neyddist til að segja af sér á dögunum eftir að hafa ítrekað verði staðinn að því að taka golfið fram yfir þjóðarhag varð áhugamálið þó ekki Thaksin að falii. Fulltrúar Baska á spænska þjóðþinginu vilja að Guernica verði sýnt í Guggenheim-safn- inu í Bilbao í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því að verkinu var skilað til Spánverja. Deilur um Guernica blossa upp að nýju Fjölmenn mótmæli urðu til þess að Thaksin Shinawatra sagði af sér embætti forsætisráðherra Taílands. Fréttaskýrendur greinir hins vegar á um hvort telja beri þessa niðurstöðu sigur fyrir þjóð- arviljann eða áfall fyrir lýðræðið í landinu. Thaksin sagði af sér embætti á þriðjudag í liðinni viku og kom yfir- lýsing hans sem þruma úr heiðskíru lofti. Aðeins tveimur dögum áður hafði hann verið endurkjörinn í kosningum sem þrír helstu stjórnar- andstöðuflokkarnir hundsuðu. Thaksin sagði af sér eftir fjölda- mótmæli í höfuðborginni, Bangkok, sem staðið höfðu mánuðum saman. Borgarbúar andmæltu einræðis- legum stjórnarháttum hans aukþess sem forsætisráðherrann var sakaður um siðleysi og spillingu. En and- staðan við forsætisráðherrann var bundin við höfuðborgina og því fer fjarri að meirihluti borgarbúa hafi tekið þátt í mótmælunum. Góðan kosningasigur sinn gat Thaksin hins vegar þakkað traustu fylgi á landsbyggðinni þar sem hann nýtur almennra vinsælda. Nú velta ýmsir fréttaskýrendur og sérfræðingar um stjórnmál í Ta- ílandi því fyrir sér hvort fámenn for- réttindastétt höfuðborgarbúa hafi knúið fram meiriháttar breytingu í stjórnmálum landsmanna án nokk- urs umboðs og fylgis. Ýmsir halda því fram að með þvi að knýja fram afsögn hans hafi vilji íbúa á lands- byggðinni eins og hann birtist í kosn- ingunum verið hundsaður með öllu. Klofningur sem kunni að reynast hættulegur hafi því skapast. „Thaksin var mjög vinsæll og hann fékk langflest atkvæði. Þetta er gíf- urlegt áfall fyrir lýðræðið," segir Ro- bert Broadfoot, virtur sérfræðingur sem starfar við efnahagslegt og pólit- ískt áhættumat í Hong Kong. Þroskuð millistétt? Ekki eru allir sammála þessu mati. Bent er á að götumótmælin hafi miklu fremur reynst birting- armynd þess pólitíska þroska sem millistéttin í landinu hafi tekið út á undanliðnum árum. Fyrr á árum hafi jafnan verið bundinn endi á pólitíska ólgu í landinu með því að kalla herinn út. „Nú hefur það við- horf náð að festa rætur í landinu að gera beri þá kröfu til stjórnmála- manna að þeir gangi siðlega fram og njóti lögmætis,“ segir James Klein, forstöðumaður Asíu-stofnunar- innar í Taílandi. Hann leggur einnig þunga áherslu á að mótmælin gegn Thaksin hafi jafnan farið friðsam- lega fram. Sama sé t.a.m. ekki unnt að segja um mótmæli unga fólksins í Frakklandi þessa dagana. „Hér ræðir um mann sem var kjör- inn forsætisráðherra en var neyddur til að segja af sér vegna þéss að hann skorti lögmæti þrátt fyrir að hafa fengið skýrt umboð,“ segir Thitinan Pongsudhirak.stjórnmálafræðingur við Chulalongkorn-háskóla í Bang- kok. „Niðurstaðan er sú að stórsigur í kosningum heimilar ekki forsætis- ráðherra að sökkva á kaf í spillingu eða að brjóta gegn ákvæðum stjórn- arskrárinnar. Menn geta ekki gert hvað sem er á grundvelli þess að þeir hafi unnið sigur í kosningum." Thitinan telur á hinn bóginn að ,alþýðuviljinn“ geti reynst tvíeggjað sverð í stjórnmálum Taílendinga. ,Gallinn er sá að fari menn ekki vel með þetta nýja vald kann að skapast hér svipað ástand og á Filippseyjum,“ segir hann. Fulltrúar Baska á spænska þinginu hafa farið fram á að Guernica, hið fræga verk Pablos Picassos, verði sýnt í héruðum Baska í tilefni þess að í ár eru 25 ár liðin frá því að verk- inu var skilað til Spánverja. Beiðnin vekur upp gamlar deilur milli Baska og spænskra stjórnvalda sem komu upp fyrir níu árum þegar Guggen- heim-safnið í Bilbao var opnað og Baskar börðust án árangurs fyrir því að verkið yrði sýnt í héraðinu í grennd við bæinn sem það dregur nafn sitt af. Verkið hefur á undan- förnum árum verið til sýnis í Þjóð- listasafninu í Madrid en margir telja að verkið eigi heima í grennd við þorpið Guernica sem nasistar lögðu í rúst í loftárásum árið 1937. Þau fjöldamorð voru kveikjan að verkinu sem er það frægasta sem Pic- asso gerði um ævina. Þrýstingur um að verkið verði sýnt á heimaslóðum sínum hefur aukist eftir að Aðskilnaðarsamtök Baska (ETA) lýstu yfir takmarka- lausu vopnahléi á dögunum. Carmen Calvo, menningarmála- Lík af átta karlmönnum fundust í bifreiðum í afskekktu skóglendi í Ontario-fylki i Kanada um helgina. Lögregla telur ljóst að um morð hafi verið að ræða og hefur sett af stað umfangsmikla rannsókn. Lögreglu- stjóri Ontario-fylkis, Dave Rektor, sagði að enn væri ekki hægt að gefa upplýsingar um þá látnu eða hvernig dauða þeirra bar að en sagði ráðherra Spánar, sagði í þinginu í vikunni að margir sérfræðingar mæltu gegn flutningi verksins vegna þess að dúkurinn væri of stór og viðkvæmur. Deilan fyrst og fremst pólitísk Sumir vilja meina að deilan snúist ekki um list heldur sé hún fyrst og fremst pólitísk. Böskum er mjög umhugað um verkið sem Picasso tileinkaði bænum sem skipar mikil- vægan sess í þjóðarvitund þeirra og sjálfsmynd. Baskar telja að safnstjórn Þjóð- listasafnsins 1 Madrid óttist að missa eina helstu gersemi sína ef Guernica verður sett upp í Bilbao. Þegar Guggenheim-safnið var opnað í Bilbao árið 1997 barðist Thomas Krens, forseti Guggenheim- sjóðsins í New York, hatrammlega fyrir þvi að Guernica yrði hluti af opnunarsýningunni. Jafnframt er talið að lengsta sýningarrými í safnbyggingunni hafi verið hannað með það í huga að þar yrði Guernica komið fyrir. að mennirnir átta hefðu allir verið hvítir. Hann neitaði hins vegar að staðfesta fullyrðingar fjölmiðla um að skotsár hefðu verið á mönnunum. Það var bóndi á svæðinu sem fann hina látnu í þremur fólksbílum og dráttarbíl en lögregla telur hann ekki tengjast atburðinum á nokk- urn hátt. Atta lík fundust í Kanada 25 ára fangelsi fyrir hrottafengió morð Tuttugu og tveggja ára gamall franskur karlmaður, múslimatrúar, hefur verið dæmdur í 25 ára fang- elsi fyrir að pynta og kveikja í 17 ára gamalli stúlku og verða þannig valdur að dauða hennar. Morðið átti sér stað í ruslageymsu í fjölbýlishúsi í einum af úthverfum Parísar, þar sem stór hluti íbúa er íslamstrúar, í októbermánuði árið 2002. Morðið vakti mikinn óhug og reiði frönsku þjóðarinnar en ekki var óalgegnt að ungar, múslimskar konur og stúlkur þurftu að þola nauðganir og kynferðislegt áreiti á ferðum sínum um heimahverfið. Sakborningurinn Jamal Derrar mun hafa hellt eldfimum vökva yfir Sohane Benziane og borið eld að en Benziane lést af sárum sínum skömmu síðar. Derrar hélt því fram fyrir rétti að hin myrta væri fyrr- verandi kærasta sín og hann hefði aðeins ætlað sér að hræða hana. Þær fullyrðingar voru ekki sannleik- anum samkvæmar. Félagi Derrars, 23ja ára gamall, var einnig dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að hindra að stúlkan kæmist út úr ruslageymsl- unni, þar sem henni var haldið, og neita henni um hjálp. Saksóknari hafði krafist þess að Derrar hlyti þyngsta mögulega dóm og sagði morðið vera einn hrotta- legasta ofbeldisglæp sem framinn hafi verið gegn konu á síðari árum. Dauði Benziane leiddi til þess að fjölmargar mótmælagöngur voru haldnar þar sem þess var krafist að stjórnvöld gerðu meira í að sporna við ofbeldi gegn íslömskum konum og þá hafa kvenréttindasamtök verið stofnuð í nafni hennar. Slappað af í baði Myndarlegt Bengal-tígrisdýr kælir sig niður í tjörn í Patna-dýragaröinum á Indlandi en mikill hiti hefur veriö f landinu aö undanförnu. Bengal-tfgrisdýr eru f útrýmingarhættu en aðeins eru um 3500 tfgrisdýr eftir af þessari tegund í heiminum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.