blaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 12
12 \ rnmtm MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2006 blaöiö Drög að framtíðinni lögð i Kópavogi Bœjaryfirvöld í Kópavogi telja að dvalarstaðir aldraðra eigifremur að minna á heimili en sjúkrahússtofnanir. Klukkan 14:00 í dag verður hald- inn kynningarfundur fyrir eldri borgara í Kópavogi að Gjábakka, Fannborg 8. Fundurinn fjallar um nýjar áherslur og uppbyggingu hjúkrunaríbúða í Boðaþingi við Vatnsenda. Frummælendur verða Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri og Sveinn Skúlason forstjóri Hrafnistu. Bæjaryfirvöld hafa átt í viðræðum við stjórnendur Hrafnistu um upp- byggingu hjúkrunaríbúða fyrir aldr- aða í Kópavogi, en umræðurnar hafa m.a. leitt til úthlutunar á lóð til fé- lagsins undir margháttaða þjónustu við aldraða, en hönnun bygginga er þegar hafin. „Samkvæmt lögum um almanna- tryggingar og bætur honum tengdar, fær fólk sem býr á dvalar eða hjúkr- unarheimilum ekki að ráðstafa eigin lífeyri. Með þessu kemur íbúinn að- eins óbeint að greiðslu hluta eða alls vistkostnaðar, annars vegar með nið- urfellingu á lífeyri og hins vegar með greiðslu af öðrum tekjum ef þær eru fyrir hendi. Við teljum að með þessu sé vegið að sjálfræði einstaklingsins segir Aðalsteinn Sigfússon félags- málastjóri Kópavogs oghelduráfram ,Hinn aldraði einstaklingur hættir með þessu að sjá tekjur sínar, kostn- aðarvitund hans hverfur, ábyrgð er tekin af honum og þar sem heita má að viðkomandi hjúkrunarstofnun ,eigi“ manneskjuna og beri algerlega ábyrgð á henni er vissulega vegið að sjálfsvirðingu hennar. Bæjaryfirvöld í Kópavogi vilja fara aðrar leiðir. Við viljum að íbúar fái að halda sínum tekjum og hafa umsjón með þeim, en greiða svo ákveðna upphæð fyrir dvölina, til dæmis leigu, hita, raf- magn, mat og ýmsa þjónustu eins og þvott, hárgreiðslu, fótsnyrtingu o.s.frv. Með þessu móti verður hinn aldraði íbúi ekki vistmaður og getur haft áhrif á þá þjónustu sem honum stendur til boða.“ Heimili en ekki stofnun Bæjarfélagið vill leggja áherslu á félagslegt sjónarhorn umönnunar, fremur en læknisfræðilegt. Þau telja að hjúkrunaríbúðir þurfi að ein- kennast af heimilisanda fremur en sjúkrahúsanda. Veikist hinn aldraði fær hann tímabundna þjónustu á Aðalsteinn Sigfússon sérhæfðu sjúkrahúsi eins og aðrir en hjúkrunarheimilið, sem er vissulega heimili einstaklingsins, er sá staður sem hann hverfur til að sjúkrahús- dvöl lokinni. „í raun tekur umönnun aldraðra á íslandi mið af læknisfræðilegri um- önnun þar sem hinn aldraði er álit- inn sjúklingur í þörf fyrir sérhæfða meðferð. Það er því of rík tilhneiging Bim/Frikki til að álíta öldrun sjúkdóm fremur en eðlilegan framgang í lífsferlinu sem krefst fremur umönnunar en með- ferðar. Hugsanlega er ástæðan fyrir þessu sú að ríkið greiðir bæði fyrir sérhæfða sjúkrahúsvist og hjúkrun- arrými. Sveitarfélögin eru kröfuað- ilar um fleiri hjúkrunarrými, en bera ekki nema takmarkaðan hluta stofnkostnaðar og taka engan þátt í rekstri. Það má vel spyrja að þvi hvort ekki megi standa öðruvísi að þessu, þ.e. að sveitarfélög taki þessa þjónustu í sína ábyrgð og móti hana út frá eigin hugmyndum.“ Ábyrgð á einni hendi Aðalsteinn segir að mikilvægt sé að stofna til margbreytilegra úrræða fyrir aldraða. Til dæmis megi setja á fót dvalarheimili sem bæði séu heim- ilisleg og ódýr í rekstri miðað við önnur úrræði. „Einnig er mikilvægt að efla hvers konar heimaþjónustu, auka dagvistarrými og möguleika á hvíldarinnlögnum. Svo teljum við það þýðingarmikið að ábyrgð og yf- irstjórn í þjónustu við aldraða séu á einni hendi, en ekki eins og nú er, bæði á ábyrgð ríkis og sveitarfélaga,“ segir Aðalsteinn að lokum og bætir því við að það verði farið vandlega í saumana á þessum málum á fund- inum og hvetur um leið fólk á öllum aldri til að mæta, kynna sér málið og taka þátt í umræðum. Við verðum jú öll gömul einn daginn. margret@bladid.net Lækningarmáttur ímyndunaraflsins í dag mun Haukur Ingi Jónasson, sálgreinir, fyrirlesari og ráðgjafi kynna doktorsritgerð sína sem hann nefnir í landi lifanda Guðs - lœkningarmáttur tmyndunaraflsins og íslensk hefð. í málstofu Guðfræðistofnunar mun dr. Haukur Ingi Jónasson kynna ritgerð sína, ræða inntak hennar og velta vöngum yfir stöðu og framtíðar- möguleikum guðfræðin— í íslensku samfélagi. 9........................ Að endingu mun ég ræða um mikilvægi ímyndunar- aflsins í tilfinningu okkar og hugmyndum gagnvart því heilaga og um leið sýna fram á hvernig guðfræðin og kirkjan geta öðlast endurnýjað hlut- verk í því að byggja upp einstaklinga, skapa félags- auð og stuðla að farsæld „Á málstofunni mun ég skoða lækningarmátt ímyndunarafls- ins út frá líkani sem staðsetur ímyndunaraflið í huga okkar. Ég muneinnigræða lítillega vest- ræna sállækning- arhefð og sýna fram á hvernig ................. ímyndunaraflið leikur mikilvægt hlutverk í tengslum okkar við hið innra líf, annað fólk og allt það í umhverfinu sem er ekki mennskt, eins og til dæmis leikföng, vélar, náttúruna og fleira. Að endingu mun ég ræða um mikilvægi ................. ímyndunarafls- ins í tilfinningu okkar og hug- myndum gagn- vart því heilaga og um leið sýna fram á hvernig guðfræðin og kirkjan geta öðl- ast endurnýjað hlutverk í því að byggja upp ein- staklinga, skapa félagsauð og stuðlaaðfarsæld, segir Haukur og ........... heldur áfram. „Kirkjan er mið- stöð sem hefur mikla reynslu af því „Kirkjan er miðstöð sem hefur mikla reynslu af því að vinna með skapandi og uppbyggjandi hætti með mannlega tmyndun -ekki síst vegna þess að hún er er byggð utan um það sem er ekki sýni- legt heldur það sem við getum fyrst og fremst ímyndað okkur." að vinna með skapandi og uppbyggj- andi hætti með mannlega ímyndun - ekki síst vegna þess að hún er byggð utan um það sem er ekki sýnilegt heldur það sem við getum fyrst og fremst ímyndað okkur. Ef það er unnið með þetta á réttan hátt, er hægt að öðlast allt það sem ég minnist á að ofan, eða farsæld, heil- brigði og hamingju. Fyrst þurfum við að ímynda okkur hlutina og færa svo í kjölfarið afurðir hugans út í samfélagið og þannig tengist per- sónulegt heilbrigði um leið heilbrigði samfélagsins í heild,“ segir Haukur en hann hefur bæði starfað sem sjúkrahúsprestur í New York og á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Hann lauk doktorsprófi frá Union Theological Seminary í New York í desember s.l. og starfar nú sem sál- greinir, fyrirlesari og ráðgjafi og sem stundakennari við verkfræðideild Há- skóla Islands. Fyrirlesturinn verður í stofu V i að- albyggingu Háskóla íslands og hefst kl. 12.15. Hann er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. VoriAA/w ad fdo nýfar vörar frá/ VanOty faÁr Svartur hcddarí/frá/Vcmíty fctir Verð 4.990. Opnunartími Mán-fös 11-18 Lau 11-14 Hamraborg 7 Kópavogi Sími 544 4088 www.ynja.is Útsólustaöir: Esar Husavik Dalakjör Búðardal

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.