blaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 24
32 I MENNING MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2006 biaðið Innileg trúargleði Rossinis Kór Langholtskirkju flytur „Petite Messe solenelle“ eftir Gioachino Ross- ini (1792-1868) í Langholtskirkju á föstudagurinnlanga, 14. aprílkl. 16.00 og sunnudaginn 23. apríl 2006 kl. 16. Einsöngvarar eru Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir, Sesselja Kristjánsdóttir, Jónas Guðmundsson og Ágúst Ólafsson. Anna Guðný Guðmundsóttir leikur á pianó og Steingrímur Þórhallsson á harmonium. Stjórnandi er Jón Stef- ánsson. Petite Messe solenelle er eitt síðasta verk Rossinis og af mörgum talið eitt hans besta verk. Hinar miklu vinsældir verksins stafa af innilegri trúargleði og hrífandi glæsileik kórs- ins og einsöngskaflanna. Greinar • Viðtöl • Fræðsla • og margt fleira blaðiðbá. Auglýsendur, upplýsíngar veita: Kolbrún Ragnarsdóttir • Simi 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net Magnús Gauti Hauksson • Sími 510 3723 • Gsm 691 2209 • maggi@vbl.is Auglýsingar 510 3744 blaðidl ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR FRAMAÐ PASKUM Full búð af flottum vörum Glæsileg sófasett og frábært úrval af tekk borðstofuhúsgögnum. skenkar- stólar- borðstofuborð- sófar- hægindastólar- sófaborð smávara- skemlar- púðar- sjónvarpsskápar- skilrúm Heilsu hitapoki fylgir hverju seldu sófasetti Verið veikomin að Dalvegi 18 Gallerí Húsgögn Sími 554 5333 Opnunartími: Virka daga 11-18» Laugardaga 11-16» Sunnudaga 13-16 Síðasta höfuðsynd ellinnar Eftir að Rossini samdi síðustu óperu sína, Vilhjálm Tell árið 1829 settist hann í helgan stein, hætti að mestu að semja tónlist og helgaði sig hinu ljúfa lífi í París. Hann var frægur sælkeri og við hann er kenndur réttur sem enn í dag er á matseðli betri veitinga- húsa, Tournedo Rossini, turnbauti með trufflesveppum, gæsalifur og fleiru. En fimm árum fyrir dauða sinn samdi hann Petite Messe solen- elle og kallaði verkið „síðustu höfuð- synd elli sinnar“.Verkið er skrifað fyrir kór, fjóra einsöngvara, píanó og harmoníum. Ástæða þess að hann notaði ekki hljómsveit er sennilega sú að það var frumflutt í einkasam- kvæmi. Það fékk svo góðar viðtökur að tónlistargagnrýnandi einn sagði það skrifað af svo miklum eldmóði að þegar hann væri búinn að klæða það í hljómsveitarbúning myndi það bræða marmaraveggi dómkirkj- unnar. Sennilega hefur Rossini þó aldrei ætlað sér að klæða það í hljóm- sveitarbúning. Hann nýtir píanóið til Rossini.„Er þetta heilög tónlist eða vanhelg tónlist?" spurði hann í bréfi sem hann skrif- aði Guði. hins ítrasta og sérstaklega má nefna hina trúarlegu prelúdíu sem samin er í anda Bach. Hann útsetti þó verkið fyrir hljómsveit skömmu fyrir dauða sinn af ótta við að aðrir myndu gera það að honum látnum. BréftilGuðs Margt í verkinu ber merki óperutón- listarinnar svo sem hin fræga tenór- aría „Domine Deus“ en annars er verkið samið í kirkjulegum anda þó léttleikinn svífi oftast yfir vötnunum. Má nefna hinn undirleikslausa kór- þátt „Criste elison' sem saminn er í anda Palestrina og einnig tvöföldu kórfúgurnar „Cum Sancto Spiritum“ og „Et vitam“. Fræg eru orðin sem Rossini skrif- aði í lok handritsins lítið bréf til Guðs: „Kæri Guð. Hér er hún fullbúin, þessi fátæklega litla messa. Er þetta heilög tónlist eða vanhelg tónlist? Þú veist vel að mér var ætlað að semja gaman- óperur en það þarf ekki meira til en smá hæfileika og eitthvað smávegis frá hjartanu. Jæja, vertu blessaður og leyfðu mér nú að komast til himna." SU DOKU talnaþrautir 1 2 5 6 8 7 3 4 9 6 8 9 1 4 3 2 5 7 7 4 3 9 S 2 6 8 1 2 5 4 3 9 6 7 1 8 8 3 7 2 1 5 4 9 6 9 1 6 8 7 4 S 3 2 3 6 1 4 2 9 8 7 5 4 7 8 5 6 1 9 2 3 5 9 2 7 3 8 1 6 4 Lausn síðustu gátu Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1 -9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri linu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upþ eru gefnar. Gáta dagsins 1 8 4 2 7 9 7 3 8 6 2 9 1 3 4 5 7 5 2 3 9 1 7 1 8 4 3 5 5 7 1 2 SUDOKUSHOP»IS ©6610015 Sýnt á NASA við Austurvöll Mióvikudagur 12. apríl Laugardagur 15. apríl Miövikudagur 19. apríl Miöasala í síma 575 1550, verslunum Skífunnar og www.midi.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.