blaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 18
■26 \ VIOTAL
MÁNUDAGUR íp.^APRÍL, 2006 , blaðið
Dulin ádeila í íslensku gríni
Um vandrœðalegar þagnir, kjánalegar aðstœður og asnalegtfólk í Sigtinu.
Undanfarin fimmtudagskvöld
hafa nýstárlegir grínþættir, Sigtið,
verið sýndir á Skjá einum við
góðar viðtökur. Þetta þykir saga
til næsta bæjar því það er ekki á
hverjum degi sem nýjar grín-
stefnur, ef svo mætti kalla, eru
kynntar til sögunnar í íslensku
sjónvarpi. Margrét Hugrún Gúst-
avsdóttir blaðamaður kom að
máli við aðstandendur þáttanna,
leikstjórann Ragnar Hansson og
Ieikarana Friðrik Friðriksson
og Halldór Gylfason, en Gunnar
Hansson sem leikur Frímann,
komst ekki með þar sem hann var
á æfingu í Borgarleikhúsinu.
í þáttunum fylgjast áhorfendur með
sjónvarpsmanninum Frímanni
Gunnarssyni taka á ýmsum málum
úr mannlífinu með misgóðum ár-
angri. Frímann þessi er á allan hátt
afleitur sjónvarpsmaður, spurningar
hans oftar en ekki smekklausar og
ónærgætnar og útkoman eftir því.
Það má segja að aðal skemmtunin í
Sigtinu sé að horfa á fólk í vandræða-
legum aðstæðum reyna á vandræða-
legan hátt að koma sér útúr
vandræðalegum samskiptum
með vandræðalegum árangri.
Upphafið að framleiðslu þátt-
anna var á þann veg að leikararnir
þrír gerðu nokkrar prufur sem þeir
sýndu mönnum á Skjá einum. Við-
brögðin voru góð og í kjölfarið veitti
stöðin þeim fjármagn til að þróa
þættina áfram.
„Við byrjuðum á að gera einn þátt
þar sem fram komu þrjár ólikar
tegundir af gríni en uppúr stóð Frí-
mann Gunnarsson. Stílinn var líka
eitthvað sem við vildum vinna meira
með en það er svokallaður „mocku-
mentary“ stíll. Það sem okkur finnst
skemmtilegt við þennan „mocku-
mentary" stfl, eða „háðildarmyndá'
stíl eins og einhver íslenskaði þetta,
er hversu látlaus sá húmor er. Það
er ekki alltaf augljóst hvort verið sé
grínast eða ekki og yfirleitt eru hin
svoköllu „punch line“ bara klippt
út, en það eru andartökin þegar ætl-
ast er til þess að áhorfendur skelli
uppúr,“ segir Ragnar Hansson leik-
stjóri og bætir því við að stundum
hafi fólk þurft að horfa á nokkra
þætti eða sama þáttinn tvisvar áður
en það vandist gríninu og fór að finn-
ast það virkilega fyndið.
„Okkur finnst þessi vandræðalegi
lágstemmdi húmor, þar sem grínið
felst frekar í augngotum og litlum
hreyfingum vera skemmtilegri en
hefðbundnir „sketsar" þar sem allt
grín er voðalega augljóst. Svona
,Núna á að hlæja“. Stundum getur
verið nóg að spila saman undar-
legum persónum og það leiðir af sér
útkomu sem verður oft fyndin og
vandræðaleg í senn,“ segir Friðrik.
Strákarnir segja enga sérstaka
fyrirmynd vera að þáttunum en
áhrifavaldarnir munu vera margir.
Halldór minnist á Alan Partridge
þættina með Steve Coogan, þar sem
aulalegur sjónvarpsmaður stjórnar
þætti sem hann kallar - Knowing
me, knowing you, eftir Abba laginu.
En það eru ekki bara erlendir grín-
arar sem hafa áhrif.
„Þorvaldur Þorsteinsson hefur líka
haft mikil áhrif á það hvernig ég sé
þetta allt saman. Eg hef leikið í leik-
ritum eftir hann og það hefur veitt
mér mikinn innblástur. Mér finnst
til dæmis sérstaklega gaman að
því hvernig hann skrifar og fjallar
um fólk og hvernig hann mótar orð-
færi karaktera sinna,“ segir Halldór
Gylfason.
Ekkert niðurneglt
Leikararnir hafa allir góða reynslu
af spunaleik sem nýtist þeim vel í
Btatmm
Strákarnir í Sigtinu gera grín að viðkvæmum málum og vandræðalegum aðstæðum. Gunnar Hansson og leikstjórinn Ragnar Hansson (bræður), Halldór Gylfason og Friðrik Friðriks-
son mættu hressir í viðtal við Blaðið „til þess að kveða niður kjaftasögurnar."
Sigtinu, en þar er textinn sjaldan
niðurnegldur og sumir karakterar
spretta fram án þess að það sé fyr-
irfram búið að skrifa þá niður eða
skipuleggja „fæðingu“ þeirra.
„Vinnuferlið er eitthvað á þá leið að
við leikararnir hittumst og byrjum
að ræða einhver meginþemu. Svo
leitum við að sögum og línum sem
geta gengið í gegnum þáttinn. I
kjölfarið tekur Ragnar þetta efni og
skrifar grind utan um það sem við
spinnum síðan með á æfingum. Þar
prófum við karakterana áfram svo
að úr verði senur en textinn verður
svo til á staðnum," segir Friðrik.
Halldór tekur við „Við ákveðum
alltaf hvaða senu við ætlum að taka
upp og hvað gerist í henni. Fyrir-
fram erum við svo búnir að æfa per-
sónurnar en hvernig þetta akkúrat
verður á meðan upptakan er í gangi
er ekki alltaf alveg ljóst. Það má
segja að við vitum hvert við erum
að fara og hvað við ætlum að segja,
en það er ekki alveg ákveðið hvernig
við segjum það.“
Þegar maður horfir áþœttina er
ekki laust við að manni detti íhug
að margar þekktar persónur séu
fyrirmyndir viðfangsefna ykkar í
þœttinum. Til
dæmis eru fón
Ársœll og Frí-
mann Gunn-
arsson ekki al-
veg óskyldir?
„Þegar við
vorumaðkynna
þættina þá
minntumst við
oft á þættirnir
væru svolítið
svipaðir Sjálf-
stæðu Fólki, þáttum Jóns Ársæls. En
samt er þetta ekkert endilega bara
sá þáttur. Það má alveg eins líkja Þor-
steini Joð, Sigmundi Erni og öðrum
sjónvarpsmönnum við Frímann.
Hann á sér margar fyrirmyndir í ís-
lenskum sjónvarpsmönnum,“ segir
Ragnar og skellir uppúr.
Ailir eru með einhverskonar áráttu
I einum þættinum tekur Frímann
viðtal við geðlækni og sjúklinga
hans. Einn þeirra er haldin áráttu
og þráhyggjuröskun sem lýsir sér
þannig að hann hefur óstjórlega
þörf til að snerta fólk, annar er „bess-
ervisser“ og sá þriðji getur ekki hætt
að ljúga.
Leggið þið mikla undirbúnings-
vinnu í að kynna ykkur málin
áður en þið farið af stað með að
gera sögurnar?
„Jú, vissulega kannar maður
þetta eitthvað, en það er samt ekki
til neinn sjúkdómur sem heitir að
vera besservisser þó að áráttu og
þrjáhyggjuröskun sé til,“ segir Hall-
dór og Ragnar skýtur því inn að
besservisserar séu vissulega með
þráhyggju.
„Já, það eru allir með einhvers-
konar áráttur og þráhyggjur þó
þeir vilji kannski ekki endilega við-
urkenna þær eða horfast í augu við
þær. Ég lék þarna manninn sem
getur ekki sleppt því að snerta fólk
og fyrirmyndina hef ég af manni
sem ég kannast við sem er svona.
Það er til fólk sem er svona en við
göngum bara miklu lengra með
þetta og ýkjum það upp. Eins og
með karakterinn sem lýgur. Það eru
margir sem ljúga, en þessi laug bara
öllu sem hann sagði," segir Halldór.
Það er ekki laust við að hægt sé
að finna margar samsvaranir úr
þjóðfélaginu í karakterum þáttanna.
Til dæmis fjallaði einn þátturinn
um listamann og bróður hans sem
var tónlistarmaður (Bubbi og Tolli).
Síðasti þáttur fjallaði um handrukk-
ara og sá sem verður næst á dagskrá
fjallar um tvo menn sem eru með
„lífsstíls stúdíó".
Hvernig erþað, eruðþið aðgagn-
rýna samfélagið með þessu eða er
þetta á einhvern hátt ádeila?
„Ef ádeila kemst til skila líka þá
finnst okkur það alveg frábært. Við
fengum einmitt hugmyndina að
þessu með lífsstílsþáttinn út frá því
hvað svona hlutir eru orðnir mikið
atriði í dag. Ég er þeirrar skoðunar
að fólk eins og Vala Matt og þættir
hennar séu búnir að breyta gildis-
mati heillar kynslóðar á íslandi. Hér
áður fyrr þótti gott ef fólk hafði tök
á að kaupa sér íbúð, en í dag þarf
að moka öllu út, kaupa svo nýjar
innréttingar og allt hitt frá grunni í
einhverjum rosalegum stíl og þetta
er stíll sem er kynntur í sjónvarp-
inu. Að sjálfssögðu erum við samt
ekki að leika Völu Matt sem slíka.
Við göngum vissulega lengra,“ segir
Halldór og kímir.
Ragnar tekur undir að þættirnir
innihaldi einhverja ádeilu þó hún sé
ekki markviss sem slík. „Vissulega
er þetta
einhver
s p e g i 11
þó að við
séumekki
farnir út í
p ó 1 i t í k
eða land-
búnaðar-
stefnuna.
Þetta er
ekki með-
vituð pa-
ródía ef svo mætti að orði komast,
heldur eru þetta bara karakterar
sem við búum til og þeir eru byggðir
á því sem er að gerast í samtímanum
og allsstaðar í kringum okkur,“ segir
Ragnar en bendir á að handrukkara
átturinn sé eina undantekningin.
honum er nefinlega atriði sem við
byggjum beint á einhverju sem hefur
gerst í raunveruleikanum og það
ætti ekki að fara framhjá neinum."
Lægri siðferðisþröskuldur
Við tölum aðeins um hvernig grín-
menning breytist í áranna rás, það
sem þótt fyndið fyrir þrjátíu árum
kreistir varla fram bros í dag og
hlutir sem þykja fyndnir og skemmti-
legir núna eru oft svo öfgafullir að
engum hefði íeyfst að segja þá opin-
berlega árið 1975.
„Ég var einmitt á leikriti eftir
Hugleik Dagsson um daginn og
fór að velta þessu fyrir mér. Svona
hefði ekki þótt áhorfsvænt fyrir ein-
hverjum árum síðan en þykir í lagi
í dag. Það er búið að færa siðferðis-
þröskuldinn neðar. Sjáið t.d. Silvíu
Nótt, Southpark og fleira," segir
Friðrik.
Ragnar tekur undir orð Friðriks.
„Ég hef líka alltaf horft mikið á Simp-
sons og Family guy og í dag finnast
mér Simpsons bara hættir að vera
fyndnir en Family guy vinnur stöð-
ugt á enda er það mjög ónærgætinn
og grófur húmor. Það er eins og
maður þurfi einhvernvegin meiri
örvun."
„Það er allt í lagi að daðra við
þessa línu sem sker úr um hvað má
og hvað ekki, svo lengi sem það er
gert í þeim tilgangi að það eigi að
vera skemmtilegt og það liggi eitt-
hvað meira á bak við eins og ádeila
eða annað. Þegar öfgarnar ganga
bara út á að hreyta einhverju út úr
sér og vera með dónaskap, þá hefur
það einhvernveginn engann tilgang
og missir marks,“ segir Friðrik og
tekur dæmi um sjónvarpsþætti þar
sem fólk er að meiða sig eða glenna
á óspennandi máta.
Aðspurðir hvort þá langi til að
gera aðra seríu segja þeir allir svo
vera en bæta svo einróma við að
framtíðarplön þeirra séu töluvert
metnaðarfyllri.
„Það er draumur okkar að á ösku-
degi að ári verði borgin full af þús-
undum drengja í gervi Frímanns
Gunnarssonar!"
Það eru allir með eirthversskonar áráttur og þrá-
hyggjur þó þeir vilji kannski ekki endilega viðurkenna
þær eða horfast í augu við þær. Ég lék manninn sem
getur ekki sleppt því að snerta fólk og fyrirmyndina
hefég afmanni sem ég kannast við sem er svona.