blaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 19

blaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 19
blaðið MÁNUDÁGUR 10. APRÍL 2006 .TBTffytr HEXLSA Blaöiö/lngó Ekki láta steituna fara með þig Jon Kabat-Zinn hefur selt yfir 400 þúsund eintök af bókinni Full Cata- strophe living sem inniheldur góð ráð til að bregðast við streitu, sárs- auka og sjúkdómum með því að nota hugleiðslu. Jon hefur einnig gefið út slökunardiska sem byggja á hugleiðslu. í bókinni Full Catastrophe living er fjallað um leiðir til að losna við streitu og sársauka hvort sem hann er líkamlegs- eða tilfinningalegs eðlis. 1 bókinni er einnig farið í það hvernig á að vinna með ótta, kvíða og svefnvandamál. Mannleg samskipti geta verið streituvaldur 1 bókinni er sagt frá því að sam- skipti við annað fólk geti verið stór streituvaldur í lífi margra. Yfirmað- urinn, vinirnir, makinn og aðrir í kringum okkur gera kröfur til tíma okkar og sumir gera ekki það sem við ætlumst til af þeim sem getur valdið okkur vonbrigðum. Sumir reyna að forðast þá sem valda streit- unni en það getur verið erfitt því oftar en ekki er þetta fólk sem er okkur nákomið og við umgöngumst reglulega. Punktar um samskipti • I samskiptum sem einkennast Iaf togstreitu er mikilvægt að við berum ábyrgð á okkar hluta í deilunum og berum ábyrgð á skynjun okkar, hugsunum, til- finningum og hegðun. • Það er einstaklingsbundið hvernig fólk bregst við erfið- leikum í samskiptum, sumir takast á við óöryggi með því að æsa sig upp og lenda í deilum við aðra og sýna viðkomandi yfirgang. • Þegar fólk sér aðeins eigin til- finningar og sjónarmið í sam- skiptum við aðra er erfitt að hafa eðlileg samskipti við það. • Þegar fólki finnst að því vegið hafa sumir tilhneygingu til að fá ráðleggingar hjá fólki sem sér hlutina í okkar ljósi. Það er hinsvegar staðreynd að með því að sjá hlutina út frá sjónar- hóli hins aðilans víkkar sjónar- horn okkar og nýir möguleikar koma í ljós. • Ef fólk missir ekki stjórn á sér í samskiptum fara samskiptin að minna á dans þar sem báðir aðilar geta komið sínum sjónar- miðum á framfæri. Gott rád við hælsæri Það getur verið býsna óþægilegt að fá hælsæri. Sérstaklega ef maður er staddur úr alfaraleið og á ekki kost á að komast í apótekið. f nýjasta hefti Útiveru er hægt að lesa um gott ráð við þessu hvimleiða vanda- máli. Ráðið felst í því að taka hvíta Ifrauðplastið sem oft fylgir ef keyptir eru margir geisla-eða DVD diskar í einu. Frauðplastið er með litlu gati i miðjunni og felst lausnin í því að gatið er sett yfir auma húðsvæðið og frauðhringurinn er siðan límdur niður á með heftiplástri. Estrógen varnar elliglöpum Brottnám eggjaleiðara stóreykur hœttuna á hrörnunarsjúkdómum samkvæmt nýrri rannsókn. Bandarisk rannsókn sem tók til 2500 kvenna bendir til þess að þær konur sem misst hafa eggjaleiðara búi við aukna hættu á andlegum heilsu- bresti. Rannsóknarteymi frá Mayo rannsóknarstofnuninni í Minnesota telur að ástæður þessa megi rekja til kvenhormónsins estrógen sem gæti átt stóran þátt í að draga úr öldrun- areinkennum og að konur sem eru í aukinni hættu á að þróa með sér krabbamein í eggjaleiðurum geti verið erfðafræðilega líklegri til þess að þróa með sér hrörnunarsjúkdóm á borð við elliglöp. Yngri konur - aukin áhætta kvenna sem eggjaleiðararnir höfðu Um helmingur kvennanna _________ ekki verið fjarlægðir sem rannsak-____________——" 1 úr. Almennt jukust aðar voru f 1 líkur á hrörnunar- höfðu misst 1 1 sjúkdómum um 40% annan eggja- 1 1 hjáþeimkonumsem leiðarann á \ \ misst höfðu annan tímabilinu frá 1 1 eða báða eggjaleið- 1950 til 1987 en 1 1 ara. Eftir því sem hinn helmingur- \ \ konur misstu eggja- inn hafði misst \ 1 \ leiðara fyrr því báðaeggjaleiðara \ ' \ meiri var hættan á sama tímabili. 1 \ á hrörnunarsjúk- Þessir tveir hópar 1 - __________J dómum. Hjá þeim voru svo bornir |_________________— konum sem misst saman við hóp höfðu báða eggjaleiðara fyrir 46 ára aldurinn jukust líkur á hrörn- unarsjúkdómum um 70% og hjá þeim sem misst höfðu annan eggja- leiðara fyrir 38 ára aldurinn jukust likurnar á hrörnunarsjúkdómum um 260%. Dr. Walter Rocca, sem stýrði rannsókninni, segir að nið- urstöður hennar setji aðgerðir þar sem eggjaleiðarar eru fjarlægðir úr konum vegna hættu á krabbameini í nýtt samhengi. Fyrri rannsóknir Dr. Rocca á brottnámi eggjaleiðara hafa sýnt fylgni við aukna hættu á Parkin- sonssjúkdómi en vísindamenn hafa lengi talið að í estrógeni felist vörn gegn hrörnunarsjúkdómum. S Bílavarahlutir THUI SWEDEN Ferðabox Bilavararimtir SMIÐJUVEGI 68 KÖP. • SlMI 520 8004 BlLDSHÖFÐA 16 RVlK. • SlMI 520 8005 EYRARVEGI 29 SELF. • SlMI 520 8006 www.stilling.is AÐALNUMER • SÍMI 520 8000 SKEIFUNNI 11 RVlK. • SlMI 520 8001 DRAUPNISGATA 1 AK • SlMI 520 8002 DALSHRAUNI 13 HFN. • SlMl 520 8003

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.