blaðið - 10.04.2006, Page 8
24 l! MATUR
MÁNUDAGUR lOíAPRÍL 2006 MaöiA
Matgœðingurinn spurður
Hœfilegan skammt af ást í réttinn
Þorbjörg Hafsteinsdóttir hefur
vakið athygli landsmanna eftir að
þátturinn Heil og sæl hóf göngu
sina á Skjá einum. Þar leggur hún
áhorfendum línurnar varðandi mat-
argerð ásamt manni sínum, Oscari
Umahro Cadogan, en saman fara
þau í gegnum 10 grunnreglur í mata-
ræði sem geta leitt til stórbættrar
heilsu og aukinnar orku.
Þorbjörg, sem er hjúkrunarfræð-
ingur og næringarþerapisti d.e.t. að
mennt, féllst á að svara nokkrum
spurningum um eigið mataræði og
það sem er í hennar mesta uppáhaldi.
Annars er hægt að fræðast meira um
boðskap Þorbjargar á heimasíðunni
www.rogrunnreglur.co
Hver erþinn uppáhaldsmatur?
Fiskur, sérstaklega steinbítur,
sjólax, lúða eða skötuselur sem er
matreiddur eins blíðlega og hægt
er - gjarnan hrár en helst gufusoð-
inn með nýju grænmeti, sætum
kartöflum og pesto frá La Selva. Svo
má einnig nefna nautakjötsvöðva
eða lambakjöt í Römertopf leirpotti
kryddað með negulnöglum og allra-
handana, kanel, hvítlauk, salti og
pipar. Rauðlaukur í botninum og
vatn nægilegt til að hylja laukana.
Er í ofninum i 4 klst og þvílikt kjöt
og bragð! Grænmeti með t.d. gufu-
soðnu broccoli, rúsínur, eplabitar,
möndluflögur í hreinu jógurti. Ein-
falt, fljótlegt og gott, gott, gott!
Versti matur sem þú hefur
smakkað?
Sem betur fer tekst mér oftast að
sniðganga vondan mat, en neyðin
hefur einstaka sinnum rekið mig
inn á veitingahús þar sem borinn
er hryllingur fram, t.d. kjúklinga-
vængir sem er búið að djúpsteikja í
sömu olíunni 150 sinnum eða græn-
metisréttir sem eru gömul klístruð
hrisgrjón mótuð sem buff og tóm-
atar með þúsundeyjasósu út á. En
mér hefur sjálfri tekist að búa til
mjög bragðvondan mat sem getur
gerst þegar ég er í tilraunaeldhús-
inu og þróa uppskriftir. Þar fæðast
stundum réttir sem ekki lifa lengi!
Er eitthvað sem þú borðar aldrei?
Ruslfæði og matvæli sem eru með
viðbættum sykri og/eða gervisykri
og unnum jurtaolíum! Ég borða
næstum aldrei pasta og ég sniðgeng
hestakjöt og hvalkjöt. Ekki endilega
af þvi að það er slæmur matur - það
er bara ég.
Hvaða eftirrétt kýstu helst?
Ávaxtasalat er uppáhaldið. Það
þarf ekkert að hafa fyrir því að laga
flókna eftirrétti fyrir mig. Góða
osta, t.d. parmaggio, gorgon zola,
geitarost t.d. manchego, maddona,
nokkrar döðlur, rúghrökkbrauð og
glas af góðu rauðvíni er toppurinn.
Og svo ávextirnir á eftir.
Uppáhaldshráefni í matargerð?
Steinbítur og lúða, lífrænar sí-
trónur þvi ég nota börkinn líka.
Eins klettasalat, íslenskt bankabygg,
þurrkaðir cherry tómatar í extra
virgin ólífuolíu frá La Selva, ban-
anar, bláber, hörfræolía o.fl.
Uppáhaldskryddjurt eða krydd?
Kanell, kóriander, hvítlaukur, járn-
jurt, blóðberg, og svo eru Sonnentor
kryddin í uppáhaldi. Og svo er það
hann Umahro minn! Hmm!
Eru einhverjir veitingastaðir í
uppáhaldi?
Ég á mína uppáhaldsstaði út um
allan heim; í Kaupmannahöfn, í
Róm og í Toscana, í Marrakech, í
Rabat, í London, í Vancouver og fl.
í Reykjavík fer ég ekki nóg út að
borða en maturinn hennar mömmu
á Tjarnargötu er í miklu uppáhaldi
og svo er indverski staðurinn á
Hverfisgötunni frábær.
Hvað eldarðu þegar þú vilt elda
eitthvað létt ogþægilegt?
Ef ég kem seint heim og allir
svangir elda ég eitthvað mjög fljót-
legt. Ég tek fram Fissler gufu-wok-
pottinn okkar og skelli honum á
gasið með kókosolíu ofan í. Svo tek
ég wok -grænmetið fram sem er
beint úr pokanum frá Himneskri
hollustu og svisa í olíunni snöggt,
bæti síðan rækjum út í og sítrónu-
safa og -berki, steinselju.
Geturðu nefnt einhverjar mat-
reiðslubœkur sem þú notar
mikið?
Kille Enna, vinkona okkar er
frábær kokkur og hefur skrifað
frábærar matreiðslubækur. Ann-
ars skoða ég mest myndir og er-
lend matreiðslutímarit og heim-
sæki veitingarhús og markaði í
öðrum löndum til að fá innblástur.
Hvað þarfhelst að hafa í huga við
matargerð?
Að hráefnið sé ferskt og af góðum
gæðum, að nota eldunaraðferðir
sem ekki drepa matinn og gera
hann óætan, og að setja hæfi-
legan skammt af ást í réttinn þá
klikkar þetta ekki!
Borðarðu eitthvað sælgæti?
Já, en ekki það sem þið kannski
eigið við. Égborða rúghrökkbrauð
með sykurlausri bláberjasultu,
sem mér finnst algjört sælgæti.
Ég borða Lara Bar úr þurrkuðum
ávöxtum, hnetum og möndlum,
ég fæ mér popp í bíó, og einstaka
sinnum 75-80% sterkt súkkulaði.
Þú sérð mig hinsvegar aldrei borða
bland í poka eða álíka litasprengju,
því mér þykir það hreinlega ógeðs-
legt! Ekki að ég álíti mig fanatíska,
en ef gæðameðvitund er það sama
þ á er ég það sennilega og
lifi góðu lífi með
því.
%
FUNHEITAR EÐA SVALAR í veísCuna