blaðið - 24.04.2006, Side 22
30 I ÍPRÓTTIR
MÁNUDAGURINN 24. APRÍL 2006 blaöið
Reuters
íranir
tilbúnirí
slaginn
(ranir standa í ströngu á flestum sviðum
þessa dagana. Þeir eiga ekki eingöngu
við umheiminn á sviði alþjóðamála
heldur munu þeir einnig taka þátt á HM
í knattspyrnu. Um helgina voru nýjar
keppnistreyjur landsliðs þeirra í knatt-
spyrnu kynntar. Eins og sést á myndinni
var landsliðsþjálfarinn, Branco Ivankovic,
og aðstoðarmaður hans, Sharokri,
ánægðir með nýju treyjuna. (ranir leika
í D-riðli á HM í Þýskalandi í júní í sumar.
Riðillinn er spennandi en (ranir etja
kappi við Portúgali, Angóla og Mexíkóa.
íslenska liðið
stefnir á gull
Heimsmeistaramót3. deildarkarla í íshokkí
hefst í dag, mánudag í Skautahöllinni.
Heimsmeistarakeppni 3. deildar
karla í íshokkíi 2006 fer fram í
Skautahöllinni í Laugardal frá 24. til
29. apríl. Þátttökuþjóðir utan íslands
eru Armenía, írland, Lúxemborg og
Tyrkland. Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir, menntamálaráðherra, setur
mótið formlega á mánudagskvöldið
kl. 19:45 að viðstöddum heiðursgest-
unum Miroslav Subrt, æviforseta Al-
þjóða íshokkísambandsins, Ellerti B.
Schram forseta ÍSÍ, Stefáni Konráðs-
syni, framkvæmdastjóra ÍSl, Ólafi G.
Einarssyni, fyrrum menntamálaráð-
herra, fulltrúum fjölmargra styrkt-
araðila Íshokkísambands Islands og
fleiri gestum. Fyrsti leikur íslenska
liðsins fer fram að mótssetningu lok-
inni þegar íslenska liðið tekst á við
liðið frá Lúxemborg.
Það er spennandi vika sem bíður
áhugamönnum um íshokkí en leiknir
verða alls 10 leikir frá mánudegi til
laugardags. Þetta er í 8. sinn sem ÍHÍ
teflir fram landsliði í fullorðinsflokki
og í þriðja sinn sem heimsmeistara-
keppnin er haldin hér á íslandi. Vorið
2004 lék liðið á heimavelli og vann sig
upp í 2. deild. Á síðasta ári var haldið
til Belgrade í Serbíu og Svartfjalla-
landi þar sem liðið féll hins vegar
aftur í 3. deild. I ár er íslenska liðið
hins vegar ákveðið í að vinna mótið
og endurheimta sætið í 2. deild.
Óvenjuungt lið
Stemmningin er mjög góð í íslenska
liðinu og leikmennirnir eru í góðu
formi þessa dagana. Liðið hefur verið
að ganga í gegnum endurnýjun og
er meðalaldur mjög lágur miðað við
önnur landslið. Þeir ungu leikmenn
sem eru í liðinu núna hafa æft vel
og lengi, þeir hafa góðan leikskiln-
ing, mikið þol og tækni. I liðinu eru
einnig reynsluboltar með marga leiki
að baki eins og varnarmaðurinn Ing-
var Þór Jónsson og sóknarmennirnir
Jónas Breki Magnússon og Rúnar
Rúnarsson sem eiga allir yfir 30 lands-
leiki að baki. Tveir atvinnumenn eru
í liðinu, þeir Jón Gíslason og Daníel
Eriksson sem léku með Nordic Vik-
ings í Asíu-deildinni sl. vetur.
Strákarnir stefna á að vinna þetta
mót. Þeir telja sig eiga mikla mögu-
leika á því og þar með færast upp í
aðra deild. Aðalþjálfari landsliðsins
Ed Maggiacomo er einnig mjög bjart-
sýnn á að liðið nái gulli. Hann segir
það hafa gefið liðinu meiri breidd
að hafa fengið leikmenn sem spila
erlendis með í liðið og segir íslenska
liðið hiklaust eiga heima í 2. deild.
LENGJAINI
LEIKIR DAGSINS
Spilaðu á næsta sölustað eða á (engjan.is
Djurgárden - Gautaborg 1,75 2,80 3,15
Helsingborg - AIK 1,80 2,80 3,00
Örgryte - Gefle 1,95 2,70 2,75
Start - Brann 1,80 2,80 3,00
Greuther Fiirth - Energie Cottbus 1,85 2,75 2,90
Amiens - Sedan 2,45 2,60 2,20
Fulham - Wigan 1,85 2,75 2,90
Academica Coimbra - Braga 2,20 2,60 2,45
Reuters
Rafael Benitez kaus að vera með bindi í undanúrslitaleiknum, en Jose Mourinho kaus
hins vegar að vera með trefil.
Íberískt orðaskak í
kjölfar undanúrslitaleiks
Jose Mourinho, hinn portúgalski
knattspyrnustjóri Chelsea, tók
ósigri liðsins gegn Liverpool í und-
anúrslitum bikarsins með miklu
jafnaðargeði þrátt fyrir að draumur
hans um að sigra bæði bikar og deild
yrði að engu.
Hann sagði við blaðamenn eftir
leikinn að þrátt fyrir úrslitin væri
Chelsea mun betra lið og benti á að
í tíu rimmum liðanna síðustu tvö
árin hefði Liverpool aðeins unnið
tvisvar. „Þeir eiga ekki möguleika
í okkur yfir heilt keppnistímabil,“
sagði hinn geðþekki knattspyrnu-
stjóri og benti á að samanlagt for-
skot Chelsea á Liverpool yfir tvö
síðustu keppnistímabil væru 45
stig. „Betra liðið vann ekki leikinn.
Það var jafnt á með liðunum í fyrri
hálfleik. Liverpool byrjaði ágætlega
í seinni hálfleik en við stjórnuðum
leiknum algjörlega síðustu þrjátíu
mínúturnar,“ sagði Mourinho og
kenndi tapinu um að leikmenn
hans hefðu ekki nýtt færin sín og
að Liverpool hefði verið heppið með
dómgæslu. „Það er ekki hægt að
sleppa að nýta færin gegn liði sem
leikur svo varnarsinnaðan leik,“
sagði hann ennfremur og sagði á
sinn kaldhæðna hátt að hann von-
aði að Liverpool myndi ganga vel í
undankeppni Meistaradeildarinnar
á næsta tímabili.
Rafael Benitez, hinn spænski
knattspyrnustjóri Liverpool, sagði
blaðamönnum eftir leikinn að Mo-
urinho hefði ekki viljað taka í hönd-
ina á sér eftir leikinn. „Hann sá mig
fagna með stuðningsmönnum okkar
og ég ætlaði að þakka honum fyrir
leikinn en hann hafði greinilega
engan áhuga á því,“ sagði Benitez
eftir leikinn og bætti við að þrátt
fyrir að Chelsea hefði marga dýra
leikmenn í herbúðum sínum mátti
það lítils gegn liðsanda í Liverpool.
.Leikmenn mínir voru frábærir og
það að komast í úrslitaleik bikarsins
er frábært afrek.“
VINNUVÉLANÁMSKEIÐ
NÁMSKEIÐ VIKULEGA
vidur.is
Harðviðurtil húsbygginga. Vatnsklæðning, panill,
pallaefni, parket o.fl.o.fl.Gæði á góðu verði
Uppl. hjá Magnúsi (síma 660 0230 og 561 1122
Skeytin inn
Bryan Robson, knatt-
spyrnustjóri West Brom-
wich Albion og fyrrum
fyrirliði enska landsliðsins í
knattspyrnu, gagnrýnir í nýrri
sjálfsævisögu sinni gulldreng-
inn David Beckham. Robson
segir engan veginn við hæfi
að Beckham sé fyrirliði enska
landsliðsins. Robson segir að
Beckham hafi ekki sömu leið-
togahæfileikana og John Terry,
fyrirliði Chelsea, og Steven
Gerrard, fyrirliði Liverpool, og
skorti grimmdina sem er nauð-
synleg í fari sannra leiðtoga.
Robson telur væntingar Eng-
lendinga fyrir HM í Þýskalandi
vera fullmiklar en segir þó
að núverandi lið sé það besta
sem England hefur teflt fram
síðan 1990 og geti hugsanlega
farið alla leið og unnið mótið.
Meira um enska
landsliðið. Gareth
Southgate, fyrrum
landsliðsmaður og núverandi
varnarjaxl Middlesbrough, telur
að knattspyrnustjóri sinn, Steve
McClaren, ekki vera reiðubúinn
til þess að axla þá ábyrgð sem
felst í starfi landsliðsþjálfara.
McClaren er einn þeirra sem
kemur til greina sem arftaki
Sven-Göran Eriksons eftir
HM í sumar. Southgate segir
McClaren vera góðan knatt-
spyrnustjóra en hann þurfi
meiri reynslu áður en hann
taki að sér landsliðsþjálfun.
Southgate segir að þrátt fyrir
að hjartað segi honum að næsti
landsliðsþjálfari ætti að vera
Englendingur segi skynsemin
honum að gáfulegast væri að fá
Arsene Wenger, hinn franska
knattspyrnustjóra Arsenal í
starfið.
Allir virð-
ast hafa
sterkar
skoðanir á því
hver eigi að verða
næsti landsliðs-
þjálfari Englend-
inga. Brasilíski
landsliðsmaðurinn Juninho,
sem hefur leikið undir stjórn
McClaren hjá Middlesbrough,
segir landa sinn Filipe Scolari,
landsliðsþjálfara Portúgals,
vera rétta manninn í starfið.
Scolari hefur lýst yfir áhuga
sínum á starfinu en enska knatt-
spyrnusambandið er staðráðið
í því að næsti landsliðsþjálfari
verði af bresku bergi brotinn.
Hinir fjölmörgu aðdá-
endur ísraelska knatt-
spyrnuliðsins Maccabi
Haifa á Islandi fögnuðu grimmt
um helgina en þá tryggði liðið
sér titilinn í ísraelsku deildinni.
Maccaba Haifa hefur mikla yf-
irburði í ísraelskri knattspyrnu
og hefur
unnið
deildina
fimm
sinnum
síðustu
sex
keppnis-
tímabil.