blaðið - 24.04.2006, Qupperneq 24
32 I MENNING
MÁNUDAGUR 24. APRÍL 2006 blaöiö
Hulda Hákon
í Kína
Listakonan Hulda Hákon býr þessa
dagana í Kína, nánar tiltekið í Xia-
men, þar sem hún vinnur að úti-
listaverki sem sett verður upp í Finn-
landi. Þetta er ekki fyrsta verkið
sem Hulda vinnur í Kína því hún
kom þar fyrst árið 2004 ásamt eigin-
manni sínum Jóni Óskari. „Ég hefði
örugglega ekki farið aftur alla leið til
Kína til að vinna nema vegna þess
að ég kynntist landinu aðeins í fyrri
ferðinni og þá aðallega í gegnum
Chinese European Art Center, sem
er miðstöð í Xiamen sem vinnur að
því að auka samskipti Kína og Evr-
ópu á menningarsviðinu. Þá lét ég
Verkið sem Hulda Hákon er að vinna að er útilistarverk sem sett verður upp í Finnlandi.
Hulda Hákon. Hún dveiur í Kína og vinnur að iist sinni.
steypa verk fyrir mig í brons og vinn
nú með sömu aðilum og þá. I fyrri
ferðinni var ég í mun verndaðra
umhverfi en nú og umkringd ensku-
mælandi Kínverjum," sagði Hulda
Hákon þegar blaðamaður hafði sam-
band við hana. Þegar hún er spurð af
hverju Finnar hafi valið hana til að
gera útilistarverk segir hún: „Finn-
arnir sáu útilistarverk eftir mig í
Noregi og það vakti áhuga þeirra.
Þeir báðu mig því að vinna fyrir
sig verk og ég tók boðinu. Verkið er
steypt í brons og verður svo pólerað.
Ég valdi að vinna með Kínverjum
vegna þess að ég vann með þeim í
fyrri ferðinni og allt stóðst eins og
stafur á bók. Núna gerðu Kínverjar
mér tilboð í allan pakkann og sjá
meira að segja um að koma lista-
verkinu til Finnlands. Kínverjar eru
fyrsta flokks handverksmenn og
það er mjög gaman að fylgjast vinnu-
brögðum þeirra. “
Hulda Hákon dvelst í Kína til 15.
maí. Hún segir dvölina vera mikið
ævintýri. „Ég bý nálægt höfninni í
gömlu kínversku hverfi. Þegar ég fer
út þá blasa við litlar verslanir og veit-
ingahús sem virðast aðallega vera
rekin af fjölskyldum sem búa þá
mjög gjarnan á efri hæðinni. Það er
einhver þorpsstemning í þessu öllu
og næsta skref hjá mér er að reyna
að finnast ég tilheyra á einhvern
hátt. Ég hef aldrei upplifað hérna
óhug þegar ég er ein á ferð. Fólkið
er hlýlegt, brosmilt og yfirleitt
stálheiðarlegt.
1 fyrra skiptið sem ég var hérna
átti ég í miklu basli með að finna
mat sem hentaði mér. Var alltaf að
leita að grófri kornvöru sem er ófá-
anleg. Langaði til dæmis mikið í rúg-
brauð með osti. Ostur sést hvergi.
Maður þarf að fara í hálftíma ferða-
lag í strætó til þess að nálgast hann.
Hann fæst í vestrænni búð nálægt
flugvellinum. Núna reyni ég bara að
borða það sem fólkið hér er að borða.
Þar sem húsið mitt er við sjóinn er
mikið um sjávarfang á boðstólum.
Allt frá stórum kröbbum niður í ein-
hverskonar marflær. Ávextirnir og
grænmetið er mjög gott og mikið úr-
val. Allt kjöt hér er mjög bragðgott.
Ég held að það hljóti að vera vegna
þess að það er ekki komin verk-
smiðjuframleiðsla á það.
í fyrra skiptið sem ég var hérna
átti ég mun erfiðara með að gera mig
skiljanlega. Talaði ensku við fólk
sem kann ekki ensku og stundum
varð þetta tómt rug. Erla Þórarins-
dóttir, vinkona mín sem var hér um
tíma, sagði mér að tala bara íslensku
ef viðkomandi kynni ekkert í ensku.
Það er svo skrítið að eftir að ég fór að
gera það þá er miklu auððveldara að
gera sig skiljanlega. Nú fer ég bara
út eins og fín frú og kaupi í matinn
eins og ekkert sé.“
Kiljur trá JPV útgáfu
JPV útgáfa hefur sent frá sér
Tjöldin - ritgerð í sjö hlutum eftir
Milan Kundera í þýðingu Friðriks
Rafnssonar.
Iþessuritgerðasafni
fjallar Milan Kundera
um evrópsku skáld
söguna, allt frá ís-
lendingasögum til
samtímahöfunda,
og tengsl hennar
við skáldsagnahefð
annars staðar, svo
sem í Suður-Am
eríku og Japan.
Kundera leggur
áherslu á að
skáldsagan
sé sérstök list-
grein, ákveðið
form þekking-
arleitar sem á
að baki merka
sögu, en býr líka
yfir ákveðnum sérkennum þar
sem kímni og húmor eru meðal
lykilatriða.
Hann bendir á að skáldsagan sé
manninum mikilvæg til þess að
skilja flókinn nútímaheiminn, sjá
í gegnum „tjöld fyrirframtúlkunar-
innar“, vita hvaðan hann kemur, í
hvaða samhengi hann lifir og hvert
stefnir.
Tjöldin komu út í París vorið 2005
og hlutu afar lofsamlega dóma sem
einstaklega læsileg og aðgengileg
hugleiðing um skáldsöguna. Bókin
var á metsölulistum í Frakklandi
vikum saman og hefur þegar verið
þýdd á ein tuttugu tungumál.
Milan Kundera er einn merkasti
skáldsagna- og ritgerðahöfundur
samtímans. Hann fæddist í Tékk-
landi, en fluttist
til Frakklands
árið 1975 þar sem
hann hefur búið og
starfað æ síðan. Tíu
bækur, átta skáld-
sögur, smásagnasafn
og ritgerðasafn, hafa
þegar verið þýddar
á íslensku eftir hann
og notið mikillar hylli
íslenskra
lesenda.
JPV útgáfa
hefur einnig
1 sent frá sér
Valkyrjur eftir
Þráin Bertels
son í kiljuútgáfu.
Bókin kom út síð-
astliðið haust og varð ein
af metsölubókum síðasta
árs og hlaut afar góða dóma
gagnrýnenda og lesenda.
Nýverið seldi JPV þýskan
útgáfurétt bókarinnar
til eins stærsta útgefanda
Þýskalands.
Þegar Freyja Hilmarsdóttir
er myrt hverfur handrit að bók
sem hún er að skrifa. Bókin
heitir Valkyrjur og inniheldur
berorðar lýsingar fyrrverandi
eiginkvenna tveggja frægra
manna á hjónaböndum sínum. Hér
er um að ræða Magnús Mínus, eig-
anda Mínus-verslananna og Minus
Group, og Kjartan A. Hansen, sendi-
herra og fyrrum fjármálaráðherra.
Víkingur Gunnarsson og sam-
starfsfólk hans í Rannsóknarlögregl-
unni taka til við rannsókn málsins.
En það gerir líka Elin Óskarsdóttir
ríkislögreglustjóri sem vill gjarna
finna þetta opinskáa handrit því
að þar er sagt frá hinni umtöluðu
rannsókn Efnahagsbrotadeildar á
fjárreiðum Minus Group - og hvort
sú rannsókn sé til komin
v e g n a
þ r ý s t -
ings frá
forsæt-
i s r á ð -
h e r r a
lands-
ins.
SU DOKU talnaþrautir
Su Doku þrautin snýst um
að raða tölunum frá 1-9
lárétt og lóörétt i reitina,
þannig að hver tala komi
ekki nema einu sinni fyrir
í hverri línu, hvort sem er
lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu
má aukin heldur aöeins
nota einu sinni innan hvers
níu reita fylkis. Unnt er að
leysa þrautina út frá þeim
tölum, sem upp eru gefnar.
Gáta dagsins
8 9 7 5
3 ' 7 8
4 8 2 3
1 7 4
8 6 5
2 4 8 9 7
2 9 7
2 3 4
6 5 2
5UOOKLJ SHOP- IS ©6610015
Lausn sioustu gátu
8 1 5 3 4 6 9 2 7
9 2 4 5 7 1 6 3 8
3 6 7 2 8 9 1 4 5
7 3 2 9 1 4 8 5 6
4 8 9 6 5 3 2 7 1
1 5 6 7 2 8 3 9 4
2 7 1 8 3 5 4 6 9
5 9 8 4 6 2 7 1 3
6 4 3 1 9 7 5 8 2