blaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 3

blaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 3
100% CRi: zzo OCýti orðjyriryceá FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAOTGtFlNDA Notaðu þína ávísun! Frjálst, óháð & ókeypis! 93. tölublað 2. árgangur fimmtudagur 27. apríl 2006 Almennur áhugi fyrir Júdasar- guðspjalli Námskeið sr. Þórhalls Heimissonar um spurningarnar í DaVinci lykl- inum sem snúa að þróun kristninnar nutu mikilla vinsælda fyrir ári síðan en um 700 manns sóttu þau. Sr. Þórhallur er á leið til Gauta- borgar í næstu viku þar sem nám- skeiðið verður haldið fyrir sænskan almenning og ísíéndinga sem bú- settir eru í Gautaborg. Námskeiðið tekur á spurningum sem kirkjan hefur lítið sinnt í Iranna rás enda kviknuðu margar þeirra við upp- gröft á guðspjöllum sem legið höfðu í jörðu árhundruðum saman. DaVinci lykillinn vakti gríðar- legan áhuga manna víða um heim- inn fyrir frumkirkjunni og þróun kirkjunnar en sá áhugi virðist ekki ná eins ríkulega til presta.Á presta- stefnu sem nú stendur yfir hefur hið nýþýdda Júdasarguðspjall til að mynda ekki komið til umræðu þrátt fyrir að fræðimenn segi inntak þess hafa töluverð áhrif á það sem áður hefur verið sagt um síðstu dagana í lífi Krists. „Það er ekki mikið rætt um þetta innan kirkjunnar en áhugi almennings á þessum textum er mikill.“ segir sr. Þórhallur en hann mun fjalla um Júdasarguðspjall í guðsþjónustu í Hafnarfjarðarkirkju næstkomandi sunnudag. Nánar er spjallað við sr. Þórhall á síðu 20-21. ^ Reuters A tveimur jafnfljótum Fyrsta tvífætta vélmenni sögunnar var kynnt á sýningu í Waseda-há- skóla í Tókýó í gær. Nánar tiltekið nefnist þetta fjöl- múlavíl WL-16RIII. Tækið getur líkt og sjá má á myndinni, borið mann sem stjórnar því með stýrip- inna. Með því móti má ákvarða leið vélmennisins og hraða þess. Róbót- ann hönnuðu nemendur við véla- verkfræðideild japanska háskólans í samstarfi við fyrirtækið tmsuk. Co. Ltd. BlaÖið/SteinarHi l ' j. Wm BTOiaKS8BlHBlHg ■ ' Mikil fjölgun símhlerana lögreglu á síðustu árum Meira en þúsund úrskurðir um hleranir veittir á undanförnum áratug. Langflestir vegna fíkn efnamála. Frumvarp um óhefðbundnar rannsóknaraðferðir á leið í þingsali á nýjan leik. Talsverður kippur varð í fjölda sím- hlerana lögreglu árin 2004-2005 eftir að þeim hafði heldur fækkað árin á undan. Þetta kemur fram í svari Björns Bjarnasonar, dómsmála- ráðherra, við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Sam- fylkingarinnar um fjölda símhler- ana, framkvæmd þeirra og ástæður. Björgvin kveðst hafa viljað að þessar tölur lægju fyrir, þar sem frumvarp um óhefðbundnar rannsóknarað- ferðir lögreglu og svonefnda grein- ingardeild Ríkislögreglustjóra komi senn til kasta þingsins. í svari ráðherra kom fram að undanfarin tíu ár væru skráðar 779 heimildir til símhlerana hjá héraðs- dómstólum landsins, en þar væri þó ekki öll sagan sögð, því skrán- ing Héraðsdóms Reykjavíkur hófst ekki fyrr en árið 2000. Miðað við þær tölur, sem fyrir liggja, má ætla að alls hafi fjöldi hleranaúrskurða verið í námunda við 1.100 á undan- förnum áratug. 1 Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem % hlerunarúrskurðanna eru að jafnaði upp kveðnir, reyndist ekki unnt að sundurgreina ástæður heimildanna, en annars staðar var það tekið saman og var þorri heimildanna, 88,3%, veittur vegna gruns um sölu eða dreifingu fíkni- efna. Meðal annara ástæðna voru rannsóknir vegna símaónæðis, kynferðisbrota, fjársvika, innbrota eða skemmdarverka, auk brots í trúnaðarstörfum. Vili stfga varlega til jarðar „Tilefni fyrirspurnarinnar var þetta frumvarp um óhefðbundnar rann- sóknaraðferðir og áformaða grein- ingardeild Ríkislögreglustjóra eða leyniþjónustu, eins og sumir vilja kalla hana. Ég vildi einfaldlega vita hvernig staðan væri áður en við Símhleranir ■ Reykjavík g*: Aðrir dómstólar færum að gefa auknar heimildir," sagði Björgvin G. Sigurðsson í við- tali við Blaðið. „Ég tel augljóst að í þessum efnum þurfum við að stíga varlega til jarðar og gaumgæfa hvert skref vel. Um leið þurfum við að huga að nauðsy legum skilyrðum slíkra heimilda c því aðhaldi sem slík eftirgrennslu ardeild þarf að hafa. Til dæmis mt trúnaðarbundinni þingnefnd ec ámóta, eins og þekkist meðal n grannaþjóða okkar." Björgvin sagðist ekki draga í ei að lögreglan þyrfti á dugandi heii ildum að halda í baráttu sinni geg fíkniefnum og kvaðst ekki heldi vilja gera lítið úr því að þörf kym að vera á greiningardeild. „En v verðum að fara varlega með slíkí heimildir, því við höfum á marga hátt orðið vitni að vondri og vai samri þróun í átt að eftirlitsþjóðl lagi. Þó við viljum tryggja öryg: borgaranna megum við ekki líta h friðhelgi einkalífsins.11 Björgvin sagði að frumvarpi væri á leið í þingsali á nýjan leik c yrði að líkindum afgreitt úr allshe arnefnd í dag, fimmtudag.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.