blaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 22
22 I VÍSINDI FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 blaöið Náttúruverndarsinnar snúast á sveif með kjarnorkunni Þekktir baráttumenn fyrir verndun náttúrunnar, þar á meðal einn afstofnendum Grcenfriðunga eru teknir að talafyrir aukinni notkun á kjarnorku. Grænfriðungar hafa löngum barist hatrammlega gegn því að kjarnorkan sé beisluð til að framleiða orku. Sam- kvæmt bandaríska dagblaðinu New York Times eru hins vegar fleiri og fleiri náttúruverndarsinnar að snú- ast á sveif með kjarnorkunni. I blað- inu er greint frá þvi að kjarnorkuiðn- aðurinn hafi ráðið til sín tvo þekkta einstaklinga, þau Christie Whitman, fyrrverandi ráðuneytisstjóra banda- ríska umhverfisráðuneytisins, og Patrick Moore, einn af stofnendum Grænfriðunga. Þeim er ætlað að fara fyrir almannatengslaherferð sem miðar að því að fjölga kjarnakljúfum í Bandaríkjunum. Kjarnorkan er af hinu góða Á blaðamannafundi síðastliðinn mánudag sagði Whitman að kjarn- orka væri umhverfisvæn, ódýr, hrein, áreiðanleg og örugg. Whitman þessi var í ráðuneytinu í tvö og hálft ár en þar áður var hún ríkisstjóri í New jersey. Allan sinn feril hefur hún barist fyrir því að minnka útstreymi gróðurhúsalofttegunda sem talið 99.................. Grænfriðungurinn fyrr- verandi, Patrick Moore, sagði á sama fundi að Grænfriðungar væru á villigötum þegarþeir mótmæla kjarnorkunni er stuðla að hitnun jarðarinnar og mengun. Á fundinum sagði Whit- man að allar þær aðgerðir sem hún hafi barist fyrir hingað til jöfnuðust engan veginn á við það að auka raf- orkuframleiðslu í kjarnorkuverum. Grænfriðungar á villigötum Grænfriðungurinn fyrrverandi, Patr- ick Moore, sagði á sama fundi að Grænfriðungar væru á villigötum þegar þeir mótmæla kjarnorkunni sem hann sagði vera nauðsynlega til þess að berjast gegn hitnun jarð- arinnar. Moore yfirgaf Grænfrið- unga árið 1986 og hann er fylgjandi tækni af ýmsu tagi sem ekki hugnast samtökunum. Hann er til að mynda talsmaður þess að erfðatækni sé notuð í landbúnaðarframleiðslu og hann hefur kallað gömlu samstarfs- félagana „náttúruöfgamenn“ og „mannfjandsamlega“. Á sama tíma og þau skötuhjú kynntu upphaf baráttunnar fyrir fjölgun kjarnakljúfa, kynntu samtök Grænfriðunga nýja skýrslu þar sem greint er frá 200 bilunum í banda- rískum kjarnorkuverum sem átt hafa sér stað frá árinu 1986. Samtökin segja að í þessi skipti hafi munað hárs- breidd að illa hefði farið en skýrslan er gefin út til að minnast þess að tutt- ugu ár eru nú liðin frá kjarnorkuslys- inu í Tsjernobyl i Ckraínu. Christie Whitman er hins vegar á því að of mikið sé gert úr þessu fræga slysi. Ekkert breyti því að kjarnork- una megi þrátt fyrir allt beisla á ör- uggan hátt sé rétt staðið að hlutunum og að tæknin sé mikilvægur hlekkur í baráttunni gegn hitnun jarðar. gunnar@bladid. net Þekktir náttúruverndarsinnar i Bandarikjunum hafa gengið til liðs við kjarnorkuiðnaðinn og tala nú fyrir fjölgun kjarnorkuvera í landinu. ATVINNA LAUS STÖRF í BÓKHALDI OG PRÓFARKALESTRI HJÁ BLAÐINU BOKHALD: Tímabundin staða í ca. 10 mánuði frá 20. maí. Reynsla af bókhaldi og Navision bókhaldskerfi æskileg. PRÓFARK ALE STUR: i Sumarafleysingar í júlí og ágúst. Umsóknir berlst til karlg@bladid.net blaðið^ Microsoft reynir að gera vafrann sinn öruggari t Ijósi gagnrýni á vefvafrann Internet Explorer hefur Microsoft tilkynnt um endurbœtta útgáfu sem líta mun dagsins Ijós seinna á árinu Vinsælasti vefvafrinn í netheimum, Internet Explorer frá bandaríska tölvurisanum Microsoft, hefur sætt æ harðari gagnrýni undanfarin miss- eri vegna þess hve vírusar og aðrar óværur eiga greiða leið inn í tölvur not- enda hans. Markaðshlutdeild þessa vinsælasta vafra í heimi hefur farið minnkandi af þessum sökum en frá herbúðum Microsoft berast nú fréttir þess efnis að næsta útgáfa vafrans, IE7, sem væntanleg er síðar á árinu, sé mun öruggari en fyrri útgáfur. Langvinsælasti vafrinn Internet Explorer er langvinsælasti vafrinn í heiminum í dag með tæp- lega 85% markaðshlutdeild. Aðrir vafrar, sérstaklega Firefox frá Moz- illa, hafa hins vegar verið að vinna á jafnt og þétt, ekki síst vegna þess slæma orðs sem fer af öryggi IE. Á einu ári, frá mars 2005 til mars 2006, fór markaðshlutdeild IE úr tæpum 89% niður í tæp 85%. Fire- fox fór á sama tíma úr tæpum 7% í rúm 10% og aðrir vafrar eins og Safari og Opera juku umtalsvert hlutdeild sína. Firefox þykir mun einfaldari í notkun auk þess að vera öruggari gagnvart óværu af ýmsu tagi og Microsoft stefnir einmitt á að nýja útgáfan verði einfaldari í notkun ásamt því að vera betur varin fyrir vírusum. gunnar@bladid.net Tími þinn erdýrmætur nokian Kire'llj, Við skiptum um dekk fyrir þig. Komdu strax. ► Engar tímapantanir Max1 Bílavaktin sérhæfir sig í hraðþjónustu við allar gerðir bíla. Við bjóðum hraðþjónustu sem er sniðin að þörfum hins tímabundna bíleiganda. Við erum eldsnöggir á Max-einum. Þú kemur þegar þér hentar og á meðan á þjónustu stendur færð þú þér rjúkandi kaffibolla og kíkir í blöð og tímarit. Bíllinn þinn er I hröðum og öruggum höndum hjá okkur. Max-einn dregur nafn sitt af því að við Ijúkum allri þjónustu við bílinn þinn innan klukkustundar frá því þjónusta hefst. Max-einn skiptir um bremsur, dempara, olíu, rafgeyma, perur, rúðuvökva og dekk og býður einnig ný dekk frá Pirelli og Nokian. Við förgum notuðum dekkjum, rafgeymum, síum, olíu og öðrum spilliefnum samkvæmt ströngustu umhverfiskröfum. Hjólbarðaþjónusta Leiðist þér að bíða á dekkja- verkstæðum? Láttu okkur skella dekkjunum undir bílinn. Við bjóðum þér vand- aða hjólbarða á hagstæðu verði á flestar gerðir fólks- bíla og jeppa frá m.a. Nokian og Pirelli. Smurþjónusta Er komið að smurningu? Við skiptum um olíu og síur eins og hendi sé veifað. Rafgeymaþjónusta Þarftu að skipta um rafgeymi? Við gerum það fyrir þig I hvelli og losum þig við þann gamla. Bremsuþjónusta Eru bremsuklossarnir búnir? Endurnýjum bremsu- klossa og bremsudiska I flestum bílum. Demparaþjónusta Eru dempararnir lélegir? Endurnýjum dempara og gorma I flestum gerðum bila. O Önnur þjónusta Við skiptum líka um þurrkublöð, perur og setjum rúðuvökva á bílinn. Fagmannleg vinnubrögð á örskotsstundu. REYKJAVlK- MAX1 BÍLAVAKTIN: Bildshöfða 8. Simar 515 7097 og 515 7098. Opnunartími virka daga frá kl. 8-18 Breiðhöfða 1. Símar 515 7095 og 515 7096. Opnunartími virka daga frá kl. 8-18. Laugardaga 9-13 AKUREYRI - MAX1 BÍLAVAKTIN: Tryggvabraut 5. Sími 462 2700. Opnunartimi virka daga frá M. 8-18 Forðastu óþægindi. Komdu með bílinn til okkar. Skoðaðu: www.max1.is BlLAVAKTIN Bill Gates og félagar vonast til að nýr Internet Explorer geti lokkað til sín á ný notendur sem gefist hafa upp á vafranum að undanförnu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.