blaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 18
18 I VIÐTAL FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 blaðið Sagan er bara sjónarmið Sigrún Pálsdóttir er sagnfræð- ingur sem skrifaði í mars síðast- liðnum grein sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins og vakti mikla athygli. Greinin nefnist íox árs garnalt íslenskt mont og þar var að finna gagnrýni á forseta íslands fyrir þá söguskoðun, sem birtist í erindi hans hjá Sagnfræð- ingafélagi íslands, en þar kom fram að velgengni íslenskrar fyrir- tækja í útlöndum mætti að miklu leyti rekja til menningararfleifðar fslendinga. „Ég las fyrirlestur Ólafs Ragnars og það sem ég gerði í grein minni var að ég notaði söguskýringar hans á hann sjálfan og komst að þeirri niðurstöðu að mont væri menning- ararfleifð, þetta var svona svolítið í gamansömum tón“ segir Sigrún. ,En auðvitað bjó þar meira að baki og þá á ég ekki bara við hinn meinta þjóðrembing í ræðu hans sem orkar vægast sagt tvímælis heldur finnst mér hann hreinlega ekki vera mjög sterkur sagnfræðingur. Ekkert í sögu þessarar þjóðar gefur til kynna að eðlishyggja sé nothæf í osakaskýr- ingar. En gagnrýnin mín beinist ekki bara að forsetanum heldur ráða- mönnum almennt. Á hundrað ára afmæli heimastjórnar á fslandi hélt Davíð Oddsson til dæmis ræðu þar sem hann tengdi framfaraskeiðið sem íslendingar upplifðu í upphafi 20. aldar við heimastjórnina og Hannes Hafstein. Það skyldi enginn draga úr mikilvægi framkvæmda- valdsins fyrir íslendinga en ég hygg að flestir sagnfræðingar séu hins vegar sammála um að þessi þróun hafi hafist á 19. öld. Þá höfðu skapast skilyrði fyrir ákveðinni fólksfjölda- þróun sem gamla bændasamfélagið bar ekki. Það varð til þess að hluti fólks flutti þá til sjávarsíðunnar og þar með var lagður grunnurinn að þeim atvinnuháttum sem gjör- breyttu íslensku samfélagi til fram- búðar. Ég get mér til um að þessi söguskýring sé einum of marxísk fyrir Davíð. Hann lítur svo á að hinir sterku einstaklingar séu hreyfiafl sögunnar, menn eins og hann sjálfur og Hannes Hafstein. Ég á satt að segja mjög erfitt með að skilja af hverju ráðamenn hirða ekki um að kynna sér störf sagnfræð- inga eins og þeir virðast áhugasamir um efnið. í pólitíkinni er sífellt verið að segja: „Sagan segir“ og „Sagan mun sýna fram á“ hitt og þetta á meðan sannleikurinn er sá að Sagan sýnir okkur bara fram á það sem við viljum að hún sýni okkur fram á. Sagan er ekki flettispjald sem sýnir á tiu ára fresti rétta eða ranga niður- stöðu. Fortíðin er flókin veruleiki sem við erum sífellt að taka í sundur og setja saman. Þetta leiðir hugann að söguvitund annars stjórnmála- manns, Halldórs Ásgrímssonar. I umræðunni um Íraksstríðið notaði hann gjarnan þessi rök: „Sagan mun sýna að þetta var rétt aðgerð“. Þegar viðmælandi hans benti honum á að það gæti nú farið eftir því hver skrif- aði þá sögu varð hann mjög undr- andi og sagði: „Er þá sagan ekki rétt?“ Það er ekki mikið um þetta að segja annað en að Halldór virðist eiga mjög langt í land í þessum efnum.“ Neyðarlegar ræður Hvers konar landkynning felst í því þegar ráðamenn þjóðarinnar fara erlendis og flytja hólrœður um íslensku þjóðina og tala um víkingaeðlið? „Forsetinn getur talað svona svo lengi sem okkur er sama hvað öðrum finnst um okkur Það er hins vegar nokkuð ljóst að okkur er það ekki. Og það er óskaplega auðvelt að túlka orð hans á þann veg sem ég held að við kærum okkur ekki um. Svo er þetta bara neyðarlegt, fyrir utan allt annað.“ Lýsa þessar rœður rómantísku við- horfi eða sjálfumgleði? „Ég veit ekki hvað þetta er. Stundum held ég að þetta sé bara skortur á frumlegri hugsun. En það er líka heilmikil pólitík í þessu, eins og hjá Davíð. Hann virðist aðhyllast pólitískar söguskýringar sem byggja á því að upphefja leiðtogann. Hvað Ólaf Ragnar varðar þá er ég eitt spurningamerki. Ég held að fólk sem kaus hann á sínum tíma hafi einmitt ekki búist við þessu.“ - Snýst þetta ekki um ímynd, ráða- menn vilja draga upp jákvœða ímynd afþjóðinni. „Jú og þeir eiga að gera það. En spurningin er hvernig. Á dögunum var talað við ímyndarfræðing í sjón- varpinu. Hann sagði að neikvætt tal erlendis um íslenskt viðskiptalíf gæti á endanum snúist okkur i hag ef við stæðum það af okkur. Það er örugglega rétt. En hugsum þetta að- eins burtséð frá fjárfestingum og gróða og heimfærum þetta upp á ein- stakling. Hvað finnst okkur um fólk sem þráir athygli athyglinnar vegna? Min draumaímynd er af þjóð sem stendur í fæturna, leggur þvi sem henni ber að mörkum til þróunar- aðstoðar i heiminum, virðir alþjóða- samþykktir og styður ekki innrás í annað riki.“ Hagsmunagæsla efnishyggjunnar Erum við of upptekin afþví hvað Blaiií/Estherlr útlendingum finnst um okkur? „Hlédrægni og lítillæti eru mann- kostir sem á ekki heima í kapítalisku samfélagi. Þar eru allir að koma sér á framfæri. Andrúmsloftið er þannig. Svo sjáum við okkur aldrei í sam- hengi. Okkur finnst allur heimurinn vera að tala um okkur. En heimur- inn er líka að tala um aðrar þjóðir. Þess vegna held ég líka að við séum kannski ekkert hégómagjarnari en aðrir að þessu leyti. Ég bara veit ekk- ert um það. Við skulum fara varlega í að segja að íslendingar séu uppteknir af því að slá í gegn erlendis. Kannski eru aðrar þjóðir líka uppteknar af því.“ Stórglæsilegur útsölumarkaður opið virka daga 11-18 —vEridisHnn. v/Laugalæk

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.