blaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 19

blaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 19
blaðið FIMMTUDAGUR 27. APRÍL VIÐTAL I 19 Hvað segir þú sem sagnfrœðingur um skoðanakönnun sem sýnir að rúmur þriðjungur þjóðarinnar vœri tilbúinn að styðja flokk sem berðist gegn fjölgun nýbúa hér landi? „Ég gef lítið fyrir þessa skoðana- könnun af því að hún spyr spurn- ingar sem er ekki í neinu samhengi. Ef þú spyrðir viðmælendur hvort þeir gætu hugsað sér að styðja stjórn- málaflokk sem setti náttúruvernd á oddinn þá er vel hugsanlegt að 90 prósent þátttakenda myndu svara ját- andi. Samt eru Vinstri grænir fremur lítill flokkur, því hann stendur fyrir margt annað sem fólk er ekki fylgj- andi. Svona þjóðernisflokkur á líka eftir að færa rök fyrir máli sínu og þá er ég hrædd um að fólk myndi ekki hrífast svo auðveldlega með, enda sést á því fólki sem talar máli slíks flokks að því líður ekki fullkomlega vel. Það er að opinbera skoðun sem það er ekki fullkomlega sátt við. Ef við lítum bara á þetta sem könnun þá held ég að þessi niður- staða sé fyrst og fremst hagsmuna- gæsla efnishyggjunnar og það er ágætt til þess að vita að rúm 60 pró- sent hafa ekki þessa afstöðu. Okkur finnst allt í lagi að þetta fólk sé hérna á meðan það vinnur fyrir okkur skít- verkin. Þegar kreppir að koma vanda- málin upp, eins og þekkist í öðrum löndum. Þess vegna hefur þetta ekk- ert með þjóðernishyggju að gera, það bara leitar i þann farveg. Spurning hvort ákveðnir ráðamenn hafi plægt þann akur.“ Áhyggjur Styrmis og Davíðs Umræðurumsögukennsluískólum stinga upp kollinum öðru hvoru. Hver erþín skoðun á henni? „Ég hef ekki áhyggjur af sögu- kennslu í skólum en frekar af þeim sem hafa áhyggjur af henni, meðal annars þeim Davíð Oddssyni og Styrmi Gunnarssyni. Davíð hafði áhyggjur af því fyrir nokkru að skóla- krakkar sem kæmu í stjórnarráðið þekktu ekki karlana á veggjunum. Af hverju ættu þau að þekkja þá? Hvaða rök hníga að því? Þessu hefur ekki verið svarað enda held ég að svarið liggi ekki í augum uppi. Styrmir var á svipuðum nótum í leiðara í Morgunblaðinu fyrir jólin í fyrra þar sem hann talaði um að tilfinningin fyrir stóratburðum væri að dofna hjá ungu fólki. Og hann boð- aði til gagnsóknar. „Á hvern hefur verið ráðist?“ spyr ég. Væntanlega stjórnmálamennina, í það minnsta voru væntanlegar jólaævisögur stjórnmálamanna vopnin sem hann batt mestar vonir við í áhlaupinu gegn æsku landsins Það er nefnilega svo mikil pól- itík í áhuga manna á sögunni. Ef ég skrifaði bók og kæmi með nýja kenningar um menntun á íslandi þá myndu fæstir hafa áhuga á henni. En ef ég skrifaði grein þar sem ég drægi fram nýja heimild sem sýndi fram á að Jón Jónsson ráðherra hefði ropað tvisvar á ríkisstjórnarfundi en ekki einu sinni, eins og var áður talið, þá kæmu þau tíðindi væntan- lega á forsíðu Morgunblaðsins. Það er mikið lagt upp úr því, sumpart innan akademíunnar, í fjölmiðlum og hjá stjórnmálamönnum að stjórn- málasagan, ríkisstjórnir og stjórnar- myndanir séu hreyfiafl sögunnar. Hjá körlum sem hafa áhuga á sögu ríkir ennþá svolítil tindátastemmn- ing. Stríð, hernaðarbandalög, njósnir, vopn og herþotur eru þættir sem hafa yfir sér einhverja áru mikilvægis. En stundum eru þessir þættir þó ekki alltaf jafn mikilvægir í hinu „stóra samhengi“, eins og okkur er talin trú um. Sjónarmið Davíðs og Styrmis fela 1 sér þá sannfæringu að við höfum einhverjar skyldur gagnvart fortíð- inni og megum ekki gleyma hinu og þessu. En hvernig getum við haft skyldur gagnvart fortíðinni? Sagan er bara sjónarmið sem þú velur þér í lífinu og þú ræður sjálfur hvaða saga það er. Bókmenntir eru annað sjónarmið. Og það geta verið hvað bókmenntir sem er. 99........................................................... Ég á satt að segja mjög erfitt með að skilja afhverju ráðamenn hirða ekki um að kynna sér störf sagnfræðinga eins og þeir virðast áhugasamir um efnið Sem sagnfræðingur er ég að berj- ast fyrir því að fólk fái að hafa áhuga á því sem það vill hafa áhuga á. Að það þurfi ekki að vita hitt og þetta. Þetta hafa menn fyrir löngu viður- kennt en samt er þessi krafa alltaf einhvern veginn á sveimi. Fortíðin er svo margslungin og fólk á að hafa val um það sem því finnst vera mikil- vægt og gefur þeim innblástur til að skilja veröldina í fortíð og nútíð. Svo hefur fólk líka rétt á því að vita ekki neitt.“ Skáldskapurinn og sagnfræðin Er menntun nœgilega mikils metin hér á landi? „Ég tók BA próf í sagnfræði og bókmenntum hér heima. Ég lauk meistaraprófi í hagsögu frá Oxford- háskóla og síðan doktorsprófi í hugmyndasögu frá sama skóla. Það voru mikil viðbrigði að koma úr Háskóla íslands og fara í erlendan háskóla. Meiri vinna og allt önnur hugsun. Mér er stundum hugsað til þess þegar ég er sjálf að kenna há- skólastúdentum. Hér á landi skortir nokkuð á þá hugsun að menntun sé ákveðið skref sem menn taka og standi sig. Fólk er að detta út úr námi hér og þar. Kannski vantar hina fjár- hagslegu áhættu. Svo er Háskóli íslands bara svo stórt vandamál. Nú á að stefna á að hann verði einn af hundrað bestu háskólum í heimi. Ég held að menn ættu fyrst að reyna að breyta honum í háskóla úr þrælaskipi sem borgar hámenntuðuðu fólki um 1300 krónur á tímann til að sinna helmingi allrar þeirrar kennslu sem þar fer fram.“ Sambýlismaður þinn er Bragi Ól- afsson, einn virtasti rithöfundur þjóðarinnar. Hvernig er fyrir sagnfrœðing og rithöfund að búa saman? „í okkar tilviki er þetta heppileg blanda. Ég á að mörgu leyti auðveldar með að nálgast margt sem hann er að gera heldur en hann að nálgast það sem ég er að gera. Stundum er ég að skrifa um eitthvað sem öðrum þykir kannski ekki mjög skemmtilegt. Á heimilinu hafa líka bókmenntirnar yfirhöndina enda eru þær, þegar allt kemur til alls, æðri sagnfræðinni." Lestu yfir það sem Bragi skrifar áður en þaðfer á prent? „Ég les allt yfir og get sagt hvað sem er, sem er mjög gott fyrir hann. Ég tíni gjarnan út og hreinsa það sem við Bragi köllum „blaður“, setningar sem mega missa sín. Það er í raun hann sem hefur kennt mér að kenna sér.“ Ertu mikil bókmenntakona? „Ég les kannski meiri sagnfræði en bókmenntir en nógu mikið til að hafa miklar skoðanir á þeim. Eitt af því sem hefur farið í taugarnar á mér í bókmenntaumræðu síðustu árin er sú krafa að skáldin eigi að skrifa um eitthvað ákveðið. Þau eru gagn- rýnd fyrir að ráðast ekki á vandamál og glíma við þau. Þess krafa hefur gengið í bylgjum í gegnum bók- menntasöguna en þegar hún kemur upp í dag þá spyr ég: „Hver á þá að sjá um skáldskapinn?“ Auðvitað getur það verið mjög jákvætt ef höfundur skrifar góða skáldsögu sem tekur á vandamálum í samfélaginu. En hve- nær er höfundur að gera það og hve- nær ekki? Eru höfundar ekki ætíð að fjalla um hluti sem snerta okkur? Svo geta bókmenntir í raun aldrei fjallað um neitt annað en skáldskap, finnst mér.“ Ætlar þú að skrifa bók? „Ég er að skrifa bók, ævisögu Þóru Pétursdóttur Thoroddsen sem ég er búin að vera að undirbúa lengi en ekki komist í fyrr en nú. Þegar ég segi fólki frá þessu verkefni mínu spyr það: „Fyrir hvað er Þóra fræg?, Eg svara: „Ekki neitt“.Hún skildi eftir sig mikið af heimildum og dagbóka- færslur hennar og ferðabækur eru magnaðar lýsingar á þessum tíma og embættisstéttarlífinu í Reykjavík. Þannig felst mikilvægi Þóru í hennar eigin sjónarhorni og það höfðar til mín af því að áhugi minn á sagn- fræði beinist að því að skekkja á vís- indalegan hátt þá mynd sem ég hef fyrir. Og það er það sem mér finnst að góður skáldskapur geri.“ kolbrun@bladid.net VANDAÐAR DYNUR OG SVEFNSÓFAR FULL BÚÐ AF SVEFNSÓFUM OG RÚMUM Á VERÐUM SEM KOMA ÞÉR ÞÆGILEGA Á ÓVART kr. 31.900,- EXPERT OPTIMAL DÝNA OG BOTN (90X200) VEL HÖNNUÐ DVNA SEM SAMEINAR GÓÐ ÞÆGINDI 0G GOTT VERÐ. MJÖG GÓÐUR STUÐNINGUR VIÐ MJÓBAKIÐ. - s r? _____________________________________________ --------' STÆRDIR í BOÐI____________________________ :J 90 X 200...... .........KR. 31.900 - 120 X 200...*£á.Y:.& KR. 39.900,- 160 X 200....................KR. 46.900,- kr.49.900,- MEMORY PEDIC DÝNA OG BOTN (90 X 200) GÆÐADýNA Á ÓTRÚLEGA GÓÐU VERÐI. HÚN HEFUR INNBVGGÐA yFIRDýNU SEM AÐLAGAST SÉRSTAKLEGA AÐ LÍKAMANUM. DýNAN ER OFNÆMISPRÓFUÐ. STÆRÐIR í BOÐI 90 X 200................'.................KR. 49.900,- 120 X 200...............................KR. 59.900,- I60X 200..................................KR. 79.900,- FANTASY SVEFNSÓFI 3JA SÆTA SVEFNSÓFI MEÐ SPRINGDýNU OG GÓÐRI RÚMFATAGEyMSLU. HEILSUKOÐDI AÐEINS KR. 4.450.- EINNIG TILBOÐ Á VISCOLEX yFIRDýNUM VISÁOGEUHO I^GRÖÐSlUR OfNUNARTlMI: MÁNUD - FÖSTUD 11:00 - 18.00 LAUGARDAGA 11:00 -16:00 SUNNUDAGA LOKAÐ

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.