blaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 12
12 I FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 blaöiö Reuters Olympíuleikar á Kúbu Þriðju ólympíuleikarnir á Kúbu standa nú sem hæst en setningarathöfnin fór fram um liðna helgi. Lfkt og vænta mátti er byltingarhetjunni Ernesto„Che"Guevara mjög hamp- að af þessu tilefni og hér má sjá kúbanska stúlku fagna góðum árangri sinna manna. Alls taka um 1.400 íþróttamenn frá 15 löndum þátt í kúbönsku ólympíuleikunum að þessu sinni. Þeim lýkur 6. næsta mánaðar. Reuters Abu Musab al-Zarqawi flytur boðskap sinn í myndbandi sem birtist á þriðjudag. Abu Musab al-Zarqawi sýnir sitt rétta andlit Myndbandsupptaka með ræðu jórd- anska hryðjuverkamanninum Abu Musab al-Zarqawi var birt á vefsíðu samtaka sem tengjast Al-Qaeda, á þriðjudag. f myndbandinu sagði hann að bandaríska hernámsliðið í írak myndi tapa í stríðinu við uppreisnarmenn og lofaði hann alla þá sem taka þátt í árásum á Bandaríkjamenn. Líkti hann Banda- ríkjamönnum við eitraðan hníf í hjörtum múslima. Zarqawi hét því einnig að ofbeldisaldan í írak ætti eftir að versna til muna. Þetta er í fyrsta sinn sem Zarqawi, sem er samstarfsmaður hryðjuverkaleiðtogans Osama bin Laden, birtist á myndbandi en áður hefur upptökum af ræðum hans verið útvarpað. Myndbandsupp- takan kemur fram í dagsljósið tveim dögum eftir að upptaka með rödd bin Laden var leikinn í fjölmiðlum en í henni hafði hryðjuverkaforing- inn í svipuðum hótunum við Banda- ríkjamenn. Talið er að Zarqawi hafi komið fram í myndbandinu til þess að kveða niður þrálátan orðróm um að hann hafi látið lífið eða særst lífshættulega. Einnig er talið að upptakan birtist nú vegna tilrauna ýmissa hryðjuverkahópa í landinu til þess að taka upp enn nánara samstarf í kjölfar þess að stjórnarkreppan í írak virðist loks á enda. Stjórnar bakvið tjöldin Zarqawi hefur verið einn helsti leiðtogi uppreisnarmanna í frak. Hann ber ábyrgð á fjölda hryðju- verkaárása sem þúsundir hafa látið lífið og slasast í. Hann lýsti ábyrgð á sprengjuárás á þrjú hótel í Jórdan í nóvember en 57 manns létust í til- ræðunum. Árásin var fordæmd víða innan arabaheimsins. f janúar sam- einuðust hryðjuverkasamtök hans, Al-Qaeda i Mesópótamíu, öðrum hryðjuverkasamtökum í frak undir nafninu Frelsisherráðið. fraskur maður undir nafninu Abdullah al- Baghdadi er leiðtogi ráðsins. Er talið líklegt að al-Baghdadi hafi tekið við af Zarqawi sem leiðtogi vegna fordæminganna vegna hryðjuverka- árásanna í Jórdaníu. Hinsvegar er víst að Zarqawi stjórnar bakvið tjöldin og bandarísk yfirvöld telja líklegt að hann hafi skipulagt árás- ina á gulfnu moskuna í Samara. Fátt er vitað um Abu Musab al- Zarqawi. Hann ólst upp í Jórdaníu og vitað er að hann var í hópi hinna svokölluðu mujahedeen sem börð- ust gegn sovéska hernum í Afgan- istan á níunda áratugnum. Þar er talið að hann hafi komist í kynni við Osama bin Laden en litlir kær- leikar hafi tekist með þeim. Hann snéri aftur til Jórdaníu sem sann- færður íslamisti. Þar var hann fang- elsaður í sjö ár í fangelsi en Zarqawi var dæmdur fyrir að grafa undan konungsdæmi landsins. Stuttu eftir að honum var sleppt úr haldi flúði hann land. Síðar var hann dæmdur til dauða af stjórnvöldum fyrir skipulagningu hryðjuverka. í írak á vegum Al-Quada? Talið er að hann hafi dvalist í Evrópu um tíma en þaðan fór hann aftur til Afganistan. Heimildir herma að þar hafi hann stjórnað æfingabúðum hryðjuverkamanna við bæinn Herat, nálægt írönsku landamær- unum. Hann er sagður hafa lagt sér- staka áherslu á kennslu í meðferð og notkun eiturefna. Meðan Zarqawi dvaldi í Afganistan endurnýjaði hann kynnin við Osama bin Laden og Al-Qaeda-samtökin. Bandaríska leyniþjónustan telur að það hafi verið bin Laden sem hafi fengið hann til að koma sér fyrir í írak, en þangað komst hann áður en Banda- ríkjamenn réðust inn í landið 2003. Er talið afar ólíklegt að hann hafi komist óhultur yfir írösku landa- mærin án þess að stjórnvöld hafi vitað af því. Bandaríkjamenn bentu þrálátlega á þessa staðreynd þegar þeir reyndu að sannfæra almenn- ing og umheiminn um tengsl milli Saddam Husseins og Al-Qaeda. Aðrir telja að Zarqawi og bin Laden hafi ekki hafið samstarf fyrr en eftir innrásina í írak. í írak hefur Zarqawi staðið að baki fjölda hryðjuverka innan lands og utan. Hann er talinn hugmynda- fræðingur þeirra stefnu ýmissa hryðjuverkahópa að ráðast á sjíta- múslima í landinu til þess að koma af stað borgarastyrjöld. GARÐHEIMAR allt í garðinn á einum stað! Sérstök blanda á grasflötina á vorin, hemur mosann, drífur upp grasið Stekkjarbakka 6 - 540 3300 www.gardheimar.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.