blaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 10
10 IFRÉTTIR MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2006 blaðið Vantraust viðheldur verðtryggingunni Forstöðumaður greiningar Glitnis segir að verðtrygging muni hverfa sjálfkrafa af lánamarkaði nái Seðlabankinn að skapa traust á peningastefnu sinni. Vantraust almennings á peninga- stefnu Seðlabankans skapar þörf fyrir verðtryggingu að mati Ing- ólfs Bender, forstöðumanns grein- ingar Glitnis. Hann segir miklar verðbólgusveiflur valda því að verðtrygging sé nauðsynleg hér á landi. Dregur úr hagsveiflum Skiptar skoðanir eru um ágæti verðtryggingu inn- og útlána hér á landi. Fram kom í máli Hreið- ars Más Sigurðssonar, forstjóra KB-banka, á aðalfundi Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja fyrir skömmu nauðsyn þess að skoða af- nám verðtrygginga hér landi. Sagði Hreiðar það vera einu leiðina til að draga úr hagsveiflum og styrkja hagstjórnartæki Seðlabankans. Þá hefur Davíð Oddson, seðla- bankastjóri, lýst því yfir að hann telji óvarlegt að afnema verðtrygg- inguna að svo stöddu þar sem það muni leiða til hærri raunvaxta á lánum. Valgerður Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, hefur skipað nefnd sem meta á kosti og galla verðtryggingar. Verður nefnd- inni gert að skila niðurstöðum eins fljótt og kostur er en gert er ráð fyrir að það verði á næstu mánuðum. Ingólfur Bender BlcM/S,einor Hugi Vantraust á Seðlabankann Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Glitnis, segir umræð- una um afnám verðtrygginga vera sprottna upp úr vangaveltum um virkni peningastjórnar Seðlabank- ans. Það hafi sýnt sig að áhrif hækk- unar stýrivaxta skili ekki tilætluðum árangri i minni þenslu og verðbólgu. „Áhrif stýrivaxta á eftirspurn heim- ila væru meiri í umhverfi þar sem verðtrygging væri ekki til staðar.“ Ingólfur segir hins vegar að hér á landi sé ekki ríkjandi nógu mikið traust á peningastefnu Seðlabank- ans til þess að hægt sé að afnema verðtryggingu. „Það er ríkjandi ákveðið vantraust á verðbólgumark- mið Seðlabankans. í nálægum löndum er það talið nægjanleg trygg- ing en hér á landi treysta menn ekki að Seðlabankinn standi við verð- bólgumarkmið sitt.“ Ingólfur bendir á að nái Seðlabank- inn að standa við verðbólgumark- mið sín muni skapast aðstæður þar sem óverðtryggð lán verði raunveru- legri valkostur. „Besta leiðin er að Seðlabankinn tryggi stöðu sína. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að verðtryggingin sé ekki vandamálið í þessu. Vandamálið er verðbólgan og það er hagsmunamál allra að henni sé haldið í 2,5%. Takist það þá höfum við enga þörf fyrir verðtryggingu.“ Þá segir Ingólfur að verðtrygging lána hér á landi geri það að verkum að þau séu óvenjulega löng borin saman við Evrópu og Bandaríkin. Þar séu lán yfirleitt til fimm ára og endurnýjuð eftir þann tíma. Að hans mati mundi slíkt kerfi hér á landi styrkja hagstjórnartæki Seðla- bankans til muna. „Erlendis eru menn að taka lán til styttri tíma sem eru síðan endurnýjuð reglu- lega. Við hvert skipti eru vextir end- urreiknaðir og þannig koma áhrif stýrivaxtabreytinga inn. “ FERÐA- OG UTIVISTARVERSLUN Skeifunni 6 • Sími 533 4450 • www.everest.is Mahmoud Ahmadinejad, forseti (rans, í góðum félagsskap. Hann hefur ýjað að því að sig langi að komast á leik á HM í sumar. Kemst Ahmadinejad á HM? Knattspyrna og stjórnmál í eina sæng vegna kjarnorkuáætlunar klerkastjórnarinnar í íran. Deilan um kjarnorkuáætlun trana er farin að hafa víðtæk áhrif á al- þjóðasamskipti. Ríkisstjórn Banda- ríkjanna hefur miklar áhyggjur af því að Mahmoud Ahmadinejad, forseti írans, láti verða að því að sækja Þýskaland heim í sumar til þess að styðja við bakið á íranska landsliðinu. tranir leika sinn fyrsta leik í keppninni í Núrnberg og er talið að mæti forsetinn á þann leik muni það vekja hörð viðbrögð sökum sögu- legrar skírskotunar borgarinnar. Þá hefur Ahmadinejad lýst því yfir að þurrka eigi tsrael út af landakortinu og að helförin gegn gyðingum hafi ekki átt sér stað. Vill reka írani úr keppni Talið er að George Bush, forseti Bandaríkjanna, hafi vakið athygli Angelu Merkel, kanslara Þýska- lands á fundi leiðtoganna í síðustu viku, á hversu óheppilegt það gæti verið ef Ahmadinejad yrði leyft að fara á leiki íranska liðsins í sumar. Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain, sem er talinn líklegur til þess að sækjast eftir útnefningu repúblikana í næstu forsetakosn- ingum í Bandaríkjunum, berst fyrir því að þvingunaraðgerðir gegn ír- önum felist meðal annars í því að þeim verði meinað að leika á HM í sumar. Jack Straw, fyrrum utanrík- isráðherra Bretlands, hafnaði slíkri hugmynd enda er ekki hægt að reka írani úr keppni án samþykkis örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna. Ólíklegt er að Iran verði vikið úr keppni. Einnig er ólíklegt að Þjóð- verjar geti orðið við ósk Bandaríkja- manna og meinað Ahmadinejad að koma til landsins. Samkvæmt reglum keppninnar er ekki hægt að meina þjóðarleiðtogum að koma og styðja lið sitt. SJÓNARHÓLL Gleraugnaverslun Reykavíkurvégur 22 220 Hafnarfirði 565-5970 Líklega hlýlegasta gleraugnaverslunin norðan Alpafjalla

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.