blaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 17

blaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 17
SKOÐUNI 11 ðsösid ðOOS ÍAM .8 HUOAaUMÁM blaóið MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2006 Sölumenn á Eftir Einar Má Sigurðarson Það mál sem bar hæst á því þingi sem nú hefur verið frestað er frum- varpið um Ríkisútvarpið hf. Frum- varið hefur valdið miklum deilum jafnt innan þings sem utan og margir spyrja hvers vegna stjórnar- flokkarnir gefa ekki svigrúm til að ná meiri sátt um framtíð Rúv. Þann lærdóm má draga af fjölmiðlafrum- varpinu fyrra að um slík mál þurfi að ná víðtækri samstöðu. Þar sem Rúv er stór hluti af fjöl- miðlaflórunni og líklega sá sem mest áhrif hefur á heildarmyndina er óhjákvæmilegt að gera sömu kröfu til nýrra laga um Rúv og laga um fjölmiðla almennt. Þegar fjölmiðlanefndin skilaði af sér þann 7. apríl 2005 bókuðu full- trúar stjórnarandstöðunnar m.a.: „Við erum þeirrar skoðunar, að mik- ilvægt sé að ná sátt um samræmda heildarsýn yrir íslenska fjölmiðla sem taki bæði til Ríkisútvarpsins og einkarekinna fjölmiðla. Slikt er einungis mögulegt ef vinnan við lagasetningu um Ríkisútvarpið fer fram samhliða vinnunni við hina almennu löggjöf.” Að lokum sögðu fulltrúarnir að þeir skrifuðu undir hina sameiginlegu skýrslu fjölmiðla- nefndarinnar í því trausti “að ásætt- anleg niðurstaða [næðist] um fram- tíðarskipan Ríkisútvarpsins”. Það vakti strax áhyggjur að þáttur Rúv var settur til hliðar í störfum fjölmiðlanefndar en vonast var til að settur yrði saman annar hliðstæður hópur til að fara yfir stöðu Rúv en því miður voru valdar aðrar leiðir. Eftir margra ára togstreitu milli stjórnarflokkanna hafði Sjálfstæð- isflokkurinn sigur og virðist hafa ákveðið að nota þá stöðu til að taka eins stórt skref og hugsanlegt var til að undirbúa sölu Rúv. Aðra ályktun er ekki hægt að draga. Þess vegna þurfti ekki samstöðu, aðeins þing- meirihluta. Frumvarpið þurfti ekki að vanda þar sem löggjöfin er aðeins hugsuð til næstu ára. Eftir næstu alþingiskosningar verður verkinu lokið ef sami stjórnarmeirihluti lifir ef ekki mun nýr stjórnarmeirihluti taka málið upp og vinna þá vinnu sem þarf til að tryggja eðlilega stöðu Rúv á fjölmiðlamarkaði. Skoðum aðeins vinnubrögðin. Frumvarpstextar voru undirbúnir í leynd hjá sérstökum trúnaðar- mönnum stjórnarflokkanna og upp- lýsingum haldið frá almenningi, fj ölmiðlum, starfsmönnum Rúv og þing- mönnum stjórn- arandstöðunnar. I stað þess að reyna að ná sem víðtækastri sam- stöðu um fram- tíðarskipan Rúv voru lagðar fram tillögur sem ein- kennast annars vegar af kreddu og hins vegar hrossakaupum, án þess að fram komi grundvallarstefna um hlutverk Rúv og stöðu þess á fjölmiðlavettvangi. Frumvarpið er haldið alvarlegum göllum. Þessir ágallar varða meðal annars stjórnar- skrá og Evrópurétt, hlutverk Rúv og skil almannaútvarps og samkeppn- isrekstrar, flokkspólitísk ítök og inn- grip, menningararfleifð í söfnum Rúv og aðgang að safnefni þess, réttindi starfsmanna, þar á meðal stjórnarskrárvarin eignarréttindi, virðingu gagnvart höfundarrétti, framtíð Rásar tvö, fjárhagsgrunn Rúv, vægi auglýsinga og kostunar í heildartekjum þess, nefskatt sem fjármögnunarleið, og nú síðast sam- hengi við nýtt fjölmiðlafrumvarp sem unnið var að algerlega óháð væntanlegum breytingum á Rúv. Þrátt fyrir að stjórnarmeirihlut- inn hafi nú breytt upphaflegu frum- varpi um Rúv fjórum sinnum er ólík- legt að friður skapist um rekstur Rúv verði frumvarpið að lögum, hvorki meðal almennings, annarra útvarps- stöðva, milli stjórnmálaflokkanna eða gagnvart Evrópureglum. Þetta er Sjálfstæðisflokknum ljóst og hefur litlar áhyggjur því í þeirra huga er slíkt ástand æskilegt, því meiri óvissa og ófriður um Rúv því meiri líkur til að þeim takist ætlun- arverkið um söluna. Framganga Framsóknarflokksins í þessu máli er með þeim hætti að ekkert skýrir hana nema seta formanns flokksins í stól forsætisráðherra. Þingmenn stjórnarandstöðunnar í menntamálanefnd unnu að frum- vörpunum um Rúv með sömu mark- mið að leiðarljósi og fulltrúar flokk- anna í fjölmiðlanefndinni. Eftir að samkomulag tókst um að ljúka 2. umræðu um frumvarpið sendu EinarMár Sigurðarson. Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli. VÍSLANDS MÁLNING Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður. Sætúni 4/Sími 5171500 ^ Innimálning Gljástig 3.7,20 / Verð frá kr. 298 pr.ltr. Gæða málning á frábæru verði / Útimálning / Viðarvörn / Lakkmálning / Þakmálning / Gólfmálning / Gluggamálning fulltrúar stjórnarandstöðunnar for- manni menntamálanefndar bréf, þar sem lagðar voru fram tillögur um framhaldsvinnu við málið. í bréfinu var sett fram boð um verk- lag „sem leitt gæti til samstöðu milli stjórnmálaflokkanna og sátta í sam- félaginu um framtíð Ríkisútvarps- ins” og var þar gert ráð fyrir því að frumvarpið yrði ekki afgreitt á þessu þingi en strax að því loknu sett niður nefnd með fulltrúum allra flokka með það að markmiði að ljúka laga- setningu fyrir áramót. Lagt var til að þessi nefnd kannaði sérstaklega þann möguleika að Rúv yrði gert að sjálfseignarstofnun í atvinnurekstri. A fyrsta fundi menntamálanefndar eftir 2. umræðu hafnaði formaður menntamálanefndar þessu boði fyrir hönd stjórnarflokkanna og þá var ljóst að sölumenn Sjálfstæðis- flokksins ætla ekki að breyta sínum fyrirætlunum um sölu Rúv. Þess vegna verður sumarið ekki notað til að fara yfir málið að nýju þó fram sé komið nýtt frumvarp um fjölmiðla sem undirbúið var með allt öðrum hætti en frumvörpin um Rúv. Slik vinna bíður þar til eftir næstu alþing- iskosningar og verður eitt af fyrstu verkum nýrrar ríkisstjórnar. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar Málþing á Fosshóteli Húsavík 9. maí 2006 um álver og efnahagsáhrif þess á Norðurlandi Fyrir skömmu tilkynnti Alcoa aö það heföi áhuga á aö reisa annað álver sitt á fslandi á Húsavík. Hér er hugsanlega um að ræöa álver sem myndi framleiða 250 þús. tonn af áli á ári og ráða um 300 starfsmenn, en afleidd störf yrðu um eða yfir 300. Rætt verður um þætti eins og: Hvaða áhrif hefur álver á N-Austurlandi á afkomu svæðisins og tekjur þjóðarbúsins? Verður álverið knúið vistvænni orku frá háhitasvæðum við bæjardyr Húsavíkur? Hver hefur reynslan verið á Austurlandi þar sem gróska ríkir? Liggur Húsavíkurhöfn vel við siglingaleiðum til helstu hafna álfunnar? Er staðarvalið ekki kostur? Dagskrá: Hagrænir þættir og tækifæri i nærumhverfi Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans Samspil umhverfisverndar og athafnalífs Árni Sigurbjarnarson, fulltrúi Húsgulls Hagræn áhrifálvers Sveinn Agnarsson, hagfræðingur við Hagfræðistofnun Hf Ört vaxandi athafnalíf á Austurlandi Tómas Már Sigurðsson, formaður Viðskiptaráðs Austurlands og forstjóri Alcoa Fjarðaáls Stóriöja og fiutningar Einar Eyland, svæðisstjóri Eimskips á Norðurlandi Umræður og fyrirspumir Fundarstjóri: T ryggvi Finnsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga. Fulltrúar launþega, atvinnurekenda og úr stjómmálum eru sérstaklega hvattir til að mæta. Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á byggingu álvers á Húsavík. Mátþingið verður þriðjudaginn 9. maí nk. frá kl. 17:00 til kl. 18:30. Ad fundinum standa: Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Viðskiptaráð Austurlands, OrkuÞing, Alcoa, Landsbankinn, KEA, Eimskip og Alli Geira hf. ALLI GEIRA HF &EIMSKIP 0 ALCOA - Landsbankinn K E A KOM almannatengsl/svarthvítt

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.