blaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 4
4IFRÉTTIR MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2006 blaöió Flokksmenn Tonys Blairs herða sóknina gegn honum Kröfur magnast innan breska Verkamannaflokksins um að forsætisráðherrann greini frá því hvenær hann hyggist leggja niður völd. Breytingar á ríkisstjórn mælast illa fyrir. Fréttaskýrendur í Bretandi segja að Tony Blair forsætisráðherra eigi erfiða daga í vændum. Hans bíði að reyna að sannfæra flokksmenn sína innan Verkamamannaflokksins um að enn sé hann fær um að stýra rík- isstjórninni. Kröfur magnast innan flokksins um að Blair skýri opinber- lega frá því hvenær hann hyggist láta af embætti. Fréttaskýrendur eru sammála um að sjaldan eða aldrei hafi reynt svo mjög á pólitíska hæfileika Blairs og annálaða getu hans til að hrista af sér slæm tíðindi. Blair er iðulega kallaður „Teflon Tony“ sökum þess að ekkert virðist loða við hann þegar illa gengur. Nú eru uppi efasemdir um að hann sé í raun lengur fær um að stjórna. Pólitískir andstæðingar skynja að forsætisráðherrann fer lask- aður um leikvöll stjórnmálanna og halda því fram að Blair skorti allan myndugleika til að stjórna landinu. Undirskriftasöfnun Frá því var skýrt í gær að nokkrir þingmenn Verkamannaflokksins hefðu skorað á Blair að upplýsa hve- nær hann hyggist segja af sér emb- ætti forsætisráðherra. Vilja þeir að Blair geri þetta heyrinkunnugt í síðasta lagi í byrjun júlí. Fastlega er búist við því að hrökklist Blair úr stól forsætisráðherra taki Gordon Brown fjármálaráðherra við starfi hans. Blair hefur sagt að hann hyggist hætta sem forsætisráðherra áður en þriðja kjörtimabili hans lýkur árið 2010. Hann hefur hins vegar reynst ófáanlegur til að tiltaka nákvæmari tímasetningu. Síðustu tvær vikurnar hafa verið þær erfiðustu á stjórnmálaferli Blairs. Upp komu margvísleg hneykslismál innan ríkisstjórnar hans, flokkurinn beið ósigur í bæjar- og sveitarstjórn- arkosningum og Blair neyddist til að gera lítt undirbúnar breytingar á ríkisstjórn sinni. Viðbrögðin við þeim breytingum hafa almennt verið neikvæð og þykja þær um til marks um að Blair sé að missa tökin á stjórn sinni og flokki. David Cameron, leið- togi fhaldsflokksins, sagði um helg- ina að greinilegt væri að stjórn Blairs yrði ekki bjargað. Hann hefði í raun glatað öllum umboði til að sinna emb- ætti forsætisráðherra. Hermt var um helgina að þeir Blair og Brown hefðu fundað um hvernig ná mætti á ný tökum á Verkamanna- flokknum. Blair hefur jafnan átt öfl- uga andstæðinga innan flokksins en vaxandi teikn eru á lofti um að þeir hyggist blása til uppreisnar gegn leið- toga sínum. Brown hefur gætt þess að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá forsætisráðherr- anum á síðustu vikum en hann mun vera helsti talsmaður þess að gripið verði til róttækra aðgerða í því skyni að endurnýja Verkamannaflokkinn. Ósigurinn i kosningunum í liðinni Háskólinn í Reykjavík býður framúrskarandi nám í verkfræði, tæknifræði, tölvunarfræði og iðnfræði VERKFRÆÐI Fjármálaverkfræði Heilbriqðisverkfræði Hugbúnaðarverkfræði Iðnaðarverkfræði Rekstrarverkfræði Opið fyrir umsóknir á www.ru.is Allar nánari upplýsingar á www.ru.is og hjá námsráðgjöfum í síma 599 6200. TÆKNIFRÆÐI Byggingartæknifræði Rafmagnstæknifræði Vél- og orkutæknifræði IÐNFRÆÐI Byggingariðnfræði Rafiðnfræði Véliðnfræði TÖLVUNARFRÆÐI Tölvunarfræði Kerfisfræði HÁSKÓLINN I REYKJAVÍK KEYKJAVlK UNIVEKSITY OFANLEITI 2,103 REYKJAVlK • HÖFÐABAKKA 9,110 REYKJAVÍK SlMI: 599 6200 www.ru.ls FRUMGREINASVIÐ FRAMURSKARANDI NÁM ÍTÆKNI-OG VERKFRÆÐI Gordon Brown, fjármáiaráðherra Bretlands, ræðir við fréttamenn eftir að hafa veitt sjónvarpsviðtal í gær. viku beri að taka sem alvarlega við- vörun. Brown sagði í sjónvarpsviðtali í gær að við öllum blasti að leiðtoga- skipti væru i vændum innan Verka- mannaflokksins en gætti þess þó að tengja ekki tal sitt um endurnýjun beinlínis nafni Tonys Blairs. „Ég tel mikilvægast nú að við ákveðum nákvæmlega hvernig við ætlum að stuðla að slíkri endurnýjun," sagði Brown. í bréfi sem birt var í The Sunday Telegraph í gær og undirritað er af 50 þingmönnum Verkamannaflokks- ins er hvatt til þess að skipulagt verði áður en júlímánuður gengur í garð hvernig tryggja beri „virðulega og skilvirká' breytingu á forystu flokks- ins. Andrew Smith, fyrrum ráðherra og dyggur stuðningsmaður Browns, sagði í grein sem birtist í dagblaðinu The Independent í gær að Blair bæri að segja af sér og það fyrr frekar en síðar. Slík ákvörðun þjónaði hags- munum þjóðarinnar, Verkamanna- flokksins og Blairs sjálfs. Mislukkuð breyting Stuðningmenn Blairs sem sumir hverjir hlutu óvænta upphefð þegar breytingin var gerð á ríkisstjórninni komu forsætisráðherranum til varnar. Tessa Jowell, menningarráðherra, vís- aði á þug öllu tali um afsögn Blairs í viðtali við The Sunday Telegraph. Búist er við að Blair haldi í dag, mánudag, fyrsta blaðamannafund sinn frá því að hann stokkaði upp í ríkisstjórn sinni. Blair rak m.a. inn- anríkisráðherrann, lækkaði utanrík- isráðherrann í tign og fékk nýja konu í hans stað. Hugsunin er sú að hleypa nýju lífi í stjórnina en stjórnmála- skýrendur eru almennt sammála um að Blair hafi ekki tekist vel upp við þessar breytingar. „Ef til eru dygg- ustu stuðningsmennirnir i kringum forsætisráðherrann enn sannfærðir um að hann nái að ljúka þriðja kjör- tímabili sinu og þannig halda völdum til ársins 2009 eða 2010. En þeir eru þá líka einir um þá skoðun," sagði dálkahöfundurinn John Freedland í dagblaðinu The Guardian í gær. Margir líkja stöðu Blairs nú við þá sem Margaret Thatcher, þáverandi forsætisráðherra og leiðtogi Ihalds- flokksins, átti við að glíma árið 1990. Flokksmenn hennar snerust þá gegn henni er hún var á þriðja kjörtímabili sínu eftir ósigur í bæjar- og sveitar- stjórnarkosningum og svo fór að hún neyddist til að láta af embætti. Bakaðarl kr29. ónor \ toma*saS papu'ja toma beans m * Vinnumála- stofnun til í slaginn Forstjóri stofnunarinnar vísar á bug þeirri gagnrýni verkalýðsforingja að hún sé ekki fær um að fylgjast með kjörum erlendra verkamanna. Vinnumálastofnun er fullkom- lega í stakk búin til að takast á við ný verkefni í tengslum við frjálsa för erlends verkafólks hingað til lands að mati Gissurar Péturssonar, forstjóra hennar. Hann blæs á gagnrýni verkalýðs- forkólfa um að stofnunin sé illa undir verkefnið búin. Samkvæmt lögum um frjálsa för launafólks á EES-svæðinu þurfa fyrirtæki sem ráða er- lendan starfsmann að skila inn ráðningarsamningum til Vinnu- málastofnunar. Stofnunin þarf síðan að meta hvort samningur- inn sé í samræmi við íslenska kjarasamninga. Fram kom í máli Vilhjálms Birgissonar, formanns Verka- lýðsfélags Akraness, í Blaðinu á laugardag að hann teldi Vinnu- málastofnun ekki í stakk búna til uppfylla þessar skyldur. Taldi hann starfsmenn stofnunar- innar einfaldlega ekki búa yfir nauðsynlegri sérþekkingu. Áður hafði Sigurður Bessa- son, formaður Eflingar, lýsti yfir efasemdum um þetta fyrirkomulag. Ekki ofvaxið verkefni Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, vísar gagnrýni Vilhjálms á bug. Hann segir verkalýðsfélögin muni áfram hafa eftirlit með kjarasamningum og minnir á að lögin hafi verið samþykkt með fullum stuðningi verkalýðs- hreyfingarinnar. „Þetta er ekki ofvaxið verkefni fyrir Vinnu- málastofnun. Svo væntum við áframhaldandi góðs samstarfs við stéttarfélögin." Þá bendir Gissur á að lögin um frjálsa för launafólks muni létta á hinni hefðbundu atvinnu- leyfaútgáfu sem hefur verið á höndum Vinnumálastofnunar. Það muni þýða að stofnunin hafi meira svigrúm fyrir ný verk- efni. „Um 80% afatvinnuleyfum síðustu missera voru gefin út til fólks á EES-svæðinu. Þegarléttir á henni höfum við töluvert svig- rúm fyrir ný verkefni.“ VÍKURVAGNAKERRURNAR þessar sterku flllar gerðlraf kerrum Allir hlutir til kerrusmíða Víkurvagnar ohf • Dvorgshölða 27 ^ Simi 577 1090 • www.vikutvagnar.is /

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.