blaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 20
20 I VIÐTAL MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2006 blaöiö Alla daga að upplifa drauminn Hannes Þór Halldórsson er ungur kvikmyndaleikstjóri á uppleið. Sjálfmenntaður er hann og hefur gertfjölda sjón- varpsauglýsinga og tónlistarmyndhanda. Björn Bragi Arnarsson rœddi við Hannes um stuttan en viðburðarríkan feril hans ogþau tœkifœri sem bjóðast ungu hœfileikafólki í íslenskri kvikmyndagerð. BlaÖiÖ/Steinar Hugi Hannes Þór Halldórsson er í hópi efnilegustu kvikmyndagerðar- manna íslands og hefur, þrátt fyrir ungan aldur, komið ár sinni vel fyrir borð í kvikmyndageiranum. Aðeins 22 ára gamall hefur hann leikstýrt fjölda sjónvarpsauglýsinga og gert á annan tug tónlistarmyndbanda fyrir nokkra af þekktustu tónlistar- mönnum landsins. Hannes starfar sjálfstætt - rekur fyrirtækið Kuwait ehf. - og hefur haft í nógu að snúast frá því fyrirtækið var sett á stofn fyrir ári síðan. Dýrmæt reynsla úrVersló Hannes segir að áhuginn á kvik- myndagerð hafi kviknað snemma. „Ég var 12 ára þegar við vinirnir gerðum fyrstu stuttmyndina. Við gerðum nokkrar myndir saman í grunnskóla og einhvern veginn fór það þannig að það var alltaf ég sem hélt á myndavélinni. í fram- ICETREND OUTLET SÍÐUMÚLA 34 Vandaður barna og dömu fatnaður á mjög góðu verði! Flottar gallabuxur frá 900,- Fallegir bolir frá 400,- Opið: virka daga 11-18 laugardaga 11-16 haldsskóla byrjaði þetta svo af al- vöru og ég fékk brennandi áhuga á kvikmyndagerð. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvort ég ætti að leggja þetta alveg fyrir mig og hef satt að segja ekki ennþá komist að niður- stöðu,“ segir Hannes. Hannes nam við Verzlunarskól- ann og var öll menntaskólaárin á kafi í myndbandagerð. Segir hann þá reynslu síst minna dýrmæta en þekkinguna sem hann aflaði sér með lestri námsbókanna. „Þarna var ég að vinna í mjög fjölbreyttum verkefnum. Við félagarnir vorum að gera stuttmyndir, skemmtiþætti, tónlistarmyndbönd og alls kyns efni. Þetta var frábær skóli fyrir mig sem verðandi kvikmyndagerðar- mann og líklega betri en flest kvik- myndanám. Ég held að það að vera á kafi í kvikmyndagerð í Versló taki t.d. Kvikmyndaskóla íslands fram að mörgu leyti. Að æfa sig sjálfur og hafa frjálsar hendur til að leika sér er ótrúlega dýrmætt. Reynslan hefur svo mikið að segja í þessu,“ segir Hannes og fullyrðir að engu sé logið til um að í Versló sé frábært félagslíf og segir það bjóða upp á mörg tæki- færi fyrir skapandi einstæklinga. Nylon gaf tóninn „Eftir Versló fór ég að vinna hjá Saga Film sem eins konar kaffitittur. Fljótlega fór ég svo að gera tónlist- armyndbönd í hjáverkum. Smám saman fóru mér að bjóðast fleiri verkefni og hægt og rólega vatt þetta upp á sig. Á svipuðum tíma bauðst mér góð vinnuaðstaða og fór svo að ég hætti hjá Saga Film og hóf að starfa einn. Það lá því beinast við að ég stofnaði fyrirtæki undir þetta.,“ segir Hannes. Fyrsta stóra verkefni hans kom 99................. Ég er með fiðríng í maganum alla daga og er ótrúlega sáttur við að geta verið að starfa við þetta. Ég hefalltaf verið í frekar leiðin- legri vinnu og hefði ekki trúað því hvað það breytir tilverunni mikið að vera í svona skemmtilegu starfi. skömmu eftir að hann útskrifaðist úr Versló. Það var að búa til mynd- band fyrir þá nýstofnaða stúlkna- hljómsveit, Nylon. „Ég og félagi minn, sem ég hafði unnið mikið með í Versló, vildum taka að okkur alvöru verkefni og ákváðum að tala við Einar Bárðarson. Við sögðum honum að við hefðum áhuga á að gera fyrir hann myndband og buð- umst til að gefa vinnuna okkar en hann myndi sjá um að greiða fram- leiðslukostnað. Þetta gelck eftir og myndbandið tókst vel. Einar var ánægður með útkomuna og ég hef unnið mikið fyrir hann síðan,“ segir Hannes. Auk Nylon hafa listamenn á borð við Garðar Cortes, Stefán Hilmarsson, Margréti Eir og Skíta- móral notið krafta hans. „Mér finnst skemmtilegast að gera tónlistarmyndbönd. Þar fær maður meira að leika sér og andrúmsloftið er léttara og skemmtilegra. Auglýs- ingarnar eru líka skemmtilegar og gefa meira af sér. Ég er mest í að gera þær en það er alltaf gaman að taka að sér tónlistarmyndbönd inn á milli,“ segir Hannes en bætir við að takmarkið sé að gera kvikmynd í fullri lengd. „Ég er með ákveðnar hugmyndir í gangi og það væri mjög spennandi að fara út í svoleiðis verk- efni. En það er vissulega meira en að segja það. Ég á þó vafalaust eftir að gera kvikmynd fyrr eða síðar,“ segir Hannes. . (slenskan fer illa í fólk Kvikmynd í fullri lengd bíður þó enn um sinn, en Hannes segir að það reynist 'þrándur í götu þeirra sem ætli sér að gera kvikmynd á ís- landi. „Við eigum þó fullt af góðum kvikmyndagerðarmönnum sem eru að gera fína hluti. En auðvitað mættu þeir allir vera að gera meira og betra, það bara vantar alltaf fjár- magnið. Það getur enginn gert ná- kvæmlega það sem hann vill hérna vegna þess að það er ekki til fjár- magn fyrir neinu. Þess vegna þarf alltaf að vera að kreista af og skera af öllum hornum til þess að fá hlut- ina framleidda. Það tekur sinn toll,“ segir Hannes og nefnir aðra ástæðu fyrir því að íslenskar kvikmyndir eigi undir högg að sækja: „Ég held að Islendingar kaupi bara ekki alveg íslensku í kvikmyndum. Okkur finnst eitthvað skrýtið við að horfa á íslenskuna á hvíta tjaldinu og það er eins og hún fari ekki alveg nógu vel í okkur. Að mínu mati er það stór ástæða fyrir því að íslenskt efni virkar ekki alveg eins vel á okkur og það ætti að gera,“ segir Hannes. „Mér finnst íslensk kvikmynda- gerð samt sem áður frábær. Ég virði allt framtak og er áhugasamur yfir því sem er verið að gera. Mér finnst gaman að horfa á íslenskar kvik- myndir og þætti eins og Stelpurnar eða Allir litir hafsins eru kaldir af því að ég veit hvað það er mikið mál að búa þetta til. Allt íslenskt efni finnst mér frábært þó að það vanti kannski svolítið upp á gæðin í mörgum tilvikum. Kannski er ég of umburðarlyndur og hugsa of mikið út í hvað það er mikið vesen að fram- leiða þetta", segir Hannes og hlær. Áhuginn aðalatriðið Hannes segir að á íslandi fari menn ekki út í kvikmyndageirann til þess að verða ríkir, heldur séu þeir drifnir áfram af áhuganum. „Þó að mér gangi ágætlega að lifa á þessu er ekki hægt að segja að þetta sé neitt æðislega vel borgað. Fyrst og fremst er þetta skemmtilegt. Ég er með fiðr- ing í maganum alla daga og er ótrú- lega sáttur við að geta verið að starfa við þetta. Ég hef alltaf verið í frekar leiðinlegri vinnu og hefði ekki trúað því hvað það breytir tilverunni mikið að vera í svona skemmtilegu starfi," segir Hannes. Aðspurður hvar bestu tækifærin liggi segir Hannes þau vera í auglýs- ingunum. „Það er hægt að lifa vel á því að vera auglýsingaleikstjóri og það eru ágætis peningar í því. Það er örugglega það hæsta sem hægt er að komast á íslandi og svo getur maður haldið áfram þaðan og komist er- lendis í auglýsingaleikstjórn. Það eru nokkrir íslendingar starfandi við auglýsingagerð ytra og fá fullt af peningum fyrir,“ segir Hannes og telur það langtum arðbærari kost en að gera kvikmyndir á Islandi. „Að gera kvikmyndir er annar möguleiki en þá á maður varla fyrir mjólkinni. Þetta fer bara eftir því hvar metnaðurinn liggur. Annað hvort eiga menn ekki krónu og fá útrás fyrir listamanninn í sér eða þeir fara í auglýsingarnar. Maður þarf að spyrja sig hvort maður vilji taka fjölbreyttan vinnudag og fiðr- ing í maganum fram yfir úttroðið veski? En undantekningarnar eru þó til, eins og Baltasar Kormákur sem er að taka næsta skref og er kominn í stærri og betri hluti. Eins Dagur Kári. En sem kvikmyndaleik- stjóri á Islandi er maður í þessu af áhuganum einum saman,“ ítrekar Hannes. Hollywood er fjarlægur draumur Hannes segist bíða í ofvæni eftir nýjum og spennandi sumarverk- efnum. I haust muni hann hins vegar standa á ákveðnum timamótum og þurfi þá að taka ákvörðun varðandi framtíðina. „I haust eru liðin tvö ár frá því ég útskrifaðist úr mennta- skóla og fór að vinna við kvikmynda- gerð og þá þarf ég að ákveða hvort þetta sé það sem ég ætla mér alfarið út í eða hvort ég ætli að fara í há- skólan. Mér þykir líklegra að ég leggi kvikmyndagerð aðeins á hilluna og fari í Háskólann - líklega í sálfræði,“ segir Hannes en útilokar að hann muni mennta sig í kvikmyndagerð. „Ég hef unnið mig hratt upp og er kominn á góðan stað í þessum geira. Ef ég held áfram þá ætla ég að halda áfram með sama hætti - að læra af sjálfum mér og reynslunni.“ Þegar kvikmyndagerðarmaður- inn ungi er spurður hver sé hans helsti draumur stendur svarið ekki á sér: „Hollywood! Ég held að ég gæti ekki gert neitt skemmtilegra í lífinu en að verða kvikmyndaleik- stjóri og hafa það gott. Að vera leik- stjóri í Hollywood held ég að sé það besta sem hægt er að gera ef maður hefur áhuga á þessu. Að gera eina mynd á ári og fá vel borgað fyrir það og verið svo að velja úr handritum fyrir næstu mynd. Það er auðvitað draumurinn," segir Hannes en bætir við að hann sé fullmeðvitaður um að líkurnar á að þetta gangi eftir séu hverfandi. „Þetta er bara eins og allir sem æfa fótbolta ætla að verða atvinnumenn í fremstu röð en svo er það bara Eiður Smári sem verður það. Það er ótrúlega mikið af kvikmyndagerðar- mönnum hérna á Islandi sem vilja verða næsti Spielberg. Þannig að ef ég á að vera raunsær þá er draumur- inn að geta unnið við kvikmynda- gerð, haft það gott og verið minn eigin herra.“ bjorn@bladid.net o PARKET feGÓLF mmm ARMULA 2 3 OPIÐ MÁNUDAC TIL FÖSTUDAGS: 9:00 TIL 18:00 LAUCARDAC 10:30 TIL 13:30 PARKET &GÓLF

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.