blaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 24
24 1 ÝMISLEGT MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2006 blaðið Tjáning tilíinninga er nauðsynleg Margir eiga erfitt með að tjá tilfinningar sínar vegna hrœðslu um að verða sœrðir. Slíktgetur valdið miklu andlegu álagi. Það er ekkert sem skilgreinir okkur eins mikið og tjáning tilfinninga. Til- finningar endurspegla persónulegar upplýsingar um okkur og það er því engin furða að margir eigi i erfíð- leikum með að tjá þær. Hræðsla okkar snýst helst um hvernig fólk bregst við þegar við tjáum tilfinningar okkar. Margir karlmenn telja að með því að tjá tilfinningar sínar virki þeir kvenlegir á meðan konur hræðast við að tjá tilfinningar sínar þar sem þær vilja ekki vera taldar væmnar. Þrátt fyrir að okkur finnist sem við séum berskjölduð og auðsæranleg ef við tjáum tilfinningar okkar er það samt sem áður nauðsyn- legt. Það er nauðsynlegt því það hefur MARGT OLÆRT áhrif á okkur og einkalíf okkar. Með því að tjá tilfinningar okkar getum við létt á andlegri spennu enda veldur það álagi að leyna tilfinningum sínum. Hér eru nokkur góð ráð fyrir þá sem eiga erfitt með að tjá tilfinn- ingar sínar og vilja breyta því. Útskýrðu vandamálið Það getur vel verið að þú eigir ekki alltaf erfitt með að tjá tilfinningar þínar. Getur verið að þú eigir einungis erfitt með að tjá þær í ákveðnum aðstæðum eða við ákveðna einstak- linga? Ef þetta er rétt ættirðu að ein- beita þér að þeim aðstæðum og þeim einstaklingum. Hvað er það sem stöðvar þig og hvaða tilfinningar bær- ast innra með þér þegar þú hugsar um það? Fyrsta skrefið er að átta sig á þessu og þá er auðveldara að breyta hegðuninni. Hvernig hófst vandamálið Þú hefur kannski ekki alltaf átt erf- itt með að tjá tilfinningarþínar en eitt- hvað atvik í fortíð þinni gæti hafa ol- lið því. Slæm lífsreynsla getur þróast upp í hræðslu vegna framtíðarinnar, hræðslu við að sama sagan endurtaki sig. Það er þessi hræðsla sem heldur aftur af tilfinningum þínum og það er að mörgu leyti skiljanlegt. Eini gall- inn er að slík vörn á það til að ganga lengra en nauðsyn er. Ef það er atvik í fortíð þinni sem varð til þess að þú átt erfiðara með að tjá tilfinningar þínar skaltu vera meðvitaður/meðvituð um þann þátt og þá er auðveldara að vinna úr því. Settu þér markmið Ef þú setur þér það markmið að breytast þá verða þau markmið að vera raunsæ. Allir eru ólíkir og sumir eru með opnari persónuleika en aðrir. Það er því ekkert rétt og rangt í þessum efnum og það er óþarfi að þykjast vera opinn og ófeiminn ef þú ert það ekki. Þegar þú setur þér mark- mið skaltu miða við hegðun sem er þér eðlileg. Byrjaðu strax Ekki búast við því að breytast sam- stundis. Það tekur tíma að breyta hegðun og þú skalt taka þér þann tíma. Vertu eins örugg/ur með þig og mögulegt er þegar þú byrjar að tjá tilfinningar þínar. Ekki byrja á því að tjá þær við einhvern sem kann ekki að taka við því heldur einhvern sem þú veist að tekur þvi vel. Veldu um- hverfi og fólk sem þú treystir. Tjáðu svo tilfinningar þínar varlega og ögraðu gamalgrónum hugmyndum þínum um hvað mun gerast við þær aðstæður. Með tímanum veitist þér auðveldara að tjá tilfinningar þínar, svo framarlega sem þú gerir það reglu- lega og verður öruggari með þig. Sættu þig við takmarkanir þínar Vertu raunsæ/r og sættu þig við það að í sumum aðstæðum muntu aldrei geta tjáð tilfinningar þínar, svo vel fari. Þrátt fyrir það nærðu mark- miðum þínum því það er ekki nauð- synlegt að tjá allar tilfinningar við öll möguleg tækifæri. Mundu að þótt þú tjáir ekki tilfinningar þínar er ekki þar með sagt að þú sért tilfinninga- laus. Það eru til aðrar leiðir til að tjá fólki hvað þér finnst um það. Það sem þú gerir, segir auk látbragðsins eru góðar leiðir til að tjá tilfinningar án þess að þurfa að segja það beint. Ef þú ert takmörkuð/takmarkaður á einu sviði skaltu hiklaust nýta önnur svið enn frekar. svanhvit@bladid.net Slæm lifsreynsla getur þróast upp í hræðslu vegna framtíðarinnar, hræðslu við að sama sagan endurtaki sig. HEIMURINN Á

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.