blaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 10
10 I FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 blaðið
Sýndu meistaratakta við ?rillið!
Steikar- og grilismjör ásamt grillsósum
frá meistarakokkum Argentínu
kóróna ljúffenga máltíð.
S9íáf!3BB3S51B
KR^NAN
Góð með kjúklingi, svínakjöti, reyktum laxi, graflaxi, sem
salatsósa og í kalt pastasalat hverskonar.
Æfí. .r'íte , -t'
A ■ "" v ■".-■ «£> m ■
•■ • -•< .j f t ■■■•;•■■/'■ : ■
;
Frábær köld með kjúklingi og lambakjöti og út á pizzuna.
Góð á saltkexið með rifsberjahlaupi og sem ídýfa.
Routers
Úrillur kisi
Bengal-tígur öskrar á Ijósmyndara í Khairbati dýraverndunargarðinum á Indlandi,
en tígrisdýrum fer ört fækkandi í landinu. Talið er að um 40 þúsund dýr hafi
verið á Indlandi fyrir einni öld, en nú eru dýrin aðeins um þrjú þúsund. Indversk
stjórnvöld hafa beðið um aðstoð Kínverja við verndun tigrísdýranna en þau eru
meðal annars veidd til að sinna mikilli eftirspurn eftir tígrísdýraskinnum í Tíbet og
sumum héruðum Kína.
Rafræn kjörskrá
í Reykjavík
Opnað hefur verið fyrir rafrænan
aðgang að kjörskrá borgarstjórnar-
kosninga í Reykjavík. Þar geta borg-
arbúar slegið inn kennitölu kjós-
enda og fá þannig upplýsingar um
hvar skuli kjósa og í hvaða kjördeild.
Farið er í grunninn af forsíðu vefs
Reykjavíkurborgar, www.reikjavik.
is. I fréttatilkynningu frá Ráðhúsi
Reykjavíkur segir að hér sé um að
ræða einfalda leið fyrir borgarbúa
til að nálgast upplýsingar um hvar
þeir skuli greiða atkvæði sitt í kom-
andi sveitarstjórnarkosningum.
Þær munu fara fram laugardaginn
27. maí næstkomandi.
Nýir vendir: Svartklæddir meðlimir öryggissveitar ríkisstjórnar Hamas standa vörðinn. Hmne,s
Öryggissveit stjórnar
Hamas tekin til starfa
Ríkisstjórn Hamas gengur gegn neitunarvaldi Abbas forseta.
Ríkisstjórn Hamas-samtakanna,
á palestínsku sjálfstjórnarsvæð-
unum, tilkynnti í gær að öryggis-
sveit á þeirra vegum hefði tekið til
starfa. Mahmoud Abbas, forseti
palestínsku heimastjórnarinnar,
hafði áður beitt neitunarvaldi um
ákvörðun ríkisstjórnarinnar um
stofnun öryggissveitar. Sjónarvottar
sögðu að liðsmenn öryggissveitar-
innar hefðu staðið vörð á mörkuðum
og við hraðbrautir í Palestínu í gær.
Sumir liðsmenn báru höfuðband
merkt „Qassam” sem er nafn hins
vopnaða arms Hamas-samtakanna.
Saeed Seyam, innanríkis-
ráðherra palestínsku heimastjórn-
arinnar, sagði á fundi með blaða-
mönnum í gær að öryggissveitinni
sé ætlað að koma í veg fyrir óreið-
una og ofbeldið sem nú ríkir á sjálf-
stjórnarsvæðunum. Hann sagði
ennfremur að þær öryggissveitir
sem eiga að lúta valdi heimastjórnar-
innar hafi ekki hlýtt skipunum hans
og þar af leiðandi hafi verið nauðsyn-
legt að koma á fót nýrri sveit. Sveitin
er skipuð stuðningsmönnum og
meðlimum Hamas-samtakanna.
Stofnun öryggissveitanna
þykir til marks um stigvaxandi
spennu í samskiptum ríkisstjórnar
Hamas og Abbas forseta. Stjórn-
málaskýrendur telja stofnun hennar
beina ögrun við Abbas sem gæti
haft alvarlegar afleiðingar.
Allt frá því að Hamas-samtökin
báru sigur úr býtum í kosningunum
í Palestínu í janúar og mynduðu rík-
isstjórn í kjölfarið hefur forsetinn
reynt að draga úr áhrifum samtak-
anna í stjórnkerfi sjálfstjórnarsvæð-
anna. Þetta gerir hann til þess að
draga úr neikvæðum afleiðingum
þeirra alþjóðlegu einangrunar sem
valdataka Hamas hafði í för með
sér.
Eitt af helstu bitbeinum ríkis-
stjórnar og forseta eru umráð yfir
öryggissveitum heimastjórnarinnar.
Abbas skipaði bandamann sinn sem
yfirmann öryggissveita sem heyra
undir stjórn innanríkisráðuneyt-
isins. Með skipuninni gróf Abbas
undan getu ríkisstjórnar Hamas
til þess að stýra öryggissveitunum.
Hamas-samtökin brugðust við
skipuninni með því að stofna nýja
öryggissveit. í síðasta mánuði til-
kynnti innanríkisráðherrann að rík-
isstjórnin ætlaði að koma sér upp
þrjú þúsund manna öryggissveit
samhliða þeim sem fyrir eru og að
hún myndi lúta valdi innanríkisráð-
herrans. Abbas beitti neitunvarvaldi
sínu gegn tillögu ríkisstjórnarinnar.
Þrátt fyrir neitunarvald forsetans
tók sveitin til starfa í gær.
Stjórnmálaskýrendur telja að
tilkoma sveitarinnar, sem að sögn
fjölmiðla verður stjórnað af Jamal
Abu Samhadana, sem er talin bera
ábyrgð á fjölda eldflaugaárása á
ísrael, auki enn á spennuna milli
Hamas og Fatah-flokksins, en hann
hefur ítökin í þeim öryggissveitum
sem lúta stjórn Abbas. Tawfig Abu
Khoussa, talsmaður Fatah-flokks-
ins, biðlaði til innanríkisráðherrans
í gær og bað hann um að leggja ör-
yggissveitina niður. Annars gæti
hið eldfimt ástandið farið úr bönd-
unum. Aðrir áhrifamenn innan
Fatah-flokksins fordæma stofnun
sveitarinnar og segja ákvörðunina
brot á lögum þar sem hún brýtur í
bága við neitunarvald forsetans.