blaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 25

blaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 25
blaöiö FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 BÍLAR I 25 útlit að ræða, einkar rennilegt og með viðeigandi virðingu fyrir sögunni. Rými Fram í er feikinóg pláss, en sætin aftur í eru hins vegar brandari eins og venjulega. Það má koma börnum fyrir þar, en þau verða að ganga frá fermingu. Leðuráklæði er staðalfrá- gangur og annað er eftir því. Hönn- unin er látlaus og hagnýt í alla staði. Og Porsche er jafnréttissinnað, því speglar með ljósum eru í báðum sólskyggnum. Farangur Það er ágætt pláss fyrir eitt og annað í bílnum fram i og aftursætin nýtast örugglega alltaf sem farangursrými. Vélin er aftur í, þannig að hið eigin- lega farangursrými er undir húddinu. Það er ágætlega djúpt, en ekki breitt að sama skapi. Það má vel koma fyrir tveimur smærri töskum þar, en ekki meiru. Öryggi Öryggi í Porsche 911 Turbo er framúr- skarandi. Mikið af því felst í alls kyns tæknibúnaði, sem bregst við aksturs- aðstæðum, frábæru bremsukerfi og þvíumlíku, en það er líka nóg af eig- inlegum vörnum fyrir ökumann og farþega. Yfirbyggingin er afar tryggi- lega smiðuð, með sérstyrktri farþega- grind og eftirgjöf á öðrum stöðum, og líknarbelgir um allan bíl. Rekstur og viðhald Þó að þetta sé ofurbíll, þá er hann gerður fyrir venjulegt fólk. Smíðin á að tryggja það að viðhaldið sé lítið og sú hefur enda verið raunin með þessa bíla. Og hann eyðir minnu en maður skyldi ætla, 12,8 1 á 100 km. Á móti kemur að þetta er svo fallegur bíll að menn eyða sjálfsagt fúlgum i bón. Nytsemd og gæði Það þarf ekki að fjalla sérstaklega um gæðin, þau eru í algerum sér- flokki. En hvað um nytsemdina? Hefur einhver eitthvað að gera við tveggja manna þotuhreyfd, þó hann sé falíegur? Og það fyrir verð tveggja herbergja íbúðar í Vesturbænum? Svarið veltur auðvitað á efnahag og lífsstíl. Ef menn eiga 16 milljónir aflögu er hægt að eyða þeim í marga meiri vitleysu en Porsche 911 Turbo. Fæstum finnst gaman að keyra í og úr vinnu og um þessar mundir heita stjórnmálamenn því að uppræta skut- lið. En á Porsche 911 Turbo verður jafnvel hversdagslegasti akstur ánægjulegur. Og þetta er einhvern- veginn miklu meira en dýr bíll, þó hann sé auðvitað líka hraðskreiður og allt það. Ætli það megi ekki segja að hann sé óður til verkfræðinnar? Eins má ekki gleyma hinu að um 70% af öllum Porsche bílum, sem smíðaðir hafa verið, eru enn í akstri. Endursöluverðið er frábært, þannig að þá má vel líta á Porsche, sem fast- eign á hjólum. Að því leyti þori ég alveg að segja að Porsche 911 Turbo sé nytsemdar- bíll, því hann getur fært ökumann- inum (og farþeganum) óblandna ánægju. Það er einhvers virði. Ef ég ætti 16 milljónir á lausu myndi ég hik- laust panta einn svartan á eftir. Stefnuljósin eru nú LED-ljós, greipt inn í stóreflis loftinntök og eins eru þokuljósin aðeins útstæð. Að öðru leyti er útlitið ekki mjög breytt. Vindskeiðin minnir á gamla daga. Að innan er allt klætt I leður og hagan- lega fyrir komið. Það er nóg af fburði, en hann er samt hófstillur og smekklegur. Porsche 911 Turbo (997) Kostir: Einn besti bíll í heimi. Hröð- Bílabúð Benna unin er klikkuð. Frábærir aksturs- Verð: um 16.000.000 eiginleikar. Sportbíll Eldsneyti: Bensín Gallar: Aftursætin eru nánast upp Lengd: 4,45 m á punt. Verðið er ekki á allra færi. Breidd: 1,85 Hæð: 1,30 Niðurstaða: Kauptu bílinn ef þú Þyngd: 1620 kg áttfyrir honum. Dyr:2 Vélarstærð: 3600 cc Hestöfl: 480 ★★★★★ frábæru fisléttu titan umgjarðirnar Sumartilbod! Frí sólgler í þínum styrkleika þegar keypt eru ný gleraugu. -6,00 / +4,00 cyl 2,00 Gleraugnaverslunín í Mjódd Álfabakka 14 • Slml: 587 2123 Gleraugnaverslun Suöurlands Selfossl • Slml: 482 3949 (augnsyn GLERAUGNAVERSLUN Fjarðargata 13-15 Simi 565 4595 Miriam Makeba - Grand finale Búlgarski kvennakórinn Angelite á Listahátið á laugardag og sunnudag kl. 16.00 „Kemst næst þvi að hlýða á englasöng á jörðu niðri" - Time Out, New York Hallgrímskirkja 20. og 21. maí. kl. 16.00. Miðaverð: 2.800 kr. jgj samson Sunnudagsmorgnar með Schumann Flytjendur: Ástríður Alda Sigurðardóttir og Richard Simm Listahátíð í Reykjavík ftaiiliin I www.listahatid.is 20 6 Stórtónleikar í Laugardalshöll á laugardagskvöld „Áhrifamesti flutningur sem ég hef oröið vitni að" - Guardian m KB BANKI örfá sæti laus! Laugardalshöll 20. maí kl. 21.00 Miðaverð: 5.500 / 5.000 kr. Qgg| Iðnó 20. maí kl. 23.30 Miðaverð 2.500 kr. Efnisskrá: Sinfónískar etýður ópus 13, Fantasiestucke ópus 12 Kynnir: Halldór Hauksson Ýmir21. maí kl. 11 fyrir hádegi Miðaverð: 2.300 með Benna Hemm Hemm - stórhljómsveit á laugardagskvöld Þrumandi skemmtilegt glænýtt prógramm Miðasalan Bankastræti 2: Opin virka daga kl. 1? til 18. um helgar kl. 12 til 16. Sími 562 8588 - Miðasala a netinu á www.listahatid.is Miöasaia við innganginn hefst klukkustund f'yrir viðburð Englasöngur á jörðu niðri

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.