blaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 24
24 I BÍLAl
FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 blaöiö
Verð á mann
Pxröþú
MasterCara
fcriaávísun? *** .
m ém
Gott úrval af frábærum mótorhjóladekkjum.
M0T0CR0SS • ENDURO ■ GÖTUHJÓL
Vertu óhrædd/ur að velja það bestal
uiuv
DEKKJiUMÓNIJSTA
Lágmúla 9 -108 Reykjavík ■ Simi 5-333-999 • GSM 899-2844 • betragrip@betragrip.is
34.900
49.900 kr. í 2 vikur
♦Netverð á mann á ofangreinda áfanga- og gististaði.
Verð er óháð fjölda í íbúð, en lágmarksfjöldi í íbúð er 2.
Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn.
Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis bætist við 2.000 kr. bókunar-
og þjónustugjald á mann.
kr. í viku*
Bílasmiðjan Porsche kynnti nýverið glænýja útgáfu af vinsælasta sport-
bíl allra tíma, Porsche 911 Turbo (997). Andrési Magnússyni var boðið
suður til Andalúsíu á Spáni til þess að reyna gripinn og það er óhætt að
segja að hann hafi orðið bergnuminn af bílnum.
Verkfræðingar og áróðursmeistarar
Porsche voru uppfullir af sjálfsöryggi
þegar þeir tóku á móti blaðamönnum
í þorpinu Benalup syðst á Spáni. Þeir
vildu sem minnst mæra bílinn og
sögðu að hann stæði alveg fyrir sínu,
ekkert sem þeir segðu gæti tekið
fram niðurstöðum okkar við reynslu-
aksturinn. Það kom á daginn, að það
var hárrétt metið hjá þeim.
Áður en lengra er haldið finnst mér
rétt að greina lesandanum frá því
að Porsche 911 Turbo er einfaldlega
skemmtilegasti bíll, sem undirrit-
aður hefur ekið. Það á varla að þurfa
að taka fram að bíllinn er verkfræði-
legt undur, hann er afar fallegur á að
lita og smiðin er öll til fyrirmyndar
og frágangur sömuleiðis. En það á
heldur ekki að koma á óvart þegar
Porsche er annars vegar.
Hitt finnst mér þó skipta enn
meira máli, hvað þetta er afskaplega
skemmtilegur bíll; eins og hugur
manns, en samt með sjálfstæðan ka-
rakter. Tæknilega í fremstu röð, en
Iöðrandi í sögu. Og þó hann sé smá-
gerður er hann þægilegur, svo þægi-
legur að eftir 8V4 tíma hraðakstur um
þrönga sveitavegi og hraðbrautir An-
dalúsíu var maður ekki lúnari en svo,
að blaðamaður settist aftur upp í og
fór í bíltúr!
Tilfinning
Þegar maður beygir sig niður til þess
að setjast í fyrsta skipti inn i Porsche
911 Turbo er maður ögn smeykur
um að hann reynist fullaðsniðinn
fyrir mann í norrænni yfirstærð, en
um leið og maður er kominn undir
stýrið hverfa þær áhyggjur. Þvert á
móti er bíllinn afar þægilegur fyrir
ökumanninn og minnir raunar um
margt á innvolsið í Porsche Cayenne.
Um leið og lyklinum er snúið
áttar maður sig hins vegar á því að
undir þessu lúxusyfirborði bærist
skrímsli og það rymur duglega í því.
Maður fer hægt af stað og áttar sig á
því að bíllinn myndi duga vel í inn-
kaupaferð í Þingholtunum, en það
er ekki fyrr en maður gefur duglega
inn, sem maður áttar sig á aflinu. Jú,
maður hafði lesið eitthvað um hest-
aflafjölda og hröðun, en það bjó mig
samt ekki undir að þrýstast aftur í
sætið og sjá umhverfið þjóta aftur
fyrir mig.
Akstureiginleikar
Þó aflið sé yfirdrifið f Porsche 911
Turbo eru það ekki síst aksturseig-
inleikarnir, sem gera hann að þeim
ofurbíl, sem hann vissulega er. Hann
er einkar lipur og það jafnt á mikilli
ferð sem lítilli. Og það er eins og það
sé alveg sama hvað maður hamast á
honum: á 160 km ferð inn í beygjur
eða á malarvegi, hann steinliggur.
Þar inn í koma raunar alls kyns drif-
og bremsukerfi, sem stýrt er af fín-
stilltum tölvubúnaði, en það merki-
lega er að maður verður sáralítið var
við inngrip af þeirra hálfu. Bfllinn
bara virkar eins og maður óskaði
þess að hann virkaði.
Það er lykilatriði við Porsche 911
Turbo: Þetta er einn glæsilegasti
sportbíll í heimi, en hann er ekki
aðeins fyrir bílaáhugamenn og öku-
þóra. Mamma færi létt með að aka
honum, þó ég fengi sjálfsagt meira út
úr honum, að ekki sé minnst á betri
bílstjóra.
Vél og drif
Porsche 911 Turbo er knúinn með 353
kW (480 hestafla) vél við 6.000 snún-
inga á mínútu. Þetta er 60 hestöflum
meira en forverinn. Krafturinn f 3,61
boxer-vélinni nær með þessu nýjum
hæðum eða 98 kW (133 hestöfl) á
hvern lítra í vélinni. Skráð snúnings-
átak hefur aukist úr 560 í 620 New-
tonmetra. (680 Nm á yfirþrýstingi
í 10 sekúndur). Vélin nær þessum
krafti á stærra bili en áður. í fyrri út-
gáfum náðist hámarks snúningsátak
á snúningshraða milli 2.700 og 4.600
snúninga en nú næst hámarksátak
á bilinu 1.950 til 5.000 snúninga á
mínútu.
Þegar sportbílar eru annars vegar
kýs undirritaður alltaf beinskiptingu,
af augljósum ástæðum. Ekki lengur.
Tiptronic S sjálfskiptingin f Porsche
911 Turbo er þvílíkur draumur að
hún er einfaldlega betri en ég get
látið mig dreyma um að verða. Það
segir enda sína sögu að sjálfskipta út-
gáfan er fljótari úr kyrrstöðu f hundr-
aðið en sú beinskipta! Og það kemur
fleira til. Skiptingin gerir greinar-
mun á þvf hvort færinum sleppt hratt
eða hægt á bensíngjöfinni, hvernig er
bremsað og svo framvegis, þannig að
manni finnst eins og kassinn „viti“
hvað maður hyggst fyrir, hvort sem
um er að ræða framúrakstur, afslátt
vegna aðvífandi umferðar eða hvað
annað. Ótrúlegt tæki!
Sé þetta ekki nóg má ýta á „sport
takkann" við hliðina á gírstöng-
inni og þá bætist við aukaafl við
fulla inngjöf í 10 sekúndur. Þetta
eykur þrýstinginn um 0,2 bör, snún-
ingsátak eykst um 60 og fer í 680
Newtonmetra!
Þetta tekst vegna þess að það er
ekkert venjulegt „túrbó“ í drekanum.
Skurðinum á blöðunum, sem beina
útblæstrinum á túrbínuhjólið, er
breytt eftir þörfum og þannig eru
kostir lítilla og stóra túrbína samein-
aðir í einni.
Til að koma þessum ógnarkrafti
á framfæri er Porsche 911 Turbo
með nýja gerð fjórhjóladrifs - raf-
eindastýrðu fjöldiska mismunadrifi
og tölva sér um að dreifa aflinu í
réttum hlutföllum miðað við ástand
vegarins.
Hámarkshraði er sagður vera 310
km/klst„ en það er lygi. Hann kemst
talsvert hraðar.
Útlit
Það er sáralítill útlitsmunur á Por-
sche 911 Turbo og venjulegs 911.
Helsti útlitsmunurinn að framan
felst í stórum loftinntökum fyrir vél-
arkælingu, auk útstæðra þokuljósa
og nýrri gerð LED stefnuljósa. Að
aftan eru lfka lúmskar breytingar,
afturbrettin eru eilítið breiðari, vind-
skeiðin eru sömuleiðis vígalegri og
púströrin einnig.
Að öðru leyti er um hefðbundið 911
Lokaútkall í næstu viku
Sonaóu strax
a www.urvaiutsyn.is
www urvaiutsyn.is
JZtíllDGESTOnE
UMBOÐSAÐILI BRIDOESTONE A ISLANOI
Ertu aö leita aö alvöru dekkjum?
frambo*,,
Fvrstuf
Kenrur -