blaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 14
blaðiö 14 I ÁLST FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 blaðið Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: ÁsgeirSverrisson. Fréttastjórar: Aðaibjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. FISKUR OG FJÁRFESTINGAR Ummæli Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra á ráðstefnu breska tímaritsins The Economist sem fram fór í byrjun vik- unnar hafa vakið nokkra athygli. Þar lýsti forsætisráðherra yfir því að hann teldi tímabært að hugað yrði að breytingu á lögum sem koma í veg fyrir beina fjárfestingu útlendinga í íslenskum sjávarútvegi. Fram kom og í máli Halldórs Ásgrímssonar að hann hefði verið ann- arrar skoðunar fyrir tíu árum. Fögnuð vekur að sýn forsætisráðherra til verkefna og veruleika geti tekið breytingum. Á undanliðnum árum hafa róttæk umskipti átt sér stað á flestum sviðum samfélagsins á íslandi sem kallað hafa fram ný í rök í ýmsum réttnefndum þjóðþrifamálum og endurskoðun afstöðu í mörgum grundvallarefnum. Því má raunar halda fram að margir stjórn- málamenn hafi engan veginn náð að halda í þá þróun. fslensk stórfyrirtæki og athafnamenn fylgja nú svo afdráttarlausri ,útrásarstefnu“ að mörgum þykir nóg um. Ráðamenn lofa frumkvæði íslenskra athafnamanna og skýra upplag þeirra og hneigðir með ýmsu og oft sérkennilegu móti. Á sama tíma gilda sérreglur sem koma í veg fyrir beinar fjárfestingar útlendinga í íslenskum sjávarútvegi. Tímabært hlýtur því að vera að taka lög þessi til endurskoðunar þar eð þau ganga beinlínis gegn þeim viðmiðum sem nú eru uppi í alþjóðlegum viðskiptum. Þau viðmið og þær reglur eru að sönnu ekki öllum að skapi og víða í Evrópu má nú greina vaxandi andstöðu við þessa birtingarmynd hnattvæðingarinnar. En fráleitt og ótækt er að íslendingar haldi sérstöðu sína slíka að réttlátt og eðlilegt sé að þeir stundi umfangsmikil viðskipti á sviði ýmissa lykil- greina í atvinnulífi erlendis á sama tíma og komið er í veg fyrir fjárfest- ingar útlendinga í sjávarútvegi hér á landi. Raunar hefur þessi tvískinnungur löngum einkennt framgöngu fs- lendinga, ekki síst á sviði alþjóðlegra samningaviðræðna um viðskipta- frelsi og lækkun tolla. fslendingar hafa þannig mótmælt niðurgreiðslum á sviði skipasmíða en hér á landi er á sama tíma haldið uppi eindregn- ustu landbúnaðarvernd sem sögur fara af. Um afleiðingar þeirrar afleitu stefnu þarf ekki að fjölyrða. Óskandi væri að forsætisráðherra öðlaðist til hennar nýja sýn. Erlend fjárfesting á fslandi er lítil borin saman við t.a.m. Norðurlönd og er nánast bundin við stóriðju. Miklu veldur að sjávarútvegurinn og orkugeirinn standa hjá þegar um beinar fjárfestingar erlendra aðila ræðir. Líklegt er að íslendingar muni á næstunni standa frammi fyrir vaxandi þrýstingi um að horfið verði frá þessari þjóðlegu sérhyggju í viðskiptum. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingan Hádegismóum 2,110 Reykjavík. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 5103711. Netföng: vbl@vbl.is, fréttir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. vinsælasti sumarleyfisstaður Italíu Sfðustu sætin í maí og júní Heimsferðir bjóða frábær tilboð til Rimini í maí og júní. Njóttu lífsins í sumar á þessum. vinsælasta sumarleyfisstað Ítalíu. Rimini er ekki aðeins frábær áfangastaður út af fyrir sig heldur eru ótrúlega spennandi valkostir í næsta nágrenni, vilji menn kynnast mörgum andlitum Italíu f einni ferð. Verð kr. 29.995 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, (íbúð í viku. Stökktu tilboð 24. og 31. maí. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000. Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/íbúð f viku. Stökktu tilboð 24. og 31. maí. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000. www.heimsferdir.is Skógarhlíð 18-105 Reykjavík - sfmi 595 1000 Heimsferðir Þc' GLt bÁTTT£\KnNblNH Skoðanakannanir Þegar þetta er ritað, 17. maí, hefur ekki verið gerð skoðanakönnun um stöðuna hjá flokkunum sem bjóða fram i Reykjavík um langa hríð. Fyrsta og eina könnunin hingað til var gerð 22. apríl! Það eru margir aðilar sem yfirleitt keppast um að gera kannanir, svo sem Gallup, Fé- lagsvísindastofnun, Fréttablaðið og fleiri. Maður hlýtur að furða sig á því hversu samtaka þessir að- ilar eru, auk þess sem þetta er frétt, sem fréttamiðlar ættu að keppast um að vera fyrstir með. En ekkert gerist í Reykjavík. Er eðlilegt að allir þessir aðilar séu svona sam- taka um að halda að sér höndum og gera enga könnun vikum saman? Hins vegar hafa sumir þessara aðila lýst því yfir að síðustu vikuna verði gerðar kannanir daglega í Reykjavík! Þessu er reyndar þveröfugt farið í þeim löndum, sem við berum okkur gjarnan saman við. Þar eru skoðanakannanir einmitt bann- aðar í síðustu vikunni fyrir kosn- ingar á þeirri forsendu að þær geti verið skoðanamyndandi og þannig haft áhrif á kosningabaráttuna. Að mælingin geti haft áhrif á það, sem mælt er. Fylgi mælt áður en fram- boð komu fram Ýmislegt annað bendir til þess að reynt sé að hafa áhrif á framvindu kosningabaráttunnar. Fréttastöðin NFS fór af stað með kannanir víða um land - áður en framboð voru komin fram. Það átti að skila inn framboðum 6. maí, en NFS keppt- ist við að gera kannanir á fylgi flokka víða um land fyrir þann tíma. Þetta þýddi að þeir sem sátu að völdum fengu forskot á þá sem voru að koma nýir inn. Það skyldi þó ekki vera að markmiðið hafi einmitt verið það að bægja nýjum framboðum frá og tryggja að þau mældust varla? Frjálslyndir fengu Margrét Sverrisdóttir ekki einu sinni að vera með í sjón- varpsþætti á landsbyggðinni þó svo framboð þeirra væri komið fram. Því var borið við að listinn hefði ekki verið kynntur opinber- lega! Það myndi sjálfsagt flestum veitast erfitt að komast úr þeirri sjálfheldu, að fá ekki kynningu vegna þess að kynningu vanti. Framkvæmd kosninga Ég hef líka ástæðu til að ætla að framkvæmd kosninga á Islandi sé ábótavant. I síðustu alþingiskosn- ingum munaði einungis 0,0007% að Frjálslyndir næðu inn manni á þing í stað Framsóknar, en ósk um endurtalningu atkvæða var hafnað, þrátt fyrir að munurinn væri svo ótrúlega lítill sem raun bar vitni. I öðrum löndum er endurtalið þegar um 1% mun er að ræða og jafnvel meira! •Einnig virtust geðþóttaákvarð- anir ráða of miklu um það hvort vafaatkvæði voru talin gild eða ekki og meðferð vafaatkvæða var mjög mismunandi eftir kjördæmum. Sem dæmi má nefna að í Reykja- víkurkjördæmi spður voru ógild atkvæði 58 en 131 gReykjavíkurkjör- dæmi norður. Sarfii fjöldi kjósenda er í báðum þess|m kjördæmum og munur á ógilaum atkvæðum því óeðlilega mikill og bendir það til þess að mismunandi forsendur hafi ráðið mati á því hvort vafaat- kvæði teldust gild eða ekki. Því miður virðist mér það vera svo að ríkjandi öfl beiti ýmsum miður lýð- ræðislegum aðferðum í kosningabar- áttunni. Það er sorglegt ef við getum ekki treyst því að lýðræðisleg vinnu- brögð séu viðhöfð, bæði í kosninga- baráttu og ekki síður við framkvæmd kosninga. Höfundur skipar 2. sæti á F-listanum í Reykjavík Klippt & skorið Utlendir kollegar klippara, sem tengd- ust skipulagningu ráðstefnu The Ec- onomist í vikunni, notuðu sterk orð til að lýsa virðingu sinni á útsjónarsemi íslensku útrásarvíkinganna, en fannst minna til pólitíkusanna koma. Skrítnust fundust þeim viðbrögð Steingríms J. Sig- fússonar leiðtoga Vinstrigrænna þegar Alcoa bauð honum á ráðstefnuna. Hann notaði hins vegar boðið til að afþakka það í hverjum einasta hljóðnema sem hann komst í tæri við og fór hamförum gegn ráðstefnunni. „Er stjórnarandstaðan á ís- landi á móti lýðræðislegum skoðanaskiptum?" spurðu útlendingarnir. En hitt vakti líka athygli að meðal ráð- stefnugesta var einstaklega fjölmenn sendinefnd frá Samfylkingunni, 10-12 manns. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, var meðal ræðumanna, en í salnum mátti þar t.d. sjá þingmennina Helga Hjörvar, Katrínu Júliusdóttur, Jón Gunnars- son og Þórunni Sveinbjarn- ardóttur, Skúla Helgason, framkvæmdastjóra Samfylk- ingarinnar, auk ýmissa ann- arra trúnaðarmanna flokksins. Aðgöngumiðinn að ráðstefn- unni kostaði um 170.000 krónur. Því verður ekki trúað að í miðri kosningabaráttu borgi Samfylk- ingin tæpar tvær milljónir króna í klapplið fyrir formanninn. En kannski flokkurinn hafi þegið boð einhvers stórfyrirtækisins ólikt Grími. Var einhver að tala um fjármál stjórnmálaflokka? klipptogskorid@vbl.is Klipparibentiumdaginnáþámerkilegu þverstæðu að þó VG auglýsi sig sem umhverfisverndarflokk hafi Árni Þór Sigurðsson verið eini borgarfulltrúinn sem vill flytja flugvöllinn í Reykjavík upp á Hólmsheiði, nálægt vatns- 1 forðabúri Reykvíkinga. VG hefur síðan verið í óða önn að fela þessa stefnu Árna Þórs og á NFS var því haldið fram að flokkurinn vildi bara skoða þetta, en hefði þetta ekki á stefnuskrá sinni. Klippara var því skemmt þegar hann las heimasíðu Ögmundar Jónassonar. Þar kvartar Steini H. undan því f aðsendu bréfi að allir hinir flokkarnir séu að stela stefnu VG. Því til sönnunar nefnir bréfrit- ari sérstaklega að Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son sé meira að segja búinn að taka upp stefnu VG um flugvöll á Hólmsheiði. Klippari berfullt traust til heimasíðu Ögmundar og trúir því að allt sem þar kemur fram sé rétt.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.