blaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 34
FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 blaðið
—1~
w 34 i júróvisiow
Það er enginn „lógík" i þessu
Selma er hrœdd við afleiðingarnar sem það gœti haft íför með sér efSilvía kemst ekki áfram.
Það er eflaust ekki auðvelt að .eiga upp-
byggilegt samstarf við súperstirnið
Silvíu Night þar sem hún virðist ekki
taka leiðsögn frá einum né neinum
og hringir bara í pabba sinn ef eitt-
hvað er ekki eftir hennar höfði. Nú er
pabbi Silvíu ekki með í för. Hún er ein
í Aþenu með aðstoðarfólki sínu frá ís-
landi en það er ekki heiglum hent að
eiga við hana. Eins og flestir muna
kallaði hún hljóð- og tæknimenn
öllum illum nöfnum á fyrstu æfing-
unni hér í Aþenu og þurfti svo að
biðjast afsökunar á því síðar. Selma
Björnsdóttir, sem er þaulvanur Júróvi-
sjón-keppandi er í Aþenu með Silvíu
þar sem hún hjálpar henni með sviðs-
framkomu og dansæfingar.
lega vel. Hún fékk náttúrlega prímad-
onnukast þarna á fyrstu æfingunni
þannig að það varð lítið úr henni.
Seinni æfingin gekk þó aðeins betur
og svo hef ég mikið reynt að draga
hana á fleiri æfingar allan tímann
meðan við höfum verið hérna en
það hefur gengið frekar illa þar sem
hún kýs að eyða tíma sínum fyrst
og fremst í glamúrliðið og fjölmiðla.
Silvía vill fyrst og fremst sýna sig og
sjá aðra eða aðallega sýna sig. Ég náði
nú samt sem áður æfingu með henni
í gær svo ég er aðeins rólegri. Silvía
er ótrúlega kokhraust. Segir alla
aðra vera amatöra og hefur minnstar
áhyggjur af því að hún sjálf eigi ekki
eftir að standa sig.“
Hvernig hafa cefingarnar með Silvíu Nú veiktist hún, veistu hvað amaði að
Nightgengið undanfarna daga? henni?
„Þær hafa ekki gengið neitt sérstak- „Nei, það er ekki enn búið að segja
>\
srlan í hópi 5 bestu
útsýnisveitingahúsa heims!
S atthe top
mwm
Sophie Lam, blaðamaður The Inde-
pendent, gerði á dögunum úttekt á
útsýnisveitingahúsum um víða veröld.
Engan skal undra að Perlan var í hópi
5 bestu! Hin veitingahúsin eru:
The Portrait Restaurant (Lotuion),
Sirrocco (Bcmgkok), Tower Top (Zanzibar)
6 Maison Blanche (París). Hægt er að
lesa greinina á www.independent.co.uk.
Perlan ■ Öskjuhlíð ■ Sími: 562 0200 ■ Fax: 562 0207 • perlan@perlan.is
^Vörurnar fást í verslunum ^íagkaupa,
'Fjarðarkaupum JJJafnarfirði, gamkaupum
9'jjarðvík og heilsubúðinni ‘j^eykjarvíkuvegi.
Selma Björnsdóttir er reyndur Júróvisjónfari og danshöfundur Silvíu Nóttar. Tja, eða útfærir hugmyndir dívunnar í danssporum. Selma
sver þó af sér höfundarétt á öllum hliðarsporum Silvíu.
henni hvað þetta var en hún hefur
verið með ýmsar getgátur sjálf. Til
dæmis hefur henni dottið í hug að
etta gætu verið berklar eða tæring.
g held reyndar að þetta sé ekki svo
dramatískt en það er samt sem áður
satt að hún var alveg útkeyrð.“
Samdirþú dansana fyrir atriðið?
„Ég get nú ekki sagt það. Silvía er
með mjög svona hvernig get ég sagt
það.... hún er með mjög órökréttan
stíl og gerir bara það sem henni
dettur í hug,- Ég kem sjálf með hug-
myndir á móti og svo vinnum við
einhvernveginn úr því. Hún hefur
nýtt sumar hugmyndirnar sem ég
hef komið með og aðrar ekki. En ég
hef til dæmis hjálpað henni að vinna
með stærð sviðsins, s.s. hvernig á
að nýta það svo að það komi vel út
á mynd og fleira. En ég ber alls ekki
ábyrgð á öllum sporunum þarna
þar sem sumt er algerlega frá henni
komið.
Hans og Rauðhetta
En ertþú ekki framleiðandi
atriðsins?
„Það má segja það kannski. Ég var
fýrst og fremst fengin til að setjast
niður með Silvíu, hlusta á hennar
hugmyndir og koma þeim svo í fram-
kvæmd. Ég hef reynt að gera þetta
eftir fremsta megni en það hefur
gengið frekar skrikkjótt samstarfið
við hana.“
Veistu hver pœlingin er með einhyrn-
ingana, nammið á sviðinu ogþennan
háhcelaða skó? Er einhver heildar-
mynd ígang, eitthvað „konsept" sem
maður kannski sér ekki?
„Nei, það er enginn lógík i þessu.
Þetta er kannski einhver fantasía
úr fullt af ævintýrasögum eins og
Hans og Grétu og Rauðhettu og Úlf-
inum, en ég held að Silvía sé ekki það
rökrétt í hugsun að hún hafi spáð
mikið í þetta fyrirfram. Ég held að
það sé engin bein pæling á bak við
þetta allt saman. Ég vona bara að fólk
hafi gaman af þessu,“ segir Selma og
hlær.
Öskurkeppni
Hvað finnst þér persónulega um
hegðun Silvíu hér í Grikklandi og
þessa rosalegu frœgð sem hún hefur
öðlast í landinu áfjórum dögum?
„Hún hefur nú að mestu leyti hagað
sér ágætlega og þegar hún gerir það
þá er hún mjög sjarmerandi og það
er augljóst að fólk elskar hana. En
svo er hún náttúrlega svo óútreikn-
anleg. Maður veit aldrei hverju hún
tekur upp á næst og er þess vegna
alltaf með hjartað í buxunum þegar
hún er að fara að gera eitthvað. Eins
og til dæmis á fyrstu æfingunni. Þá
gersamlega missti hún sig og allir
fóru að öskra á mig og ég fór að öskra
á hana þannig að á endanum varð
þetta ein stór öskurkeppni. Ég vona
svo sannarlega að það gerist ekki
aftur -en hver veit?“
Hvað með þessa stráka sem eru að
dansa með henni. Pepe og Romario.
Hvernigfinnst þér þeir koma út? Eru
þeir að standa sig íþessu?
„Þeir eru náttúrlega allir af vilja
gerðir blessaðir. En Silvía var samt
ekkert að hugsa um danshæfileika
þegar hún valdi þá. Þeir eru fyrst og
fremst með henni þarna af því þeir
hafa útlit sem henni finnst heppi-
legt. Þeir, greyin, eru samt rosalega
duglegir að æfa sig. Eru alltaf hálf
sveittir og mikið að leggja sig fram
en mér finnst þó vanta töluvert upp
á einlægnina frá þeim. Ég er oft að
biðja þá um að vera svolítið einlægari
við þetta en það er eitthvað erfitt að
ná því fram. En þeir eru kraftmiklir
þessir strákar, það mega þeir eiga.“
Pepe er hulin ráðgáta
Veistu eitthvað um dansarann Pepe.
Hann segir alltaf eitthvað svo lítið en
er alltafmeð þeim Silvíu ogRomario?
„Veistu, hann er mér alveg hulinn
ráðgáta þessi Pepe! Þegar ég reyni
að tala við hann þá annaðhvort hlær
hann, faðmar mig eða reynir að
nudda mig en hann er alltaf kátur og
hress og gerir alltaf það sem honum
er sagt. Fyrir utan þetta þá veit ég
lítið um hann.
Jú annars... hann er smámæltur.
Hann reynir stundum að segja eitt-
hvað en það skilst ekki alltaf út af
þessu.“
Viltu spá einhverju um gengi hennar
í kvöld?
„Ég er nú ekki alveg besta mann-
eskjan í það þar sem ég hef svo lítið
séð af hinum lögunum, en ég er samt
að vonast til að það verði oltkur til
framdráttar að við erum allra síðust
og með vægast sagt - spes atriði. Ég
vona bara að sú staðreynd að Silvía á
sér enga hliðstæðu í Eurovision verði
vindur í seglin fyrir okkur.
Málið er líka að ég á bara eftir að
verða svo hrædd við hana ef hún
kemst ekkert áfram. Maður veit jú
ekkert hverju hún gæti tekið upp á
ef svo færi. Þannig að Islands vegna
vona ég bara að hún komist lengra
svo að það verði ekki fleiri skandalar
hér,“ segir Selma að lokum og það
er nokkuð ljóst að það að vera í sam-
starfi við Silvíu Night getur tekið á.
Heineken
ENGAR MALAMIÐLANIR, NJOTUM LIFSINS TIL FUILS!