blaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 12
12 I FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 blaðiö Skjöl og skýrslur nasista opinberaðar Ákveðið hefur verið að almenningi skuli tryggður aðgangur að risavöxnu skjala- safni nasistastjórnar Adolfs Hitlers. í safninu er að finna 47 milljónir skráa. „II Duce" og „Der Fuhrer". Sagnfræðingar fá brátt tækifæri til enn frekari rannsókna á nasistastjórn Adolfs Hitlers. Nasistar skjalfestu allt sem var skjalfestanlegt og eflaust munu koma fram nýjar upplýsingar um Benito Mussolini. 95 ÍSLAND Sjálflímandi frí- merki á markað íslandspóstur gefur í dag út tvær nýjar frímerkjaraðir með sjálflím- andi frímerkjum en þetta er í fyrsta sinn sem íslandspóstur gefur út slík frímerki. í fyrri frímerkjaröðinni er myndefnið fimm íslenskir fossar, þeir Faxi, Öxarárfoss, Glymur, Hjálp- arfoss og Skeifárfoss. Það eru Elsa Nielsen, grafískur hönnuður, sem hannaði fyrri frímerkjaröðina. í síðari röðinni eru Evrópufrímerkin 2006 þar sem myndefnið er „að- lögun innflytjenda að nýjum heim- kynnum séð með augum unga fólks- ins.“ Þau urðu til í teiknisamkeppni nemenda í grafískri hönnun við Listaháskóla íslands. Ole Kristian Öye, norskur skiptinemi við Lista- háskóla íslands, stóð uppi sem sig- urvegari og á heiðurinn að síðari frímerkjaröðinni. Nefnd ellefu ríkja sem haft hefur umsjón með gríðarlega stóru skjaiasafni nasistastjórnar Adolfs Hitlers hefur ákveðið að almenn- ingi skuli veittur að því aðgangur. Þetta var ákveðið á fundi í Lúx- emborg þar sem nefndin hefur aðsetur í vikunni en ákaft hefur verið deilt um réttmæti þess að opna safnið á undanliðnum mánuðum. Um er að ræða 47 milljónir skráa þar sem skjalfest er allt er varðar vinnu- búðir þær sem nasistar ráku, fórnar- lömbin og pólitíska fanga. Skjölin hafa verið nýtt í því skyni að hjálpa fólki að hafa uppi á ættingjum sínum en þau hafa verið lokuð almenningi til að tryggja persónu- vernd og rétt til einkalífs. Margir hafa orðið til þess að krefjast þess að sagnfræðingum verði heimilt að nýta skjölin til að tryggja að einstök atriði helfarar gyðinga á árum síð- ari heimsstyrjaldarinnar falli ekki í gleymsku og dá. Paul Mertz, formaður nefndar- innar, sagði í samtali Associated Press-fréttastofuna að samkomu- lag hefði náðst um orðalagsbreyt- ingar varðandi tvö skjöl sem fjalla um þann aðgang sem veittur skuli. Fræðimenn og sagnfræðingar muni því geta nýtt sér skjalasafnið við rannsóknir sínar. Hann gat þess að áður en safnið yrði opnað þyrftu hátt- settir embættismenn frá ríkjunum 11 sem mynda nefndina að undirrita samkomulag þessa efnis. Yrði það gert í Berlín en þá hæfist staðfesting- arferli í ríkjunum ellefu sem trúlega myndi standa út þetta ár. lýs á höfðum fanga og skráðu af mik- illi nákvæmni dauðastundir fórnar- lamba sinna. I skjölunum er einnig að finna afar viðkvæmar, persónulegar upp- lýsingar m.a. nöfn svikara sem störf- uðu með nasistum í löndum þeim sem þeir hernámu, nöfn samkyn- hneigðra og vændiskvenna. Stjórn skjalasafnsins er í höndum einnar undirstofnunar Alþjóða Rauðakross- ins sem nefnist á ensku The Interna- tional Tracing Service (ITS). Ríkin 11 sem standa að nefndinni eru: Þýskaland, Belgía, Bretland, Frakkland, Ítalía, ísrael, Grikkland, Lúxemborg, Pólland, Holland og Bandaríkin. Reuters Goleo þykir ákaflega mislukkað lukkudýr. Fjöldi manns hefur misst atvinnu af völdum þess. Lukkudýr veldur gjaldþroti Það hagnast ekki allir á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu og mótið getur jafnvel valdið gjaldþrotum fyrirtækja. Þýski leikfangaframleið- andinn Nici AG, sem framleiðir lukkudýr HM í knattspyrnu, hefur lýs.t sig gjaldþrota. Ástæðan er að eftirspurn eftir lukkudýrinu hefur verið ákaflega lítil. Lukkudýrið er brosmilt ljón sem heitir Goleo. Ljónið fer allra sinna ferða með besta vini sínum, sem er talandi fótbolti sem heitir Pille. Þjóðverjar eru ekki hrifnir af Goleo og gangrýna val á lukkudýri keppninar harðlega. Ljón eru sjaldséð í Þýskalandi fyrir utan dýragarða og þar af leiðandi þykir Goleo hafa afar litla skírskotun til þýskrar sögu og menningar. Þjóðartákn Þjóðverja er örn og telja margir að jafnvel heppilegra hefði verið að notast við þann ágæta fugl sem lukkdýr keppninnar. FULLKOMLEGA FERSKT - LENGUR! Te og kaffi notar einungis kaffibaunir frá bestu ræktunar- svæðum heims og ristar þær daglega. Umbúðirnar eru með sérstöum einstreymisventli sem heldur kaffinu fullkomlega fersku - lengur! Verslanir: Kringlunni Smáralind Laugavegi 27 Suðurveri Akureyri Njótið vel, við höfum vandað okkursíðan 1984! Nákvæmar lýsingar á öllu milli himins og jarðar Egilsstöðum Nasistar munu hafa skjalfest allt sem skjalfestanlegt var. Þeir töldu Útvegum fyrsta flokks húsbíla og hjólhýsi af öllum stœrdum og órgerdum AMi.n,Irö5vróp1'endurnýja húsbflinn? Allt eftir þinum oskum Verð frá 5.990.000,- Verð frá 1.550.000,- Opnunarttml: Mán-fös.kl. 10-18 | Lau.&sun.kt. 12-16 Verð frá 4.450.000.- Gott v«rd - pottfrétt þjónusto TomTychsen Skútuhraun 2 220 Hafnarfirði Sími 51 7 93501 Gsm 821 9350 Fax 517 9351 tom@husbilagalleri.is www.husbilagalleri.is Kattarhald varð tannlækni að falli Henry G. Kolsrud, tann- læknir á níræðisaldri í Washington-ríki í Bandaríkjunum, hefur látið af störfum til að komast hjá því að borga háar sektir vegna brota á heilbrigðislöggjöf ríkis- ins. Meðal brota Kolsrud var að leyfa ketti að ganga lausum á tannlæknastofunni og geyma katta- Það er í lagi að kettir fari til tannlæknis öðru hverju. matinn í sama kæli og lyf og mixtúrur til tann- aðgerða. Auk þess sýndu rannsóknir að Kolsrud sótthreinsaði ekki áhöld og tól á milli aðgerða. Mál Kolsrud fór fyrir dómstóla í fyrra en ákær- urnar voru felldar niður ákvörðunar hans um að vegna hætta tannlækningum

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.