blaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 2
18 I BÍLAR
MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 blaðið
Bílalán // Bílasamningur // Einkaleiga
LYSING
Landsins mesta úrval
af hjöruliðum og
drifskaftsvörum
Jafnvægisstillingar
SJALLABÍLA& 110 Reykjavík
Stál og stansar ehf. simi: 517 5000
VIÐGERÐIR FYRIR FLESTAR GERÐIR VÉLA
KSi
VARAHLUTJ
D
VARAHLUT AVERSLUN
Kistufell@kistufell.com
TangarhSfða 13 Sími 5771313
Vélaviðgerðir, túrbínuviðgerðir
og spíssaviðgerðir.
Vélaverkstæðið Kistufell býður
upp á stimpla og slífar í flestar
gerðir véla frá hinum þekkta
framleiðanda Mahle.
mnHLE
^Pakkningarsett
^Ventlar
^Vatnsdælur
^Tímareimar
^Knastásar
jy Legur
| vStimplar
; é
www.kistufell.com
Sóllúgan sett á bílinn eftir á
Sportlegra útlit
og ferskara loft
Þó svo að sóllúgur fylgi fæstum
bílum er ekkert sem segir að eig-
endur þeirra bíla geti ekki orðið sér
úti um fallega sóllúgu eftir á. Bæði
verður bíllinn sportlegri og farþeg-
arnir geta notið ferska loftsins. Fyrir-
tækið Bílasmiðurinn hefur sérhæft
sig í innflutningi og sölu á hlutum
til yfirbygginga og öðrum skyldum
vörum til farartækja, en þeir setja
einmitt upp sóllúgur á bíla sem ekki
höfðu slíkt þegar þeir komu úr kass-
anum. Páll Leifsson, eigandi Bíla-
smiðsins, segir marga nýta sér þessa
þjónustu þó svo að ekki viti allir af
þessum kosti.
„Fólk kemur bara með bílinn og
venjulega er hann afhentur með sól-
lúgunni samdægurs eða næsta dag.
Yfirleitt er hægt að gera þetta, en
stundum eru bílarnir þess eðlis að
ekki má gera þetta eða þá að lögun
þaksins eða innréttinga býður ekki
upp á það,“ segir Páll. Hann bætir
við að eftirspurn hafi aukist og
sífellt fleiri kjósi að fá sóllúgu á bíl-
99......................
Þessar lúgureru
virkilega sterkar
og framleiðandi
þeirra er einnig
leiðandi í glerþökum
og svokölluðum
Panorama þökum.
inn, sérstaklega þegar sólin er mikil
á sumrin. „Þetta var áður þannig
að markaðurinn var svolítið skað-
aður vegna lélegra vara og það var
verið að flytja inn ódýrar vörur sem
stóðust ekki kröfur. Eins var kunn-
áttuleysi og verkfæraleysi að plaga
menn. Núna hefur þetta breyst og
metnaðurinn er meiri. Við gerum
þetta til dæmis ekki nema að allar
upplýsingar um bílinn liggi fyrir frá
framleiðanda."
Sóllúgurnar sem Bílasmið-
urinn setur í bíla eru af gerðinni
Westabo, en framleiðandi þeirra
hefur um 80% markaðshlutdeild í
lúgum á heimsmælikvarða. „Þeir
bera ábyrgðina á þessu og fólk þarf
því ekki að vera hrætt við að láta
setja lúgur í bílinn. Þessar lúgur
eru virkilega sterkar og framleið-
andi þeirra er einnig leiðandi í gler-
þökum og svokölluðum Panorama
þökum,“ segir Páll og bætir við að
einnig geti fólk beðið um breytingu
sem þessa í umboðinu ef bílarnir
eru ekki með sóllúgu fyrir. Hann
segist mæla hiklaust með þessu
fyrir þá sem vilja sportlegri bíl og
aukin þægindi. „Þetta gefur aukna
birtu í bílinn og loftið verður mun
ferskara. Svona losnar fólk við vind,
hávaða og leiðindi sem fylgja því að
opna framrúðurnar og að sjálfsögðu
er þetta spurning um sportlegra út-
lit við aksturinn.“
auglysingar@vbl.is
blaðið=