blaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 5

blaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 5
blaöið MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 BÍLAR 1 21 Slip&Grip hlífðarvörur Góð lausn í alla bíla Fyrirtækið Arctic Trucks selur góða lausn íyrir þá sem vilja tryggja að gengið sé vel um bílana þegar viðgerðir eiga sér stað. Slip&Grip vörurnar eru plastvörur, gerðar úr tveggja laga plastefni sem er stamt að innan og sleipt að utan, sem tolla fastar á sætum og stýri þegar verið er að gera við bílinn og gera það að verkum að allt helst hreint. Hlífð- arvörur þessar eru notaðar af 96% bílaframleiðanda í Ameríku og hafa mælst vel fyrir hjá bílaeigendum og þjónustuaðilum. Slip&Grip vörurnar eru með stömu plasti sem snýr inn að sætinu eða gólfinu og tryggir að plastið helst á sínum stað þegar gengið er um bíl- inn. Plastið sem snýr út er sleypara svo að auðvelt er að ganga um bílinn. Plastið er afar sterkt og þolir meiri teygju en annað plast sömu þykktar. Þeir sem vilja halda bílum sínum til haga ættu að kynna sér vöruna, sem fáanleg er hjá Arctic Trucks, og tryggja þannig hreinni bil. Það er eflaust ekki leiðinlegt að fljúga um götur bæjarins á þessum bíl. Glœsikerran BMW M6 Bill sem íangar augað Það er óhætt að segja að þessi bíll sé með þeim flottari. Tegundin er BMW M6, árgerð 2005, en lengi vel var hann sá eini á landinu. „Eg held reyndar að það séu einn eða tveir aðrir til hér á landi núna. Þetta er mikið tæki, rúm 500 hestöfl og glæsilegur í alla staði,“ segir eigand- inn Jónas A.Þ. Jónsson, lögmaður. Jónas hefur ekið bílnum frá því í september og má því gera ráð fyrir að þó nokkrir hafi veitt honum at- hygli á götum úti, en hann gefur nú lítið út á það. Hann tekur þó undir að þarna sé greinilegt tækniundur á ferð og segist njóta þess að aka þess- ari eðalkerru. „Það er náttúrlega al- veg æðislegt að keyra hann og hann býr y fir öllum þeim aukabúnaði sem hugast getur. Það er ótækt að telja það upp hérna, en meðal annars má nefna búnað sem kastar mælaborð- inu upp í gluggana - svona „night vision“ eins og er í flugvélum. Þá er eins og mælaborðið sé fyrir framan þig á götunni. Svo er hann með sjö þrepa sjálfskiptingu, 19 tommu felgur og ýmislegt fleira. Einnig má taka fram að hann er 4,6 sekúndur upp i 100 kílómetra hraða.“ Ætla má að bifreið sem þessi kosti um sextán milljónir í dag og þykir það eflaust ekki skritið miðað við út- lit, kosti og gerð bílsins. Aðspurður segist Jónas alls ekki á leiðinni að selja bílinn, svo að áhugasamir verða víst að leita annað. halldora@bladid.net • Legur • Höggdeyfar • Kúplingar • Reimar • Hjöruliðir • Hemlahlutir ^pFÁLKINN Þekking Reynsla Þjónusta Stofnað 1904 Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavik • Sími 540 7000 • www.falkinn.is Geymslu- og dekkjahillur í bílskúrinn, geymsluna, heimilið og fyrirtækið Þessar hillur geta allir sett saman. Skrúfufrítt og smellt saman. kr.8.091 viöbótareining kr.5.834.- fsoldehf. ithyl 3-3a -110 Reykjavík Sími53 53 600 - Fax5673609

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.