blaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 6
22 I BÍLAR MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 blaöið Tómstundahúsið hélt Savage dag Torfœrumót á fíarstýrðum bílum Síðastliðinn fimmtudag hélt Tóm- stundahúsið torfærumót á fjar- stýrðum bílum, en þar öttu menn kappi á svokölluðum Savage bílum. Eina þátttökuskilyrðið var að eiga Savage bíl, en allar breytingar á bíl- unum voru leyfðar og búnaður var ekki takmarkaður. Sigurvegarinn, Björn Brynjar Steinarsson, hlaut Savage SS bíl í verðlaun, en hann var einn af 29 keppendum. Þeir sem lentu í öðru sæti fengu dekk og felgur, en þeir sem lentu í þriðja sæti fengu lakk og svokallað „boddí“ eins og það er kallað á bílamálinu. I heildina voru eknar níu brautir, þar af ein æfingabraut. „Þetta var rosalega skemmtilegt og heppnaðist í alla staði vel. Eitthvað var um áhorfendur og greinilegt að fólki finnst gaman að fylgjast með. Keppnin var haldin í annað skiptið og hún verður án efa næstu árin einnig,“ segir Björn Kristinsson, starfsmaður Tómstundahússins. Að hans sögn er torfæruakstur sem þessi ekki bundinn við aldur, en þátt- takendur geta verið allt niður í 8 ára gamlir. Hann segir þó eldri strákana hefur Tómstundahúsið flutt inn mun virkari, meðalaldurinn sé 30 aukahluti í venjulega bíla. Björn ára og að dellan sé augljóslega áber- segir ákveðna lægð hafa verið í bíla- andi hjá mönnum á öllum aldri. breytingum síðustu þrjú árin en að Auk þess að bjóða upp á leikföng landslagið sé þó að breytast. „Mark- aðurinn dalaði fyrir nokkrum árum, upp úr 2002, og mettaðist svolítið. Fólk var lítið í því að fá sér aukahluti í bílana eða láta breyta þeim. Núna er þetta að aukast og við leggjum meiri áherslu á þessa þjónustu en áður. Við seljum „spoilerkit“, stýri, pedala og aðra varahluti. Einnig höfum verið að selja græjur til þess að lækka bílana, til dæmis sportg- orma og dempara. Svo auðvitað álf- elgur og fleiri aukahluti. Það má því eiginlega segja að við séum með leik- föng fyrir allan aldur.“ Tómstundahúsið mun standa fyrir torfærukeppnum og öðrum uppákomum á þessu sviði það sem eftir lifir sumars, svo að áhugamenn um þessa iðju geta kynnt sér málið og tekið þátt. 2,5 lítra boxervél Subaru hlýtur verðlaun Besta vélin i flokki 2 til 2,5 lítra bilvéla á árinu Sýningin „Engine Expo“ var á dög- unum haldin í Þýskalandi, en þar hlaut 2,5 lítra boxervél Subaru verð- launin International Engine of the Year. Vélin sem um ræðir er lárétt liggjandi og notuð í bifreiðum af gerðinni Subaru Impreza og Subaru Forester. Þetta er í fyrsta sinn sem lárétt liggjandi bílvél hlýtur þessi virtu verðlaun, en dómnefnd keppn- innar lagði heildstætt mat á afköst, aksturseiginleika, lipurð, spar- BluCamp Fly 400, Fiat 2,8L 146 hestöfl LJTD, lengd 6,84 m. ABS. Svefnpláss fyrir 7. Samlaesingar, loftkæling, rafm.rúður og speglar. BluCamp Fly 50, Fiat 2,2L 110 hestöfl LJTD. Lengd 6,08 m. ABS. Svefnpláss fyrir 6. Samlæsingar, loftkæling, rafm.rúður og speglar. Verð: 5,6 m. Verð: 4,5 m. Hjólhýsi ný og notuð af öllum Challenger Mageo 192 GA gerðurn og verðum 137 hestöfl, 6 gíra. Lengd 7,04 m. Svefnpláss fyrir 6, 2 hjónarúm. Samlæsingar, rafm.rúður og spegl- ar. Geislaspilari, útvarp m/fjarstýringu og MP3. Verð: 5,9 m. Bilexport á íslandi ehf. WWW.bilexport.dk Upplýsingar veitir Bóas í síma 0045-40110007 eöa 0049 175 2711 783 neytni og mýkt vélanna til þess að velja sigurvegara. 2,5 lítra túrbóvélin frá Subaru hefur notið mikilla vinsælda um allan heim, en hún hefur vakið athygli fyrir kraft og sparneytni. Framleiðandi Subaro, Fuji Heavy Industries, hefur bætt við loftinn- takskerfi og stýrikerfi vélarinnar, auk þess að breyta hönnun bruna- holsins, og þar af leiðandi tekist að draga úr mengun í útblæstri. Þá hefur hönnun vatnsgangsins í strok- klokinu og útblástursgreinum verið breytt en það tryggir jafnt flæði elds- neytis og lágmarkar dælutap. Þessar endurbætur hafa greinilega haft sitt að segja og hlotið náð fyrir augum dómaranna, sem veittu vélinni fyrstu verðlaun og lofuðu í hástert. HjólVest Ægisíðu 102 552 3470 Gúmmívinnustofan Réttarhálsi 2 587 5588 Hjólbaröahöllin Fellsmúla 24 530 5700 www.gvs.iswww.hollin.is Hjólkó Smiðjuvegi 26, Hjólbarðaviðgerðin Akranesi, Gúmmívinnustofan Skipholti. MWNWi dekkar allt

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.