blaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 3
blaðið MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006
BÍLAR I 19
BlaÖið/Steinar Hugi
Hraðakstur
fœrður inn á
afvikin svœði
Subaru og Kvartmíluklúbburinn sameinast
um bœtt umferðaröryggi
Ingvar Helgason ehf., umboðsaðili
Subaru á Islandi, og Kvartmíluklúbb-
urinn hafa ákveðið að sameinast
um það að leggja sitt af mörkum til
að stuðla að auknu umferðaröryggi
á vegum landsins. Markmiðið er
að færa hraðakstur af götum borg-
arinnar yfir á lokað brautarsvæði
þar sem menn geta spreytt sig á
hraðakstri án þess að valda usla í
umferðinni. Miðað er við eigendur
hinna kraftmiklu Subaru Impreza
„Turbo“ bíla, sem skila vel yfir 200
hestöflum og hafa verið áberandi í
rallýkeppnum víða um heim, fá að-
gang að brautarsvæðinu.
Að sögn forsprakka samstarfs-
ins varð kveikjan að samstarfinu
99........................
Við viljum ieggja
okkar af mörkum til
að sporna við þessari
þróun á hraðakstri
sem átt hefur sér stað
á undanförnum árum
og náum því vonandi
fram á jákvæðan hátt.
í kjölfarið af mikilli umræðu um
hraðakstur á götum borgarinnar.
„I stað þess að ökumenn freistist til
að aka um götur borgarinnar á ólög-
legum hraða ákváðum við í samráði
við Kvartmíluklúbbinn að gefa eig-
endum þessara bíla ársaðild í Kvart-
míluklúbbinn, en alls eru þetta um
200 bílar. Ég er sannfærður um að
þetta eigi eftir að reynast vel og
einnig erum við að skipuleggja
ákveðinn viðburð með þessum
hópi sem kynntur verður síðar. Við
viljum leggja okkar af mörkum til
að sporna við þessari þróun á hrað-
akstri sem átt hefur sér stað á undan-
förnum árum og náum því vonandi
fram á jákvæðan hátt,“ segir Rúnar
H. Bridde, markaðs- og sölustjóri Su-
baru. Hann segir tilgang Kvartmílu-
klúbbsins, sem er áhugamannafélag
um kvartmílu, vera að sameina
áhugamenn um mótorsport og bíla
og starfrækja keppnishald á afmörk-
uðum svæðum, auk þess að efla vit-
und og tilgang þess að hraðakstur
skuli ekki stunda á umferðargötum.
Þetta samstarf mun án efa verða
til þess að menn stundi hraðakstur
á afmörkuðum og þartilgerðum
svæðum, undir öruggri handleiðslu
reyndra manna.
SUBARU
LEGACY
240.000 kr. kaupauki
HJOLANDI GOTT TILBOÐ
STAÐALBUNAÐUR: 2.0 LITRAR -165 HESTOFL, SITENCT FJORHJOLADRIF, 17" ALFELGUR, HRAÐASTILLIR,
TÖLVUSTÝRÐ LOFTKÆLINC, KASTARAR í STUÐARA OC MARCT FLEIRA.
Beinskiptur Sedan 2.390.000,- Sjálfskiptur Sedan 2.590.000,- Beinskiptur Wagon 2.590.000,- Sjálfskiptur Wagon 2.740.000,-
Ingvar Helgason j Sævarhöfða 2 Simi 525 8000 www ih.is Opið: Mónudaga - föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00
Umboðsmenn Akureyri Selfossi Njarðvlk Höfn 1 Hornafirði Reyðarfirði
um land allt 461-2960 482-3100 421-8808 478-1990 474-1453
- Tvö vöndud Mongoose fjallahjól ad eigin vali
- Thule hjólafesting á kúlu fyrir þrjú fjallahjól
- Dráttarbeisli og uppsetning
- Vöndud heilsársdekk
- Takmarkad magn í bodi