blaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 8
24 I BiLAR MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 blaöi6 Temdu þér skynsemi í bílakaupum Við kaup á bíl þarf að huga að mörgu. Auk þess að velja góða og hentuga bifreið þarf að skoða alla þætti sem viðkoma kaupunum og verða sér úti um fullnægjandi upplýsingar um bílinn. Það vilja fæstir fjárfesta í bifreið sem stenst svo ekki kröfur viðkomandi og því þarf að hafa skyn- semina í fyrirúmi við kaupin. Hér eru örfá ráð sem gott er að fara eftir en að sjálfsögðu er upptalningin ekki tæmandi, enda að mörgu að huga við bílakaup. • Taktu ákvörðun um hversu miklum pening þú ætlar að eyða í bílinn. Oft viljum við hlaupa á okkur og fjárfesta í bílum sem við hreinlega höfum ekki efni á. Það er ekki nóg að bíllinn sé glæsilegur og góður, heldur þarf að vera til peningur fyrir kaupunum svo að ekki komi til leiðinda síðar. • Búðu til yfirlit um kosti, galla og verðlag allra bíla sem þú hefur áhuga á. Oft er gott að skoða sem flesta bíla áður en ákvörðun er tekin. En það er ekki nóg að vafra um Netið og skoða það sem okkur finnst flott - það er nauðsynlegt að kynna sér bílana vel og fara í saumana á ástandi hvers bíls. • Ef þú tekur bilalán, vertu þá með á hreinu hversu mikið þarf að greiða á mánuði. Ófáir kaupa sér bíl og ganga frá greiðsluskilmálum án þess að gera sér raunverulega grein fyrir því hver greiðslubyrðin er í raun og veru. Þetta þarf að skoða til hlítar og fólk þarf að vera jarð- bundið þegar kemur að mati á eigin fjárhagsgetu. Margir hafa rekið sig á þetta þegar kemur að skuldadögum... • Prufukeyrðu öllum bílunum sem þú hefur augastað á. Prufuakstur er mjög mikilvægur en hann gefur fólki óneitanlega frekari tilfinningu fyrir bílnum eins og hann er í raun og veru. Við verðum auðvitað að kunna vel við okkur í bílnum þegar upp er staðið. • Ef þú setur gamlan bíl upp í hinn nýja skaltu kynna þér vel gangverð bílsins. Ekki gleyma þér í áhuga á nýja bílnum og slumpa á tölu fyrir þann gamla. Þó svo að fólk setji gamla bíla „upp í“ þarf að gefa því gaum hvert raunverulegt verð hins gamla getur verið. Við viljum ekki selja okkur of ódýrt... • Fáðu upplýsingar um besta mögu- lega verð á þeim bíl sem þú vilt kaupa. Þegar verð á bíl er skoðað getur hjálpað mikið til að kynna sér verð á sambærilegum bílum. Það er alltaf eitthvað um að fólk krefjist upphæða sem eiga sér enga stoð og þess vegna þarf kaupandinn að hafa varann á. • Berðu saman möguleg verð á sam- bærilegum bílum og uppsett verð við sölumanninn. Ef sölumaður hefur lagt þér lín- urnar varðandi verð er ekkert að því að þú sýnir honum svipaða vöru ef verðlag hennar er annað. Vertu ófeimin/n við að mæta með þína útreikninga á svæðið - það gæti hjálpað til ef viðkomandi hefur sett of hátt verð á bílinn til að byrja með. • Leitaðu gaumgæfilega að rispum og beyglum sem annars eru ekki áberandi. Það þarf vart að taka það fram að öll skoðun er lykilatriði við bílakaup. En þrátt fyrir ítarlega skoðun geta smárispur og beyglur leynst víða og þess vegna er mikilvægt að láta kanna bílinn vel áður en veskið er rifið upp. JJjJjJUjJ íJJxMiJjjj iJ4< UUjjjJ Hentar við ýmis tækif#ri sfs.: » brúðkaup, árshátíðir,%aumáklúbba bg steggjapartý Tekur 16 farþega /ijf % ||| Lystisnekkja á hjólu Loksins Hollywood þægindi á Islandi! GOLD LIMO Sími 897 0930 - goldlimo@go|dlimo.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.