blaðið - 30.05.2006, Side 2
2IFRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 blaðið
blaöió=
Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Sími: 510 3700 • www.vbl.is
FRÉTTASÍMI:
510 3799
netfang: frettir@ bladid.net
AUGLÝSINGADEILD:
510 3744
netfang: auglysingar@bladid.net
Evrópurann-
sóknir efldar
Samtök iðnaðarins hafa ákveðið
að styrkja Alþjóðamálastofnun og
Rannsóknarsetur um smáríki við
Háskóla Islands (HÍ) um 2,5 millj-
ónir á ári..
Stofnanirnar tvær munu með
stuðningi Samtaka iðnaðarins efla
Evrópurannsóknir við HÍ, stofna
verkefnabanka sem veitir allt að
sex styrki til lokaverkefna meist-
aranema við HÍ í Evrópufræðum,
skipuleggja Dag ungra fræðimanna,
árlega ráðstefnu sem haldin verður
í Hl, og standa fyrir hringborðsum-
ræðum, fræðslufundum og útgáfu.
20%
Afsláttur af málningarvörum
^ÍSLANDS MÁLNING
Sérhönnuð málning fyrir (slenskar aöstaeöur.
Sætúni 4 / Sími 517 1500
1 KOKOS-SISAL TEPPI
Falleg - sterk - náttúruleg
Verð frá kr. 2.840,- pr. m2
; Suðurlandsbraut 10
Simi 533 5800
! www.simnet.te/8trond
V^STRÖND
Kanntu orminn?
. Blalil/Frikki
Skrykkdansflokkurinn Zero Gravity, sem skipaður er dönsurum á aldrinum 3-13 ára, sýndi listir sínar I Austurstræti. Skrykkdansinn
virðist vera I uppsveiflu þessi misserin þrátt fyrir að enn hafi ekki brostið á viðlíka æði og geisaði hér á landi á niunda áratugi síðustu
aldar þegar Stefán Baxter var upp á sitt besta. Eftir því sem Blaðið kemst næst er hann enn ósigraður fslandsmeistari í þessari list.
Einmana bangsi
við hestaheilsu
Björninn sem
setti Bæjaraland
í Þýskalandi á
annan endann í
síðustu viku er
við hestaheilsu..
Björninn vakti mikla athygli í
síðustu viku í Þýskalandi en björn
hafði ekki sést á þeim slóðum í um
170 ár. Hannhafðikomiðtillandsins
vegna makaleitar. I fyrstu fögnuðu
Þjóðverjar komu hans en þegar það
spurðist út að hann hafi drepið sjö
bæverskar rollur og gert skurk í
að minnsta kosti tveimur hænsna-
kofum breyttist tónninn. Werner
Schnappauf, umhverfisráðherra
Bæjaralands, lýsti björninn rétt-
dræpan í kjölfarið. Þessi ákvörðun
var harðlega gagnrýnd af ítölskum
stjórnvöldum.
Ekkert hafði spurst til bangsa
fyrr en í gær en þá sást hann við
landamæri Austurríkis og ítalíu,
nánar tiltekið í Týrol. Umhverfisráð-
herra Ítalíu, Alfonso Scanio, sagðist
ánægður með að bangsi væri á lífi og
sagði að nú þyrfti að sannfæra stjórn-
völd í Týrol um að þyrma lifi hans.
Segja ríkisstjórnina hafa
náð völdum í Ráðhúsinu
Minnihlutinn í nýrri borgarstjórn segir framsóknarmenn hafa átt þess kost að stíga út úr
skugga Sjálfstæðisflokksins. Segja nýjan meirihluta starfa í krafti minnihluta atkvæða.
Viðbrögð verðandi minnihluta-
manna í borgarstjórn Reykjavíkur
við þeim tíðindum að framsóknar-
menn og Sjálfstæðisflokkur hafi
náð saman um myndun meirihluta
eru öll á einn veg. Svandís Svavars-
dóttir, oddviti Vinstri-grænna, segir
að Björn Ingi Hrafnsson sé áttundi
maður Sjálfstæðisflokksins. Dagur
B. Eggertsson, borgarstjóraefni
Samfylkingarinnar, segir fréttir
af nýjum meirihluta koma sér á
óvart. Hann segir framsóknarmenn
hafa átt kost á að stíga út úr skugga
Sjálfstæðisflokksins.
Björn Ingi áttundi maður
sjálfstæðisfiokksins
„Ég minnist þess þegar ungur stjórn-
málamaður horfði af einlægni og
bjartsýni í sjónvarpsmyndavéíina og
talaði um að valið stæði á milli hans
og áttunda manns sjálfstæðisflokks-
ins, segir Svandís Svavarsdóttir, odd-
viti Vinstrihreyfingarinnar-græns
framboðs „Nú er hann þessi áttundi
maður.“
Svandís segir að nú sé sú staða
komin upp að stóriðjustefnan sé
komin til valda
í ráðhúsi Reykja-
víkurborgar. „Sú
pólitík sem rík-
isstjórnin hefur
rekið verður nú
við stjórnvölinn
og það eru afar
vondar fréttir fyrir
Reykvikinga..“
Sögulegu tækifæri klúðrað
Svandís segir að R-lista flokkarnir og
frjálslyndir hafi á mánudagsmorgun-
inn átt ágætis fund. „Ólafur F. Magn-
ússon kaus að fara af þeim fundi í
hádegismat og hefur ekki sést síðan
og ég tel að þá hafi sögulegu tækifæri
verið klúðrað.“ Svandís segir að ekki
hafi strandað á neinum sérstökum
málum á þeim fundi.
„Við vorum einfaldlega í fundarhléi
og þá hófst þessi vegferð sem endar
með því að gamaldags einkabíla-stór-
iðjupólitík verður við stjórnvölinn
næstu fjögur árin.Við munum hins
vegar ekki láta meirihlutann í friði
með sín verk. Við munum fara af
slagkrafti inn í kosningavetur í þing-
inu og það verður sótt fram á báðum
vígstöðvum í einu.“
Hún segir að hreinar línur verði í
þeim efnum þar sem sömu flokkar
séu við völd á báðum stöðum.
Gat stigið út úr skugga
Sjálfstæðisflokksins
Ég vil nú byrja á því að óska ríkis-
stjórnarflokkunum tilhamingju með
að hafa náð að mynda meirihluta
í borginni,“ segir
Dagur B. Eggerts-
son, oddviti Sam-
fylkingarinnar.
Hann segir Fram-
sóknarflokkinn
hafa staðið frammi
fyrir tveimur
býsna ólíkum
kostum í stöðunni. „Flokkurinn
átti kost á samstarfi sem fela myndi
í sér nýjabrum og mikla deiglu þar
sem framsókn hefði fengið tækifæri
til þess að sanna sig og stíga út úr
skugga Sjálfsstæðisflokksins. Þeir
völdu hins vegar hinn kostinn."
Dagur segir það hafa komið sér á
óvart að sá kostur hafi orðið ofaná.
Hann hafði átt von á því að hitta
Björn Inga á fundi eftir hádegi í gær,
en þess í stað hafi framsóknarmenn
ákveðið að leita annað
Með minnihluta at-
kvæða að baki sér
„Þessi meirihluti er með minnihluta
atkvæða á bak við sig og því eru
forsendurnar á vissan hátt svolítið
hæpnar,“ segir Margrét Sverrisdóttir,
sem skipaði 2.
sæti á lista Frjáls-
lyndra og óháðra
í Reykjavík. „Það
eru þó fordæmi
fyrir þessu en
þetta er ekki lík-
legt til vinsælda
hjá kjósendum,
sérstaklega þar sem Framsóknar-
flokkurinn á í hlut og hann hefur
gert þetta svo oft áður.“
Margrét segist viss um að Fram-
sóknarflokkurinn hafi samið sig
frá kosningaloforðum sínum. „Ég er
sannfærð um að Framsóknarmenn
hafi fengið Orkuveituna og að það
hafi skipt þá öllu máli.“
sérmerkt þér!
D Heiðskírt' , . l-éttskýiaöCijk.. Skýjiiö Alskýjað Rigning. litilshátlar1^—* Rigning Súld ' Sn)ókoma'2£3 . Slytlda ct-éýöa Snjóél Skúr
aMtte Algarve 23
Amsterdam 10
Barcelona 21
Berlín 13
Chicago 23
Dublin 12
Frankfurt 10
Glasgow 12
Hamborg 11
Helsinki 11
Kaupmannahöfn 12
London 12
Madrid 25
Mallorka 24
Montreal 20
New York 19
Orlando 23
Osló 14
París 12
Stokkhólmur 10
Vín 13
Þórshöfn 05
Á morgun
Veðurhorfur í dag kl: 15.00
Veðursíminn 902 0600
Ðyggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands