blaðið - 30.05.2006, Qupperneq 4
4IFRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 blaðið
Samfylking á
Akureyri ræðir
við sjálfstæðis-
menn
Bæjarfulltrúar Samfylkingar-
innar á Akureyri ákváðu í gær
að slíta viðræðum við L-lista
og Vinstri-græna um myndun
meirihluta í bæjarstjórn Akur-
eyrar. f kjölfarið bárust fregnir af
að viðræður væru hafnar á milli
fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
og Samfylkingarinnar um
hugsanlegt meirihlutasamstarf.
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks hélt ekki
velli í sveitarstjórnarkosning-
unum á laugardaginn.
f tilkynningu frá Samfylking-
unni á Akureyri kemur fram
að í ljósi þessa hafi samfylking-
armenn talið eðlilegt að ræða
við L-lista og Vinstri-græna um
hugsanlegt meirihlutasamstarf.
Þessar viðræður hafi þó leitt
í ljós að slíkur meirihluti geti
ekki orðið nægilega traustur
og því hafi Samfylkingin slitið
þeim.
r 1
Fullt hús
ævintýra
Viðopnum 2. júní
Barnlausir einstaklingar
vanræktir í kosningum
Prófessor í stjórnmálafræði segir hugsanlega ástæðu fyrir lélegri kjör-
sókn vera áhugaleysi flokka á málefnum barnlausra einstaklinga.
Ólafur Þ. Harðarson prófessor í
stjórnmálafræði segir að hugsan-
fega megi útskýra dræma þáttöku
í sveitarstjórnarkosningunum um
helgina með því að barnlausir ein-
staklingar sem ekki eru komnir á
elfilífeyri hafi gleymst stefnuskrám
flokkanna.
„Það gæti verið að stefnumál flokk-
anna hafi beinst of mikið að fjöl-
skyldum og eldra fólki og því hafi
einstaklingurinn gleymst,” segir
Ólafur en bendir þó á að það sé að-
eins tilgáta og ekki sé búið að rann-
saka það á nokkurn hátt. Hann segir
einnig að mögulega séu íslendingar
að fylgja svipaðri þróun og á sér stað
í nágrannalöndunum þar sem kosn-
ingaþátttaka hefur farið minnkandi
undanfarin ár. Hann bendir þó á að
pólitískur áhugi á íslandi hafi alltaf
verið mjög mikil.
„Allir flokkar voru að bjóða um-
fangsmikla félagsþjónustu en ekki
að lækka skatta eða önnur málefni
sem varða einstaklinga,” segir Ól-
afur en kosingaþáttaka í borginni
var afar dræm og var hún verst I mið-
borg Reykjavíkur þar sem aðeins
77 prósent kusu en hingað til hefur
þátttaka yfirleitt verið í kringum 83
prósentin.
Mikið af ungu fólki og einstak-
lingum eru búsettir í miðborginni
og segir Ólafur að þessar tölur gefi
ákveðnar vísbendingar um skipt-
ingu kjörsóknar eftir póstnúmerum
og bætir við að mikil áhersla hafi
verið lögð á úthverfin í Reykjavík
fyrir kosningar.
Kjartan Due Nielsen kosningar-
stjóri og formaður ungra jafnaðar-
manna í Reykjavík segir dræma þátt-
öku ungs fólks vonbrigði fyrir unga
jafnaðarmenn og bendir á að kosn-
ingar komi á afar óhentugum tíma
fyrir ungt fólk vegna prófanna, „fólk
á erfiðara með að koma sér inn í mál-
efnum og þátttöku í stjórnmálum
vegna tímaleysis,” segir hann.
Kjartan vill að tímasetning kosn-
inga verði breytt og þær haldnar um
haust frekar en á vorin þegar mikið
gengur á hjá ungu fólki.
Kjartan er ekki sammála því að
einstaklingurinn hafi gleymst hjá
flokkunum en segir þó að hugsan-
lega hefði mátt vera fleiri skýrar
línur í ákveðnum málum. Engu að
síður hafi Samfylkingin barist fyrir
mörgum málum sem við komu
einstaklingum.
Bolli Thoroddsen, formaður Heim-
dallar, tekur í svipaðan streng og
Kjartan. „Ég tel ekki að einstakling-
urinn hafi gleymst þótt ýmsir hags-
munahópar hafi verið ansi áberandi
í kosningabaráttunni,” segir Bolli.
Bolli segir að mikið hafi verið um
útskriftir hjá framhaldsskólum á
landinu um helgina og mikið gengið
á hjá ungu fólki. Hann segir að áhugi
ungra, barnslausra einstaklinga á
kosningunum hafi verið afar mis-
jafn en flest ungmenni hafi áhuga á
íbúðarkaupum og samgöngumálum.
Kveður Bolli þau mál hvíla einna
þyngst á ungum borgarbúum.
Eve-online á
toppinn í vef-
mælingum
fslenski tölvuleikurinn Eve-online
vermir nú efsta sæti veflista Sam-
ræmdrar vefmælingar sem mælir
notkun á islenskum vefsíðum.
Þetta þykja nokkrar fréttir þar sem
fréttavefirnir mbl.is og visir.is hafa
frá upphafi mælinga verið mest
notuðu vefirnir. En enginn má við
margnum og þar sem Eve-online
nýtur vaxandi vinsælda um allan
heim hefur það legið fyrir í nokkurn
tíma að vefurinn næði efsta sætinu.
Alls nota rúmlega 225 þúsund not-
endur vefinn í viku hverri. íslend-
ingar eru þar í miklum minnihluta
en notendur hér á landi eru aðeins
0,42% af heildarfjöldanum. Flestir
spilara koma frá Bandaríkjunum,
20% og næstflestir frá Bretlandi eða
9.4%-
Ljósabekkur
kveikti í Ak-
ureyrinni
Eldsupptök sem áttu sér stað í Akur-
eyrinni EA-110 á laugardaginn síð-
asta með þeim afleiðingum að tveir
menn létust og sex menn fengu
snert af reykeitrun voru út frá raf-
magni í ljósabekk. Bekkurinn var
staðsettur í frístundarrými skips-
ins. Rannsókn er ekki lokið.
Uppþvottavéladuft 3kg
kr498.-1 ^
Trident gegn hryðjuverkum
Tillögur bandaríska varnarmála-
ráðuneytisins um beitingu lan-
drægra eldflauga á skotmörk sem
tengjast alþjóðlegri hryðjuverka-
starfsemi eru umdeildar. Stuðn-
ingsmenn tillagnanna telja að þær
hjálpi Bandaríkjamönnum í bar-
áttunni gegn alþjóðlegri hryðju-
verkastarfsemi á meðan aðrir
benda á að það auki líkurnar á að
kjarnorkustyrjöld brjótist upp.
Varnarmálaráðuneytið hefur
farið þess á leit við þingið að það
samþykki fjárveitingu til þró-
unar á langdrægum eldflaugum
sem bera hefðbundna sprengju-
odda. Um er að ræða uppfærslu
á sprengjuoddum á kafbáta-
eldflaugunum Trident II. Þær
flaugar bera kjarnaodda og hægt
er að skjóta þeim að skotmörkum
um allan heim með litlum fyrir-
vara. Varnarmálaráðuneytið vill
að þróaðir verði nýjir oddar á
flaugarnar sem geta borið hefð-
bundnar sprengjur. Slík útfærsla
myndi að sögn heimildarmanna
bandaríska blaðsins New York
Timesinnanvarnarmálaráðuneyt-
isins veita hermálayfirvöldum
svigrúm til þess að ráðast á bæki-
stöðvar hryðjuverkamanna með
afar skömmum fyrirvara. Þar
sem að eldflaugarnar bæru með
hefðbundnar sprengjuhleðslur
myndi hættan á falli óbreytta
borgara minnka til muna.
Að sögn James Cartwright,
hershöfðingja og yfirmanns
langdrægra kjarnorkuvopna
bandaríska hersins (e. Strategic
Command), er hugsunin á bak-
við vopnakerfið sú að hægt verði
að skjóta eldflaug að stöðvum
hryðjuverkamanna um klukku-
stund eftir að njósnir berast um
staðsetningu þeirra. Cartwright
segir ennfremur að hermálayf-
irvöld telji ekki fullnægjandi að
hafa einungis möguleikann á að
gera slíkar árásir með loftárásum
eða með stýriflaugum. Mikil-
vægur tími getur glatast við und-
irbúning slíkra árása.
Donald Rumsfeld, varnar-
málaráðherra Bandaríkjanna, er
sagður styðja hið nýja vopnakerfi
heilshugar. Talið er að veiti Banda-
ríkjaþing fjármagni í þróunina
muni taka tvö ár að þróa kerfið.
Grafið undan stöðugleika
Ekki eru allir á eitt sáttir við hug-
myndirvarnarmálaráðuneytisins.
Þingmenn demókrata hafa bent á
að vopnakerfið auki hættuna á
að kjarnorkustríð geti brotist út.
Samkvæmt hugmyndum varnar-
málaráðuneytisins myndu kaf-
bátar bera bæði langdrægar Tri-
dent flaugar með kjarnaoddum
og hefðbundnum sprengjuoddum.
Væri þeim skotið á loft ættu þau
ríki sem hafa getu til þess að fylgj-
ast með eldflaugum erfitt með
að greina hverslags hleðsla væri
í eldflaugunum og hvert þeim
væri stefnt. Ef að Trident II flaug
væri skotið á stöðvar hryðjuverka-
manna í Mið-Asíu væri til að
mynda ómögulegt fyrir Kínverja
og Rússa að greina hvert flaugin
væri að stefna og gætu jafnvel litið
á hana sem árás. Einnig benda
sérfræðingar í varnarmálum á að
þróun kerfisins grafi undan stöð-
ugleika í alþjóðakerfinu. Steve
Anderson, sérfræðingur í afvopn-
unarmálum og fyrrum ráðgjafi
Þjóðaröryggisráðsins, telur að
vopnakerfið grafi undir þeim
óskrifuðu reglum sem hafa þróast
undanfarin fimmtíu ár varðandi
meðferð langdrægra flauga. Þeim
hefur aldrei verið beitt og tilvist
þeirra hafi eingöngu haft fæling-
argildi. Með þessum tillögum sé
verið að senda öðrum stórveldum
þau skilaboð að Bandaríkin líti á
langdrægar flaugar sem venjuleg
vopn og í kjölfarið munu önnur
ríki gera það sama.