blaðið - 30.05.2006, Síða 6
6 I FRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 blaðið
I
fíeulers
í sandgryf junni
Namibíumaðurinn Lesley Neib fylgist með höggi sinu f eyðimörkinni við Walvis-flóa. Þar
hafa namibískir golf-áhugamenn komið sér upp nfu holu golfvelli sem þeir kalla „West
Side Club." Völlurinn er sérstakur fyrir margra hluta sakir. Á honum finnast engar flatir,
teigar, vatsngryfjur né gras. Aðeins sandur og einstaka pálmatré. Þrátt fyrir það nýtur
völlurinn mikilla vinsælda meðal heimamanna enda þarf ekki að borga nein félagss-
gjöld til þess að fá að leika á honum.
Framsóknarflokkurinn
talaöi ekki einni röddu
Oddviti Samfylkingar sakar framsóknarmenn um óheiðarleika í viðræðum um myndun
meirihluta. Gunnar I. Birgisson verður áfram bæjarstjóri og segir af sér þingmennsku.
Guðríður Arnardóttir, oddviti Sam-
fylkingarinnar í Kópavogi, segir
Framsóknarflokkinn í Kópavogi
ekki hafa talað einni röddu í sam-
skiptum sínum við Samfylkinguna.
Guðríður segir að menn Omars Stef-
ánssonar, oddvita Framsóknarflokks-
ins í Kópavogi, hafi lagt fram ósk um
skriflegt tilboð frá oddvita Samfylk-
ingarinnar með hugmyndum um
skiptingu embætta ef til samstarfs
Framsóknarflokks, Samfylkingar og
Vinstri-grænna kæmi.
I tilkynningu frá Guðríði kemur
fram að Framsóknarflokkurinn hafi
óskað eftir slíku tilboði og sérstak-
lega kannað hvort Samfylking og
Vinstri-grænir hafi verið tilbúnir að
gefa framsóknarmönnum eftir bæj-
arstjórastólinn. Ómar segir að hann
aldrei
hjá framsókn- Ómar Stefánsson
armönnum að
mynda meirihluta með Samfylkingu
og Vinstri-grænum en samt hafi þeir
kosið að halda öllum aðilum volgum
í þeirri von að þannig myndu þeir
bera mest úr býtum.
Gunnar áfram bæjarstjóri
Sjálfstæðismenn og framsóknar-
menn í Kópavogi náðu samkomulagi
seint á sunnudagskvöld um áfram-
haldandi meirihlutasamstarf í bæj-
arstjórn. Gunnar I. Birgisson verður
áfram bæjarstjóri, en Omar Stefáns-
son verður formaður bæjarráðs. Enn
á eftir að taka ákvörðun um hver
muni taka við embætti forseta bæj-
arstjórnar en hann mun koma úr
röðum sjálfstæðismanna.
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri
segir að flokkarnir hafi ekki verið
lengi að ná samkomulagi og að Sjálf-
stæðisflokkurinn hafi ekki rætt við
aðra flokka um mögulegt samstarf.
„Við ætlum að halda áfram því góða
starfi sem við hófum fyrir 16 árum
siðan. Kópavogur er nú þegar besta
bæjarfélagið til búa í og við ætlum að
sjá til þess að svo verði áfram,“ segir
Gunnar í samtali við Blaðið.
Gunnar segist ætla senda forseta
Alþingis bréf á næstu dögum þar sem
hann tilkynnir afsögn sína. Hann tók
sér frí frá þingstörfum eftir að hann
tók við bæjarstjóraembætti fyrir
rúmu ári..
Framsóknarflokkurinn
fékk skýr skilaboð
Ómar Stefánsson var eini framsókn-
armaðurinn sem náði sæti í bæj-
arstjórn, en flokkurinn missti tvo
bæjarfulltrúa í kosningunum á laug-
ardaginn. Ómar segir að Framsóknar-
flokkurinn hafi fengið skýr skilaboð.
„Við þurfum að gera betur og láta vita
þegar við erum að standa okkur vel.
Við megum ekki bara standa í sam-
starfinu, heldur berja okkur á brjóst
og vera stoltir af verkum okkar í bæj-
arstjórn. Við höfum greinilega verið
of hógværir. Við þurfum að sýna
fram á að við erum stór hluti af þessu
samstarfi, eins og við höfum verið til
þessa,“ segir Ómar.
Ómar segir að mikið hafi verið um
símtöl í kjölfar úrslita kosninganna
en engar formlegar viðræður hafi
átt sér stað fyrr en viðræður hófust
milli sjálfstæðismanna og framsókn-
armanna. „Þessi meirihluti hélt velli
þannig að það var eðlilegast að byrja
á viðræðum þessa tveggja flokka. Það
gekk vel að ná samkomulagi þegar við -
ræðurnar fóru af stað,“ segir Ómar.
Áhersla lögð á fjölskyldumálin
Hann segir að Framsóknarflokk-
urinn hafi lagt mesta áherslu á fjöl-
skyldumálin í þessari kosningabar-
áttu og að fólk í Kópavogi muni finna
það næstu fjögur árin að Framsókn-
arflokkurinn muni standa við gefin
loforð.
„Við ætlum að halda áfram þessari
uppbyggingu og ætlum að gera enn
betur. Við ætlum að sýna Kópavogs-
búum að Framsóknarflokkurinn sé
þess virði að hafa í bæjarstjórn og í
meirihluta. Það er gott að búa í Kópa-
vogi og stöðugt batnandi eftir því
sem framsóknarmenn hafi meiri og
meiri áhrif,“ segir Ómar.
I samkomulagi flokkanna er búið
að ganga frá skiptingu málefna-
nefnda og verður málefnasamningur
lagður fyrir fulltrúaráð flokkanna
næstkomandi miðvikudag.
- allt
- allt til bygginga
til framkvæmda
Kraftur, gæði og öryggi
Þegar fjárfesta á í tækjum er ómetanlegt að sérfróðir fagaðilar séu með í ráðum. Við
hjá MEST fylgjum viðskiptavinum okkar alla leið og veitum þeim alhliða fagþjónustu.
MEST býður upp á Metabo rafmagnsverkfæri fyrir fagaðila og framkvæmdafólk.
Hafðu samband við söluráðgjafa okkar fáðu nánari upplýsingar í síma 4 400 400.
Ljósmynduðu
verknaðinn
mbl.is | Brotistvarinnísumarbú-
stað í Vaðnesi um helgina. Lög-
reglan á Selfossi segir, að þeir
sem þar voru á ferð muni hafa
hreiðrað um sig um stund en
litlu stolið.
Sýnilega hafði verið farið í
heitan pott og fólk verið við
drykkju. Hústökufólkið skildi
eftir myndavél í húsinu og er
lögregla að skoða myndir sem
virðast hafa verið teknar af fólk-
inu þar sem það sat við drykkju
í húsinu. Er verið að bera kennsl
á fólkið.
Níutíu ára
en samt ný
Við opnum 2. júní
HEREFORD
S T E I K H Ú S
Laugavegur 53b • 101 Reykjavík
5 11 3350 • www.hereford.is
Mánudagar og þriðjudagar
Tveir fyrir einn af matseðli frá kl 17:00 - 19:30
Miðvikudagar
Rifjadagar firá kl 17:00 til 19:30, rif og kaldur á aðeins 1.990.
Alla daga 17:00-19:30 - tveir fyrir einn af fordrykkjum