blaðið - 30.05.2006, Side 10
10 IFRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 blaðiö
Þýskur
svanur
ástanginn
afbát
Svanur sem heldur sig til á vatni
rétt við borgina Miinster í Þýska-
landi er ástfanginn. Hann hefur
tekið ástfóstri við hjólabát, sem
er í svanslíki og fimm sinnum
stærri en hann sjálfur. Undan-
farnar þrjár vikur hefur svanur-
inn daðrað við bátinn þrátt fyrir
að hafa fengið lítil viðbrögð við
atlotum sínum.
Peter Overschmidt, sem á bát-
inn, segir að svanurinn reyni að
verja hann og fæli aðra svani frá
honum. Hann segir að svanurinn
liti á bátinn sem stóran og mynd-
arlegan svan sem sé kjörinn maki.
Overschmidt segir ennfremur að
hann óttist að svanurinn verði nið-
urbrotinn þegar hann loks áttar
sig á því að ást hans á bátnum er
ekki endurgoldinn. Hann hefur
þó trú á því að svanurinn læri
af þessu öllu saman og geri ekki
sömu mistökin aftur.
Ástin er blind
höfðu rænt okkur, þökk sé því öryggi
sem lýðræðið færir, “ bætti hann við.
Næstur Uribe kom Carlos Ga-
viria, vinnstri sinnaður öldungag-
deildarþingmaður. Hann fékk um
22% greiddra atkvæða. Gaviria ját-
aði ósigur sinn og kvaðst ánægður
með úrslit kosninganna. „Við erum
ánægð með úrslitin. Þetta er í frysta
skipti í sögu landsins sem hin lýðræð-
islega hreyfing vinstri manna er í for-
ystu fyrir stjórnarandstöðuna,” sagði
hann.
Marxíska skæruliðahreyfingin
FARC hafði heitið því að reyna ekki
að spilla fyrir framkvæmd kosning-
anna. Kjördagurinn var sá rólegasti
sem menn muna eftir í Kólumbíu ára-
tugum saman. Yfirkjörstjórn sendi í
gær frá sér yfirlýsingu þess
efnis að kosningarnar hefðu farið
vel fram, einnig á svæðum sem eru að
mestu á valdi FARC-hreyfingarinnar.
Uribe forseti gaf til kynna í viðtali
við breska ríkisútvarpið, BBC, að
hann kynni að vera reiðubúinn að
efna til viðræðna við leiðtoga FARC-
hreyfingarinnar, tækist að skapa for-
sendur fyrir því að slíkir fundir gætu
farið fram af fullum heilindum.
Gaviria sagði hins vegar að vinna
þyrfti bug á fátækt og gríðarlegum
lífskjaramun ætluðu stjórnvöld sér
að binda enda á ófriðinn í landinu.
Um 220.000 lögreglu- og stjórnar-
hermenn voru við öllu búnir á kjör-
dag. Mikilli öryggisgæslu var haldið
upp vegna forsetaframbjóðendanna
sem voru sex að þessu sinni. Á kjör-
skrá voru 26,7 milljónir manna.
Bandamaður George W. Bush
Uribe hefur síðustu fjögur árin verið
eindreginn bandamaður stjórnvalda
í Bandaríkjunum. Andstaða við
Bandaríkin fer vaxandi í Rómönsku-
Ameríku líkt og sigrar þeirra Hugo
Chavez í Venesúela og Evo Morales í
forsetakosningum í Venesúela og Ból-
ivíu eru til marks um.
Úrslitin í Kólumbíu þykja því til
marks um að landsmenn hafi nú
hafnað þeim valkostum sem leið-
togar lengst til vinstri bjóða fram í
álfunni. Frjálslyndir og íhaldsmenn
hafa verið ráðandi í stjórnmálum
Kólumbíu frá því að landið hlaut sjálf-
stæði frá Spánverjum á 19. öld.
Samantekin tölfræði stjórnvalda
bregður nokkru ljósi á árangur
Uribe á undanförnum fjórum árum.
Morðum fer ört fækkandi í landinu
og hið sama má segja um mannrán.
Andstæðingar forsetans segja á
hinn bóginn að hann hafi vanrækt
umbætur á sviði félagsmála. Ríkis-
stjórnin hefur beint öllum kröftum
sínum að baráttunni við skæruliða
sem hafa haldið uppi marxískri
andspyrnu í landinu í fjóra áratugi.
Tæplega 200.000 manns hafa týnt
lífi á þessu tímabili. Ofbeldi setur
enn mjög mark sitt á samfélagið í
Kólumbíu en ástandið þykir þó hafa
farið batnandi í stærstu borgum
landsins. Skæruliðar FARC ráða hins
vegar stórum hluta landsins, senni-
lega allt að þriðjungi þess.
Alvaro Uribe er fæddur árið 1952.
Hann er lögfræðingur að mennt og
stundaði m.a. nám í Harvard og Ox-
ford. Hann var kjörinn forseti Kól-
umbíu árið 2002 og vakti boðskapur
hans um aukna hörku í viðskiptum
við skæruliða vonir landsmanna.
Skæruliðar myrtu föður hans, sem
var auðugur landeigandi, árið 1983
í árás á búgarð fjölskyldunnar í
Antioquia. Skæruliðar hafa einnig
sýnt Uribe banatilræði.
Barnahús 4,1 fm • kr 120.000 Barnahús 2,5 frn • kr 99.000
Afgreiðslufrestur
2-3 vikur
mm
Garðskáli 6,lm2, kr 275.000
www.bjalkabustadir.is
ÁRMÚLA36,108 R
Sími 5814070
Uribe endurkjörinn
forseti Kólumbíu
Alvaro Uribe fagnar sigri í forsetakosningunum í Kólumbíu.
Reuters
Alvaro Uribe heitir óbreyttri stjórnarstefnu en gefur til kynna að
viðræður við FARC-skæruliðahreyfinguna geti komið til álita.
Alvaro Uribe var á sunnudag endur-
kjörinn forseti Kólumbíu. Forsetinn
vann stóran sigur, hlaut 62% atkvæða
að því er yfirkjörstjórn skýrði frá í
gær.
Uribe hafði beitt sér fyrir breyt-
ingum á stjórnarskrá landsins til
þess að hann gæti boðið sig fram
öðru sinni. Kjörtímabil forseta Kól-
umbíu er fjögur ár.
Fréttaskýrendur segja að sú harka
sem Uribe hefur sýnt í baráttu við
skæruliða og eiturlyfjasmyglara í
landinu hafi tryggt honum þennan
glæsta sigur.
Ekki kom til meiriháttar átaka á
kjördaginn enda var öryggisgæsla
bæði umfangsmikil og ströng. Skæru-
liðar FARC-hreyfingarinnar höfðu
heitið því að hafa ekki afskipti af
kosningunni og stóðu þeir við það
loforð.
Lýðræðið færir öryggi
Uribe sagði í sigurræðu sinni að
afram yrði haldið á sömu braut.
„Með hugrekki hermanna okkar að
vopni munum við áfram leitast við að
skapa öruggara samfélag í Kólumbíu,”
sagði forsetinn. „Við erum að öðlast
á ný frelsið sem hryðjuverkamenn
TILBOÐ
gorenje ÖRBYLGJUOFN
Verð kr. 11.500
Áður kr. 15.500
RONNING
Borgarfúni 24 | Reykjavík | Sími: 562 4011 | Qseyri 2 | Akureyri | Sími: 460 0800
Við erum flutt
- en bara stutt
Viðopnum 2. júní
Henrjk Old, formaöur Vestnor-
ræna ráðsins.
Vestnorræn
ferðaþjón-
usta brotin
til mergjar
Málefni vestnorrænna ferðamála
og ferðaþjónustu auk samstarfs
vestnorrænu landanna í ferða-
málum verða til umræðu á þema-
ráðstefnu Vestnorræna ráðsins
sem haldin verður í Maniitsoq á
Grænlandi 6. til 9. júni.
„Tilgangur ráðstefnunnar er
að beina athygli að ferðamálum
og ferðaþjónustu og samstarfi
Færeyja, Grænlands og íslands
á þessu sviði. Ætlunin er að
beina sérstaklega sjónum að því
hvernig samstarfi landanna og
samfélaganna verði best háttað
til þess ná auknum árangri í að
vekja athygli umheimsins á vest-
norrænum áfangastöðum og
ferðaþjónustu", segir Henrik Old,
formaður Vestnorræna ráðsins.
Að sögn Henriks verður jafn-
framt rætt um það við hverju
megi búast að ferðamenn fram-
tíðarinnar sækist eftir og hvaða
sérstöðu vestnorrænu ríkin geti
markað í geiranum.
Jafnframt verður rætt um flug-
samgöngur milli landanna, þýð-
ingu ferðamennsku fyrir Vestur-
norðurlönd, auk þess sem menn
munu velta fyrir möguleikunum
á samræmdri markaðssetningu
landanna þriggja.
Meðal þeirra sem halda erindi
á ráðstefnunni eru Sigríður Anna
Þórðardóttir umhverfisráðherra,
ferðamálaráðherrar Grænlands
og Færeyja, Klaus Æ. Mogensen
frá Rannsóknarsetri um framtíð-
ina í Danmörku, Árni Gunnars-
son frá Flugfélagi íslands, Ársæll
Harðarson frá Ferðamálaráði ís-
lands, forseti Norðurlandaráðs.
Formaður Islandsdeildar
ráðsins er Halldór Blöndal
alþingismaður.
Nemendur
fleiri en 100
þúsund
Á skólaárinu 2005-2006 er heild-
arfjöldi nemenda á öllum skóla-
stigum í fyrsta skipti meiri en
100 þúsund. 101.171 nemandi
stundar nám á Islandi frá leik-
skólastigi til háskólastigs. Að
auki stunda 2.237 nemendur
nám erlendis á yfirstandandi
skólaári.
Þetta kemur fram í tölum frá
Hagstofu Islands. Skólasókn
16 ára ungmenna hefur aldrei
verið meiri og er hún 94%. Hins
vegar hefur skólasókn minnkað
milli ára á meðal 18-20 ára
nemenda. 73% 18 ára nemenda
stunda skóla í ár miðað við 75%
árið áður. Að sama skapi hefur
skólasókn 20 ára nemenda
minnkað um þrjú prósent.
Ef litið er til háskólastigsins
virðist sem viðskipa- og hag-
fræði heilli mest um þessar
mundir en flestir nemendur
stunda nám í þessum greinum.
Mikil fjölgun hefur orðið í
þessum greinum og ef litið er
aftur til ársins 1997 sést að nem-
endafjöldinn hefur þrefaldast.