blaðið - 30.05.2006, Síða 12

blaðið - 30.05.2006, Síða 12
12 I DEIGLAN ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 blaðið Hugarró í Skerja- firðinum í kvöld Blaíil/Frikki [ kvöld mun Dada flytja fyrirlestur sinn að Þorragötu 1 kl 20. Hann mun sýna glærur og kynna helstu hugðarefni sín á vettvangi yoga og hugleiðslu auk þess að syngja nokkur lög. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Það er ekki úr vegi eftir nýaf- staðna kosningahelgi að gera til- raun til þess að finna innri frið og sefa hugann með öllum tiltækum ráðum. 1 kvöld kl. 20 mun Dada Dyutimaya flytja fyrirlestur um yoga, heimspeki og hugleiðslu í Leikskólanum Sælukoti, Þorra- götu 1. Ananda Marga hugleiðsla Að öðrum ólöstuðum verður Dada að teljast einn helsti sérfræðingur Islands í yoga og hugleiðslu. Hann hefur nýlega lokið löngu námi í þessum fræðum í Svíþjóð og á Indlandi. Dada aðhyllist heimspeki Ananda Marga en upphafsmaður þeirrar stefnu var Srii Srii Ananda Murti og má rekja hana aftur til sjötta ára- tugarins. Um tuttugu ár eru síðan þessi stefna lét fyrst á sér krælá á Is- landi og hefur hún notið töluverðra vinsælda. Dada Dyutimaya kynntist þessari heimspeki fyrst árið 1991 og hefur haldið tryggð við hana síðan. „Ég hafði strax mikinn áhuga á þessu. Ég hef unnið sem sjálfboðaliði hjá Ananda Marga í Danmörku og Sví- þjóð í nokkurn tíma. Ég var í þrjú ár í formlegu námi og síðan var ég í tvö ár að aðstoða við framkvæmda- stjórn samtakanna. Samtökin reka lífræn bakarí í þessum löndum og þar starfaði ég um tíma. Einnig fékkst ég töluvert við að kenna hug- leiðslu og yoga allan tímann sem ég var úti.“ Svörvið öllu Dada heillaðist strax af Ananda Marga: „Þessi heimspeki er mjög alhliða. Hún snýr bæði að hinum efnislega veruleika og hinum and- lega. Þar getur maður fundið svör við öllu. I fyrirlestrum sínum fjall- aði Srii Srii um öll þau efni sem maður getur hugsanlega ímyndað sér. Hann var mikill áhugamaður um sögu og tungumál. Hann samdi 5018 söngva á átta tungumálum sem ég hef tileinkað mér að nokkru leyti. Þetta er ljóðasöngur og leik ég undir á gítar. Það sem er spennandi við Ananda Marga hugleiðslu er að hún er mjög djúp. Iðkendur ná mik- illi hugarró og finna fyrir innri friði sem maður getur ekki fundið fyrir í neinu öðru. Hugleiðslan er bæði auð- veld og á sama tíma mjög vandlega vísindalega prófuð. Strax frá byrjun þá fann ég að þetta var eitthvað sem var ekta og ég hef nú verið í þessu í 14 ár,“ segir Dada að lokum. Rannsóknar- ráðstefna læknanema í dag fer fram síðari hluti dag- skrár rannsóknarráðstefnu 3. árs læknanema veturinn 2005-2006. Fluttir verða 18 fyrirlestrar og fer dagskráin fram í Hringsal LSH - Hringbraut. 9:00-10:20 Klínfsk lyfiæknisfræði, hjartalækningar og myndgreining: Fundarstjóri: Davíð O. Arnar. 10:35-12:40 Þróunarlæknisfræði, lýðheilsa, fæðinga- og kvensjúkdómafræði: Fundarstjóri: Hulda Hjartardóttir. 13:40-15:00 Barnalæknisfræði, bæklunarlækningar, sýklafræði og smitsjúkdómafræði: Fund- arstjóri: Már Kristjánsson. 15:20-17:00 Lýðheilsa, barnalæknisfræði, sýklafræði og smitsjúkdómafræði: Fundarstjóri: Sig- urður Guðmundsson. Frekari upplýsingar um rannsókn- arráðstefnuna má finna á slóðinni http://www.hi.is/page/radstefna. Nýtt upphaf - ný ævintýri Næsta sumar munu leiðtogar G8 ríkjanna funda í Heiligendamm í Þýskalandi. Andstæðingar hnattvæðingar hafa þegar hafið skipulagningu aðgerða og munu íslenskir mótmælendur hittast í Friðarhúsi til skrafs og ráðagerða í kvöld kl 20. Make Poverty History Flestum er enn í fersku minni fundur G8 ríkjanna í Skotandi fyrir tæpu ári síðan. Dagana 6.-9. júlí settust fulltrúar átta helstu iðnríkja heims niður til fundar á sveitahótelinu Gleneagles, skammt norðan við Edin- borg. Leiðtogarnir ræddu m.a. vanda þróunarlanda, niðurfellingu skulda fátækustu ríkja heims og leiðir til að bregðast við loftslagsbreytingum. Mótmælendur létu nokkuð til sín taka og voru gagnaðgerðir í undir- búningi um langa hríð. Sá undirbún- ingur fór að mestu fram fyrir opnum tjöldum og naut mikillar fjölmiðla- athygli. Mótmælaaðgerðirnar ein- kenndust af vandlega skipulögðum atburðum eins og hinu umfangs- mikla Make Poverty History átaki og Live 8 tónleikunum sem Bob Geldof skipulagði. Mótmælendur komu úr ólíkum áttum, allt frá hópum innan kaþólsku kirkjunnar til vígreifra an- arkista. Kröfurnar sem hafðar voru uppi voru þó hinar sömu. Mótmæl- endur gerðu þær kröfur að iðnríkin afskrifuðu skuldir fátækustu ríkja Afríku, veittu meiri og betri þróunar- hjálp, og beittu sér fyrir sanngjarnari viðskiptum. Mótmælendur skipu- lögðu viðburði af ýmsu tagi og má þar nefna ýmis málþing, mótmæla- stöður, göngur og skemmtanir sem ætlaðar voru til að vekja athygli um- heimsins á málstaðnum. G8 ríkin í Heiligendamm Gríðarleg öryggisgæsla var í borg- inni friðsælu, ein sú mesta í sögu Bretlands, enda voru samankomnir á einum stað valdamestu leiðtogar heims. Mótmælagangan Make Po- verty History fór vel fram og um 225 þúsund manns gengu undir dúndrandi trommuslætti, fánum og spjöldum með margvíslegum boðskap til heimsbyggðarinnar. Það voru ekki bara mótmælendur sem gert höfðu sér ferð til borgarinnar til þess að tjá skoðanir sínar heldur sáu tugir þúsunda venjulegra Edinborgar- búa sig knúa til þess að slást í hópinn og lýsa andúð sinni á því hvernig iðn- ríkin haga málum. Nú í sumar munu leiðtogar G8 ríkjanna eiga fund í St. Pétursborg í Rússlandi og sumarið 2007 í Heiligendamm í Þýskalandi. Ólíkir hópar sameinast Eðli málsins samkvæmt liggur gríð- arlegur undirbúningur að baki svo umfangsmiklum og vel skipulögðum mótmælaaðgerðum. Því er betra að hafa tíma. Því er ekki seinna vænna fyrir mótmælendur að fara að huga að aðgerðum sínum fyrir næsta sumar. I kvöld kl. 20 munu íslenskir mótmælendur hittast í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, og funda um aðgerðir í Þýskalandi næsta sumar. Arna Ösp Magnúsdóttir er einn af forsprökkum hópsins. Þó Arna sé ung að árum hefur hún lengi verið virk í aðgerðum gegn kapítalism- anum: „Dagskráin í kvöld er hluti af alþjóðlegri kynningarherferð þýskra mótmælenda sem ætlað er að vekja athygli á fundi G8 ríkjanna í Þýska- landi sumarið 2007. Vinur minn frá Berlín mun að mestu leyti sjá um dagskrána í kvöld í Friðarhúsi. Við ætlum að kynna hvað félagsskapur G8 er og hvaða áhrif hann hefur á hin ýmsu málefni. Við munum kynna þessar stóru stofnanir á borð við World Trade Organization og einnig þær hreyfingar sem hafa tekið sig saman og ákveðið að mæta á þá staði sem fundirnar eru haldnir á og hafa uppi friðsamleg mótmæli." Arna segir að þó þessar hreyfingar mótmælenda kunni að virðast ólíkar innbyrðis þá sé ýmislegt sem sam- eini þær. „Mótmælin eiga sér rætur að rekja í People’s Global Action sem var ákveðinn vendipunktur í baráttumálum fyrir friði, mannrétt- indum o.fl. Fjöldi hreyfinga ákváð að taka sig saman og vinna undir einu merki. Eitt af því sem hóparnir hafa sameinast um er að beita einungis friðsamlegum aðgerðum og er það gríðarlega mikilvægt atriði. Aukþess heldur andstaðan við kapítalismann og heimsvaldasinna þessum hópum saman.“ Hnattvædd baráttumál I kvöld í Friðarhúsi munu mótmæl- endur sýna myndir frá mótmælunum í Edinborg á síðasta ári og koma af stað fjörugum umræðum um eðli og tilgang aðgerðanna. Arna Ösp ætlar sérstaklega að ræða hvort þetta komi íslendingum við: „íslenskir mótmælendur hafa hingað til ekki verið sérlega virkir í alþjóðlegum aðgerðum en ég held að tími sé kominn til þess að við látum til okkar taka. Málefnin sem við berj- umst fyrir eru orðin ákaflega hnatt- vædd, eins og t.d. umhverfismálin. Mengun á sér engin landamæri." Arna Ösp er nýkomin heim til ís- lands eftir ferð um Evrópu þar sem hún kynnti stöðu náttúruverndar á íslandi: „Við kynntum fyrir Evrópu- búum það sem hefur verið að gerast á Kárahnjúkum. Svo ræddum við almennt um gróðurhúsaáhrif, hlýn- andi loftslag og önnur knýjandi um- hverfismál. Okkur var ákaflega vel tekið hvar sem við komum. Ég held að Islendingar átti sig ekki á því að virkjunaráform stjórnvalda á fslandi koma öllum heiminum við. Margir erlendir hópar sýndu málefninu mik- inn áhuga og voru tilbúnir í samstarf til þess að vekja athygli heimsbyggð- arinnar á því sem er að gerast hér á íslandi,“ segir Arna Ösp að lokum og vonast til þess að sjá sem flesta áhuga- sama í Friðarhúsi í kvöld. Dagskráin hefst kl. 20 og eru allir velkomnir. 0 ðmSTUfíBfíHÚSIO R€ ðCFK 700 SAVA6E Fjarstýrt bensín fjórhjól með 2,5 hestafla 4,lcc mótor og 2 gíra skiptingu. Tómstundahúsið • Nethyl 2 • S. 587 0600 • www.tomstundahusid www.bifteid.is VaraMutir Auhahlutlr BMW - Benz - Opel Bestu fáanlegu gædl frá Þýzkalandl _ # VERÐÖRY66I Besta verölð mldað vlð sambærlleg gæðl Ekta xenonsett í alla bíla Hjallahraunl 4 - s: 555 OBB5

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.