blaðið - 30.05.2006, Page 14
blaðid
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Slgurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson.
Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber.
TÖLUR OG TÚLKUN
Sínum augum lítur hver silfrið og í því ljósi er (næstum því)
skemmtilegt að fylgjast með túlkunum stjórnmálamanna á úr-
slitum kosninganna um liðna helgi. Venju samkvæmt er reynt
að gera sem minnst úr ósigrum en staðbundinn árangur gjarnan upphaf-
inn. Framsóknarmönnum tekst jafnvel að greina ljóstíru í myrkrinu sem
nú umlykur flokkþeirra. Það telst verulegt afrek.
Hitt er rétt að vart verður greint að úrslit sveitarstjórnarkosninganna
feli í sér stórbrotin pólitísk tíðindi. Tilvistarkreppa Framsóknarflokksins
hefur verið staðfest; vart kemur það á óvart. Samfylkingunni hefur enn
ekki tekist að verða það mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn sem stefnt er
að. Sú niðurstaða er að mestu í samræmi við skoðanakannanir og hina
pólitísku þróun á íslandi á undanliðnum árum. Slakur árangur í Reykja-
vík kemur á hinn bóginn á óvart og hlýtur að vera Samfylkingunni
áhyggjuefni.
Nokkuð ber á því að rætt sé um að vinstri bylgja hafi riðið yfir landið
í þessum kosningum. Það er oftúlkun á ástandi og úrslitum. Árangur
Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs er að sönnu ágætur og Frjáls-
lyndi flokkurinn bætir einnig við sig. Vísast hefur andstaða þessara
flokka við stóriðju skilað þeim umtalsverðri fylgisaukningu. Hinu má
ekki gleyma að vandi Framsóknarflokksins hlaut að skila sér í fylgisskriði
og eðlilegt er að kjósendur flokksins skyldu velja að styðja nú aðra flokka
en samstarfsflokk framsóknarmanna í ríkisstjórn. Sú mikla þreyta sem
einkennir ríkisstjórnarsamstarfið bitnar ekki á Sjálfstæðisflokknum og
hlýtur það að teljast góður árangur.
Fyirsjáanlegt er að dræm þátttaka í kosningunum verði mönnum um-
ræðu- og áhyggjuefni á næstunni. Ástæða er til að kanna hana sérstak-
lega og það hljóta fræðimenn að gera. Á kjördag var nokkuð um það rætt
að kosningaþátttaka ungs fólks virtist lítil. Reynist það rétt er ljóst að
flokkarnir standa frammi fyrir vanda sem krefst snarpra viðbragða.
Hitt ber einnig að hafa í huga að sú mikla miðjusókn sem einkennir
stjórnmálaþróunina nú um stundir er ekki fallin til að kveikja eldmóð
í röðum kjósenda. Þegar erfitt er að gera greinarmun á flokkum og fylk-
ingum er ekki líklegt að áhugi vakni. Þá er hugsanlegt að sífellt stærri
hópar fólks fái ekki séð að málfutningur flokkanna eigi við það erindi. Sá
málflutningur er mjög sniðinn að þörfum og hagsmunum fjölskyldufólks
en þeim fer nú fjölgandi sem draga það mjög að samlagast því mynstri
eða hafna því.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík.
Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
Oliver Goldsmith
Gleraugnaumgj arðir
Hönnun gleraugnaumgjarða sem
virka vel fyrir sjónina og líta jafnffamt
vel út á fólki krefst fágætrar blöndu
hæfileika. Til þessa má rekja
velgengni Oliver Goldsmith sem
alþjóðlegs gleraugnahönnuðar.
Sjónffæði er honum í blóð borin þar
sem hann er þriðja kynslóð hönnuða
innan Goldsmith fjölskyldunnar. Afi
hans stofnaði fyrirtækið árið 1926 í
litlu bakherbergi í London Soho
hverfí þar sem umgjarðir voru í fyrstu
handsmíðaðar úr skjaldbökuskeljum.
Oliver Goldsmith hefur persónulega hannað gleraugu fyrir
John Lennon og Díönu prinsessu, meðal annara.
Oliver kynnir nýjustu OG umgjarðimar í verslun Sjónarhóls
Reykjavíkurvegi 22. Hafharfírði fímmtudagiim 1. júní og
föstudaginn 2. júní á milli kl. 10 og 18 báða dagana
Auglýsíngadeild Smáauglýsingar
510-3744 510-3737
blaðid^
Oliver Goldsmith
14 I ÁLIT
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 blaöiö
SjÁÍPT B/tífl! tc, FR (/«
UPpí. wm æp fe m
S Ht-fr Ap Hfirn 4T
\jNNl-Ð
" 4" Tt LL.Z2 oR
Fjöregg Framsóknarflokksins
Framtíð Framsóknarflokksins var
undir í kosningunum um helgina.
Flokkurinn á erfitt uppdráttar og
samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn
síðastliðinn áratug er nú að koma
niður á honum af fullum þunga. Svo
miklum þunga reyndar að Fram-
sóknarflokkurinn gæti allt eins
verið að breytast í lítinn jaðarflokk
í stað þeirrar kjölfestu á miðjunni
sem brúaði bilið á milli hægri og
vinstri sem hann eitt sinn var.
Miðjan er ekkilengur Framsóknar-
flokksins. Þangað er Samfylkingin
komin og þar er Sjálfstæðisflokkur-
inn þegar honum hentar. Óljóst tal
um hófsaman miðflokk dugar ekki
lengur til þegar þorri kjósenda sér
lítinn mun á Framsókn og Sjálfstæð-
isflokknum eftir langt og átakalítið
samstarf í ríkisstjórn. Það þarf
meira til. Róttæka breytingu sem
færir flokknum nýja sókn inn í ís-
lensk stjórnmál.
Framsóknarflokkurinn þarf að
ganga í endurnýjun lífdaga þar
sem ný og skýr sérstaða frá bæði
Sjálfstæðisflokki og Samfylking-
unni er þungamiðja endurnýjunar
flokksins. Þvf hefði maður haldið
fyrirfram að dagskipan Halldórs
formanns væri að vinna til vinstri í
sveitarstjórnum.
Áfram með íhaldi
Annað kemur á daginn. Áður en
rykið sest á vígvellinum eru fram-
sóknarmenn í Kópavogi búnir að
skrifa undir framhald á löngu
samstarfi við sjálfstæðismenn. Þá
eru stóru tíðindin að Framsókn er
gengin í eina sæng með Sjálfstæðis-
flokki í Reykjavík.
Þar er teflt á tæpasta vað og
spurning hvort flokkurinn fái ekki
að kenna á reiði kjósenda af end-
urnýjuðum krafti í kosningum til
Alþingis að ári. Sérstaklega í ljósi
þeirrar erfiðu stöðu sem flokkur-
inn er í á Suðvesturhorninu og á
Eyjarfjarðarsvæðinu.
En af hverju ekki að vinna til
vinstri og slá þar með stærstu
vopnin úr höndum gagnrýnenda
flokksins um þjónkun við íhald í
Björgvin G. Sigurðsson
ríki, borg og bæjum? Erfitt að segja
en Björn Ingi og Ómar Stefánsson,
hinir ungu leiðtogar flokksins á höf-
uðborgarsvæðinu, eru með fjörgg
Framsóknar í höndum sér. Þar gæti
brugðið til beggja vona og eggið
endað í gólfinu.
Brestur í baklandinu
Vinstra samstarf í borg og Kópavogi
hefði án efa hleypt nýju lífi í flokkinn.
Þó framsóknarmenn hefðu þurft að
leggja á sig fjölflokka samstarf. Slíkt
kallar á fyrirhöfn og leikni en lítið
meira en það. Regnboginn rúllar
yfir alla flokka í sveitarstjórnar-
málum þar sem allt gengur út á að
vera mesti kratinn í framboði. Það
brýtur ekki á grundvallarmálum.
Sjálfstæðismenn í Reykjavík boða
t.d. hvorki einkavæðingu Orkuveit-
unnar né lækkanir á sköttum. Því
miður. Það vantar valkost til hægri
í raun og veru. Ekki síst þegar Frjáls-
lyndir hendast vinstra megin við
VG í bæði umhverfis- og velferð-
armálum. Regnbogastjórnmálin
blífa. Allir eru vinalegir sósíalistar
korterið fyrir kosningar til sveitar-
stjórna. Því eru þau einnig svo átak-
anlega loðin og óspennandi fyrir
mörgum kjósendum.
Hvort að fjöregg Framsóknar sé í
tröllahöndum kemur í ljós. Ég spái
því að ákvarðanir hinna ungu leið-
toga Ómars og Björns um að vinna
með Sjálfstæðisflokki í borg og bæ
endurnýji heift kjósenda til vinstri
í garð Framsóknar. Það nefnilega
brast eitthvað i baklandi Fram-
sóknar þegar flokkurinn studdi
innrásina í írak á sínum tíma. Sá
brestur er enn til staðar og samstarf
til hægri í höfuðborginni er í augum
þessarar fyrrum stuðningsmanna
Framsóknar staðfesting á því að
flokkurinn er lítið annað en stunð-
ingfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
þegar samstarf til vinstri býðst og er
enn kostur.
Framtíð Framsóknar er undir.
Hún ræðst á næstu mánuðum en
horfur eru hörmulegar eftir að
flokkurinn gekk til liðs við sjálf-
stæðismenn í kjölfar kosninga til
sveitarstjórna.
Höfundur er þingmaður
Samjylkingar.
Klippt & skorið
klipptogskorid@vbl.is
Menn hafa vitaskuld ýmsar skoð-
anir á úrslitum nýafstaðinna
sveitarstjórnarkosninga og það
er eðlilegt, að mati Einars
K. Guðfinnssonar, sjávarút-
vegsráðherra. En sá knái þing-
maður Bolvíkinga (þar sem
klofningsframboð sjálfstæðis-
manna hafði sigur á sjálfstæð-
ismönnum) velkist ekki í vafa um hvað stendur
skýrast upp úr eftir kosningarnar:
„ Vinstri sambræðings hræðslubandalög tapa
víðast hvar. Á því eru undantekningar, en
meginlinan erskýr. Þessarkosningar voru
uppgjör við hræðuslubandalögin. Og erþað
ekki táknrænt. Nú eru einmitt 40 árliðin frá
því að frægasta hræðslubandalag lýðveldis-
tímans leitdagsins Ijós; bandalag framsóknar
og Alþýðuflokks. Það fór á rassinum út úr
þeim kosningum. Núá 40 ára afmæli gamia
hræðslubandalagsins endurtekur sagan
sig. Iþessum kosningum komglöggt fram
að kjósendum hugnast ekkiþessi vinstri
skyrhræringur.“
WWW.EK6.IS, 29.V.2006
Samfylkingarmenn eru enn í sárum
eftir úrslit borgarstjórnarkosning-
anna, en hvíslað er um að meiriháttar
flétta kunni að vera í vændum
á þeim vígstöðvum. Telja sumir
að Dagur B. Eggertsson hafi
engan sérstakan metnað til
þess að vera oddviti í minni-
hluta borgarstjórnar og hann
kunni að vilja snúa sér aftur að læknisstörfum
á erlendri grundu, líkt og hugur hans stóð til
áður en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for-
maður Samfylkingarinnar, fékk hann til þess
að gefa kost á sér. Láti Dagur af störfum er svo
spurning hver taki við af honum sem oddviti.
Vitað er að bæði Steinunn V. Óskarsdóttir,
sem senn lætur af starfl borgarstjóra, og
Stefán Jón Hafstein hafa velt fyrir sér þing-
framboði að ári, en annað hvort mun sjálfsagt
sitja eftir til þess að taka við af Degi. Ef hann
fer þá fet.
Enginn vill gefa upp nákvæmlega hvað
bar á milli í viðræðum Vilhjálms Þ.
Vilhjálmssonar og
Ólafs F. Magnússonar um
flugvallarmálið. Hvíslað er um
að Villi hafi boðið að láta völl-
inn eiga sig á kjörtímabilinu, en
að Ólafur hafi viljað festa hann beinlínis í sessi
meðeinhverjumhætti.