blaðið - 30.05.2006, Síða 15

blaðið - 30.05.2006, Síða 15
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 15 Framsókn á sömu leið og Alþýðuflokk- urinn forðum íframhaldi af viðhorfsgrein Einars Kára- sonar í Blaðinu 24. maí. Eftir Pétur Jósefsson Það er ótrúlegt en satt en Framsókn- arflokkurinn virðist vera á sömu leið og Alþýðuflokkurinn fór fyrir tæpum 10 árum. 1 Alþýðuflokknum þynntist liðið með þvi að ýmsum liðsoddum flokksins þótti rétt að tryggja sér feit embætti áður en í óefni var komið. Eiður Guðnason fór úr ótryggu emb- ætti umhverfisráðherra í sendiherra- embætti og þar með undir verndar- væng utanríkisráðuneytisins. Karl Steinar hvarf af Alþingi í forstjóra- stól hjá Tryggingastofnun ríkisins og Jón Sigurðsson fór úr embætti viðskiptaráðherra í Seðlabankann en þó ekki fyrr en samflokksmaður hans var kominn í stólinn hans og gat skipað hann seðlabankastjóra en þá heyrði Seðlabankinn undir viðskiptaráðuneytið. Siðar hvarf Sighvatur Björgvinsson af Alþingi í þróunarmálin. Eftir margra ára útivist í Evrópulöndum sem utan- ríkisráðherra kom svo Jón Baldvin heim og ætlaði að fara að stjórna flokki sem í fjarveru hans hafði að miklu leyti gefist upp á tilverunni sbr. hér að framan. En eftir að hafa misst embætti utanríkisráðherra gerðist Jón Baldvin svo þreyttur í stjórnarandstöðu og á Jóhönnu Sig- urðardóttur að hann fékk vini sína í ríkisstjórninni til þess að skipa sig í sendiherraembætti í Washington. Og þar með dó Alþýðuflokkurinn drottni sínum. Menn geta auðvitað haft ýmsar skoðanir á úrslitum nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga og það er eðlilegt. En meðal þess sem upp úr stendur og er skýrt er þetta: Vinstri sambræðings hræðslubandalög tapa víðast hvar. Á því eru undan- tekningar, en meginlínan er skýr. Þessar kosningar voru uppgjör við hræðuslubandalögin. Og er það ekki táknrænt. Nú eru einmitt 40 ár liðin frá því að frægasta hræðslu- bandalag lýðveldistimans leit dags- ins ljós; bandalag Framsóknar og Alþýðuflokks. Það fór á rassinum út úr þeim kosningum. Nú á 40 ára afmæli gamla hræðslubandalags- ins endurtekur sagan sig. í þessum kosningum kom glöggt fram að kjós- endum hugnast ekki þessi vinstri skyrhræringur. Veikir flokkar smala sér saman í lið R listinn í Reykjavík var slíkt hræð- uslubandalag, sem átti sér fyrst og fremst þá hugsjón að koma Sjálfstæð- isflokknum frá völdum í Reykjavík, enda var til þess stofnað í kjölfar skoðanakönnunar sem benti til þess að slikt gæti skeð. Sú atlaga að Sjálf- stæðisflokknum tókst og þá kvikn- aði líf i fleiri slíkum hræðslubanda- lögum. Markmiðið er alls staðar hið sama. Að búa til pólitískt afl gegn Sjálfstæðisflokknum. Við vitum hins vegar að sagan á bak við þessi fyrirbrigði er sums staðar jafnframt lika önnur. Veik- leiki flokkanna er slíkur að það þykir henta að smala saman í lið til þess að bjóða fram. Eitt og sér treysta þessi framboð sér ekki til þess. Eftir á eru framboðin klædd í einhvern nýjan búning til þess að draga athyglina frá raunverulegum ástæðum tilveru þeirra. Ernúsaganöll? En er nú sagan öll? Það er eðlilegt að Halldór Ásgrímsson var árum saman erlendis sem utanríkisráð- herra og hélt að flokkurinn stjórn- aði sér sjálfur í fjarveru hans en svo virðist komið á daginn að eftir alla þessa fjarveru formanns Fram- sóknarflokksins sé lítið orðið eftir af flokknum ef marka má ótal skoð- anakannanir undanfarnar vikur. Niðurstaðan er sú að hver höndin er uppi á móti annarri í flokknum hans og þykir undirrituðum fremur líklegt að flokkurinn deyi drottni sínum sem sjálfstætt stjórnmálaafl og fylgið sem eftir er muni dreifast á Sjálfstæðisflokkinn og Samfylking- una. Raunar hefur undirritaður átt bágt með að skilja undanfarin 15 ár hvers vegna þessi vesalings flokkur er ennþá til enda SÍS frændi látinn fyrir löngu. Kannski má draga þann lærdóm af þessari þróun þessara tveggja flokka að óhollt sé flokksformönnum að sitja í embætti utanríkisráðherra nema stuttan tíma. Eilífar fjarvistir utanríkisráðherrans á eylandi okkar frá flokksmönnum og Alþingi er ber- sýnilega óheppilegt fyrir formenn stjórnmálaflokka. Hvers vegna flokksformenn kjósa embætti utan- ríkisráðherra skilur maður eiginlega varla - embætti fjármálaáðherra er í raun miklu áhrifameira og valda- meira embætti en embætti utanrík- isráðherra. Líklega er rétt fyrir Geir Haarde að athuga sinn gang! Höfundur er eftirlaunamaður slíkrar spurningar sé spurt, í ljósi úrslitanna. Svarið er nei. Veikleiki flokkanna sem að þessum hræðslu- bandalögum hafa staðið, er slíkur sums staðar, að líklegt má telja að enn muni blakta ljós á samkrull- stýrunni hist og her. En ætla verður þó að mjög muni draga úr áhuga manna á svona framboðum, í ljósi þeirra hrakfara sem kosningarnar voru fyrir bræðingsframboðin. Þess vegna vekur það auðvitað furðu að gömlu stjórnendurnir úr R lista þrotabúinu reifuðu nú að afloknum kosningunum, hugmyndir um nýjan R lista og á nýrri kennitölu að loknum fjórum árum. Það hlýtur að teljast til vitnis um ótrúlega örvænt- ingu sem ríkir á þeim bæ bak kosn- ingum nú. Alls staðar geigaði atlagan En skoðum aðeins landslagið með hliðsjón af þessum vinstri hræðslubandalögum. Þeir reyndu í Reykjanesbæ, Hvera- f;erði, Vestmannaeyjum, Seyðisfirði, sfjarðarbæ, Bolungarvík, gjörvöllu Snæfellsnesinu án þess að takast það ætlunarverk sitt að ná hreinum meirihluta. Og það þrátt fyrir að sums staðar væri Framsóknarflokk- urinn með í bixinu. Það vantaði ekki að hátt væri reitt til höggs. En alls staðar geigaði atlagan. Fylgið hrundi eða dugði ekki til, þó skoð- anakannanir sýndu sums staðar góðan byr fyrir nokkrum vikum. Þetta er ekkert minna en hreint áfall fyrir þá sem að þessum fram- boðum stóðu. Dæmin um árangur af slíkum samkrullsframboðum, finnum við einungis í undatekning- artilvikum og þar skýrist hann af staðbundnum aðstæðum... EinarK. Guðfmsson sjávarútvegsráðherra www.ekg.is MIKIÐ ÚRVAL AF NÝJUM 06 6LÆSILEGUM BARSTÓLUM Það hefur aldrei verið til meira úrval af barstólum hjó okkur! Vió erum meó barstóla í mörgum flottum litum, gerðum og veróum sem ætti aó henta öllum. Komdu og kíktu vió hjó okkur og skoöaöu úrvaliö! www.rumfatalagerinn.is

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.