blaðið - 30.05.2006, Page 16

blaðið - 30.05.2006, Page 16
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 blaðiö 16 Litlar breytingar á bensinuerði Bensínverð breytist að þessu sinni lítið frá því í síðustu könnun. Algengt verð á bensín- lítra er nú í kringum 124 krónur sé miðað við almennt verð í sjálfsafgreiðslu. Orkan býður nú lægsta verðið eða 122,8 krónur lítrinn. Atlants- olía, Egó og ÓB eru þó ekki langt frá en þar kostar bensínlítrinn 122,9 krónur. Dýrast er að versla við Essó, Olís og Skeljung en þar er algengt verð 124,4 krónur líterinn. Maímánuður hefur verið nokkuð sveiflukenndur en almennt hefur verð þó farið lækkandi. í byrjun mánaðar var algengt verð á bensínlítra um 132 krónur og hefur það því lækkað um tæpar 8 krónur. Verðið í dag er svipað eins og það var í lok marsmán- aðar en tíu krónum dýrara sé miðað við síðustu áramót. eru ódýrastir? j jH|H^Hr;SMF Samanburður á verði 95 oktana bensíns AC Sprengisandi 122,9 kr. Kópavogsbraut 122,9 kr. Óseyrarbraut 122,9 kr. ó 660 Vatnagörðum 122,9 kr. Fellsmúla 122,9 kr. Salavegi 122,9 kr. © Árt1*24S4 kr03 ffffl Gullinbrú 123,9 kr Sæbraut 124,4 kr. Eiðistorgi 122,8 kr. Klettagörðum 122,8 kr. Skemmuvegi 122,8 kr. ORKAN 03 ðdýrtbwuín Háaleiti 122,9kr. Starengi 122,9 kr. Snorrabraut 122,9 kr. @ Gylfaflöt 123,9 kr. Bm4kar.Ut Bústaðarvegi 124,1 kr. Dragðu úr elds- neytisnotkun í Ijósi þess að eldsneytisverð er nú í sögu- legum hœðum er ekki verra að kynna sér leiðir til að draga úr eldsneytisnotkun. Verð á bensíni hefur hækkað tölu- vert á undanförnum árum og mán- uðum. Þetta hefur að sjálfsögðu í för með sér að íslendingar þurfa að eyða sífellt stærri hluta af ráðstöfun- artekjum sínum í rekstur einkabíls. Þannig fóru 7,2% af ráðstöfunar- tekjum íslenskra heimila í rekstur heimilisbíls árið 2004 og viðbúið að sú tala verði mun hærri í ár. Margir gera sér kannski ekki grein fyrir því en til eru fjölmörg ráð til að draga úr eldsneytisnotkun bifreiðar. Mörg þeirra fela ekki í sér neina meiriháttar brey tingar heldur fyrst og fremst að fólk skipuleggi sig eilítið betur og eyði ekki bensíni að óþörfu. Notast við tvo jafnfljóta Fyrsta og augljósasta leiðin til að draga úr eldsneytisnotkun er að takmarka notkun bifreiðar við þau tilvik þar sem ekkert annað kemur til greina. Margir eru of gjarnir á að skreppa út í búð á bíl þegar það tekur kannski ekki nema fimm til tíu mínútur að ganga sömu leið. Þeir sem hafa tök á að notast við tvo jafn- fljóta ættu því að hugsa sig tvisvar um áður en þeir setjast upp í bílinn. Þá ættu menn einnig alltaf að reyna að velja stystu leiðina að áfangastað. Sumir setjast upp í bíl án þess að hafa minnstu hugmynd um það hvernig þeir ætla sér að kom- ast á leiðarenda. Kylfa ræður þar oft- ast kasti og sú leið sem er að lokum valin stjórnast kannski frekar af vana eða tilviljun og allsendis óljóst hvort að sú leið sé styst og þ.a.l. hag- kvæmust fyrir budduna. Samnýta ferðir Þá er einnig gott að reyna að sam- nýta ferðir eins mikið og mögulegt er. Margir eiga það til að fara þrjár ferðir sama dag út í mismunandi verslanir og búðir þegar hægt hefði verið að samnýta ferðirnar í eina langa ferð. Bara svona einfalt skipu- lagsatriði getur sparað marga bens- ínlítra á hverjum mánuði. Margar verslanir og þjónustufyrir- tæki bjóða nú neytendum upp á ítar- legar upplýsingar um vöruúrval og vöruverð á Netinu. Áður en lagt er af stað getur fólk því athugað hvar tiltekin vara er ódýrust og því skipu- lagt ferð sína eftir þvi. Þetta sparar endalausar ferðir milli margra staða í leit að ákveðinni vöru og við verðsamanburð. 1 Forðast háannatíma Fólk ætti líka að forðast að vera mikið á ferðinni þegar umferðin er hvað þyngst. I Reykjavík er umferð oftast þyngst á milli klukkan 16 og 18 á daginn enda flestir að fara í eða úr vinnu á þeim tíma. Þeir sem hafa það svigrúm að sleppa við að ferðast á þessum tíma dags ættu frekar að kjósa þann kost. Það getur verið gríð- arlega bensínfrekt að þurfa að keyra stöðugt í fyrsta gír og aldrei ná að halda jöfnum hraða. Því ættu þeir sem vilja spara eldsneyti að láta það vera að ferðast mikið á háannatíma. Þá er ekkert að því að nýta sér hlutlausa gírinn þegar farið er niður brekkur og ekki auka hraðann þegar fyrirsjáanlegt er að maður muni lenda á rauðu ljósi innan skamms. Betra er að draga smám saman úr hraða því ekkert eyðir bensíni jafn mikið og mikil hraðaminnkun. Þyngri bílar eyða meiru Mikilvægt er að jafn loftþrýstingur sé í öllum dekkjum og nægt loft. Of lítið getur þýtt að bifreiðin eyði meira eldsneyti en þörf krefur. Þá ætti fólk að forðast að geyma of mikið af þungum hlutum í skottinu. Þyngri bíll eyðir meira eldsneyti og það sama gildir um alla loftmót- stöðu. Þakbogar eru nýtanlegir til margra hluta en ef menn eru ekki að nota þá að staðaldri ættu þeir frekar heima í geymslunni. Ekki skilja bíl eftir í lausagangi enda eyðir það ekki bara bensíni að óþörfu heldur mengar það líka um- hverfið. Betra er að drepa á bílnum enda er sú fullyrðing að bíll eyði miklu bensíni þegar hann er ræstur ekki á rökum reist. Staðreyndin er sú að bílar sem framleiddir eru í dag eyða mjög litlu eldsneyti þegar þeir eru ræstir. Heitar pylsur handa ferðalöngum Frændir vorir Norðmenn hafa mikið dálæti á hvers konar útivist. Þessi ásókn þeirra í náttúruna hefur einnig skilað sér mörgum sniðugum lausnum sem eru bæði hagnýtar og þægilegar. Ein þeirra snýst um það að geta alltaf dregið fram heita pylsu án þess að hafa mikið fyrir því. Þetta er afar einföld lausn og allir sem eiga meðalstóran hitabrúsa geta nýtt sér hana. Flún felst í þvi að áður en lagt er af stað í ferðalag er vatn hitað í potti. Vatninu er síðan komið fyrir í hitabrúsa og ofan í hann eru síðan settar eins margar pylsur og pláss leyfir. Þetta tryggir það að þegar hungrið sækir að eru pylsurnar orðnar soðnar og þægilega heitar til neyslu. Með þessu sparast líka ferðalag í næsta söluskála. M . ULFLJOTSVATNI Uppiýsingar og skróning á netinu: www.ulfljofsvatn.is - Sparkleikir - Frumbyggjastörf - Ædol - Utilíf - Kassabílaakstur - Suf/d -1 Fyrir stráka og stelpur 8-12 ára - skipt í hópa eftir aldri Krassandi útilífsœvintýri - fjör og hópeflisandi! %% a INNRITUN ER HAFIN-Opið virka daga kl. 10-16-sími 550 9800 - sumarbudir@ulfljotsvatn.is,

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.